Eftirhrunspólitíkin er ekki tilbúin

Þráteflið á alþingi er tveggja þátta. Í fyrsta lagi eru valdahlutföll óskýr þar sem óljóst er hvort ríkisstjórnin sé með með meirihluta. Í öðru lagi eru stjórnmálin ekki komin í samband við veruleika eftirhrunsins.

Hrunið og eftirhreytur eins og Icesave-málið og réttarfarsuppgjörið við auðmennina er enn ráðandi í samfélagsumræðunni. Stærsta einstaka pólitíska eftirhrunsmálið er ESB-umsóknin sem sundrar ríkisstjórnina og tortímir möguleikum á samstöðu innan flokka og milli þeirra.

Deilan um fiskveiðistjórnunina er birtingarmynd harðlífis stjórnmálanna. Alþingiskosningar munu ekki leysa þráteflið en gætu verið byrjunin á bataferli. 


mbl.is Forseti sleit þingfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Páll, hefur þú nokkra trú á því að þetta þing eða þessir þingmenn og ríkisstjórn sjái veruleikan eins og við almenningur? Þingmenn klóra sig áfram í von um að geta haft þingkaup þangað til þeir fara á laun hjá ESB. Það er mín skoðun.

Eyjólfur Jónsson, 9.6.2012 kl. 19:10

2 identicon

Alþingi(með stórum staf),,,er með( ekki sé með),,,sundra (sögnin stjórnar þágufalli),,,enda þrátefli(leysa hnút),,,

gangleri (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband