Mánudagur, 11. júní 2012
Landið er stjórnlaust
Stjórnsýslan virkar á Íslandi; tollverðir mæta í vinnuna, réttarkerfið mallar, sjúkrahús framleiða heilbrigði og kennt er í skólum. Í pólitískum skilningi er landið engu að síður stjórnlaust þar sem ríkisstjórnin er of veik til að ná fram vilja sínum á alþingi.
Almenningur er á móti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og þingmenn stjórnarandstöðunnar vinna þarft verk í þágu almannaheilla með því að standa í ístaðinu og láta ekki yfirgangsseggi í ráðherrastólum valta yfir allt og alla.
Pattstaðan á alþingi er góð fyrir íslenskt samfélag við núverandi kringumstæður. Þjóðin fær tíma til að íhuga gang mála og skerpa vitundina um ónýti brennuvarga íklædda þingmannsfötum.
En mikið óskaplega þurfum við kosningar í haust.
Engin hreyfing á viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er komið í ljós, að sú fáfræði og heimska Norrænu velferðarstjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinnar, að hafna því að taka verðtrygginguna úr sambandi strax eftir Hrun, er nú búin að valda félagsmönnum ASÍ og öðrum landsmönnum, meiri hörmungum og skaða, en fordæmi eru fyrir í Íslandsögunni.
En í staðin er erlendum vogunarsjóðum gefið ótakmarkað skotleyfi á fjávana og atvinnulaus íslensk heimili, vegna ólöglegra gengisbundinna lána, og vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána sem mjög sennilega eru ólögleg líka.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 09:28
Þetta er nefnilega málið Halldór og líklega höfuðorsök þess að Alþingi er í raun óstarfhæft.
Þessi staðreynd blasir við.
Þetta var þó afskaplega fyrirsjáanlegt, því vinstri "velferðar" stjórnir falla alltaf í þá gryfju að líta á stóru myndina sem mikilvægasta.
Vinstra fólkið sér aldrei trén sem mynda skógin. Það horfir bara á skógin.
Í þessu tilfelli gekk það svo langt að skjaldborgin gaf stóru erlendu fjármálakröftunum veiðileyfi á smátrén.
Þegar smátrén vaxa ekki, visnar skógurinn.
jonasgeir (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 10:10
Sammála Páli. Og af því glöggt má heyra þá taktík að úthrópa þingmenn stjórnarandstöðu í ljósvakamiðlum fyrir málþóf, eiga þeir frekar skilið klapp á bakið. Þinglok skipta í rauninni engu máli. Alþingismenn buðu sig ekki fram til að geta verið lengur í sumarfríi en aðrir. Þeir fá laun allt árið. Sauðburði er lokið, og varla nokkur þingmaður er ómissandi við sláttinn á búi sínu. Það skiptir hins vegar máli að afgreiða ekki lítið rædd og misjafnlega undirbúin frumvörp á færibandi. Og þeir sem mest hneykslast á málþófi, eiga sumir skrautlegan feril sjálfir frá því þeir voru í stjórnarandstöðu. Talið í allt sumar, ef ykkur lystir, og leggið frekar af þá ljótu þvingunaraðferð að halda næturfundi. Það skiptir ekki heldur máli, hvort talað verður á Alþingi fram til forsetakosninga, því að þjóðin sperrir ekki við eyrun af andagt og hrifningu í hvert sinn, sem þingmaður eða ráðherra opnar munninn.
Sigurður (IP-tala skráð) 11.6.2012 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.