Svanur krefst kosninga

Svanur Kristjánsson prófessor segir í Speglinum að ríkisstjórn Jóhönnu Kristjánsdóttur sé komin á endastöð.

Íslendingar ættu að ganga til þingkosninga í ágúst næstkomandi, segir Svanur, sem telst til gamalkunnra vinstrimanna.

Ríkisstjórnin er föst í sömu hjólförunum, kemst hvorki afturábak né áfram, og ætti að segja af sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er Heilög Jóhanna ekki Sigurðardóttir?? Ef mamma hennar er álífi og les þetta, lemur hún þig.............

Jóhann Elíasson, 11.6.2012 kl. 19:29

2 identicon

Og þetta segir Svanur Kristjánsson sjálfur. Er hann ekki bróðir Jóhönnu Kristjánsdóttur ?

Ný hlýtur ríkisstjórnin að segja af sér fyrst að Svanur segir það.

Láki (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 19:32

3 identicon

Svanur Kristjánsson verður að teljast " þunnur pappír", þó honum á stundum ratist satt á munn , samanber endastöð mestu hörmungarstjórnar lýðveldisins !

 Prósentufylgistalan 22,6% verður hinsvegar sú Gríla sem heldur stjórninni við kjötkatlana til loka kjörtímabilsins, þegar annarhver þingmaður þeirra fellur af þingi !

 !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 19:34

4 identicon

Virðingarvert hjá Svani Kristjánssyni.

Því miður er slíkur heiðarleiki fátíður í röðum dyggustu stuðningsmanna Samfylkingarinnar.

Þessi ríkisstjórn er móðgun við lýðræðið og þjóðina.

Rósa (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 19:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svanur Kristjánsson er góður og gegn Ísfirðingur, sonur Kristjáns skipstjóra á Fagranesinu til margra ára,  þau hjón foreldran Svans voru góðir vinir minnar fjölskyldu gott og heiðarlegt fólk.  Svanur er eins og ísfirðingar flestir að segja það sem segja þarf, rétt eins og Ólafur Ragnar og fleiri góðir ísfirðingar gegnum tíðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2012 kl. 20:38

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Brennivínsnesið var mörgum kærkomið fyrir landlegur og hátíðir.

Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2012 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband