Laugardagur, 9. júní 2012
Evran og ESB eru dauðadæmd
Ef einföld lausn væri til á skuldakreppu evru-landa væri hún löngu komin fram. Kreppan hófst fyrir fimm árum, með falli Lehman-bankans, og sér ekki högg á vatni þótt þrjú evru-ríki séu komin í fjárhagslega gjörgæslu; Portúgal, Írland og Grikkland. Stóru Suður-Evrópuríkin, Spánn og Ítalía, eru komin að fótum fram og aðeins spurning um tíma hvenær þau verða lögð inn á sömu deild og hin þrjú.
Skarpasta greiningin á stöðu Evrópsambandsins kemur frá engilsaxneskum höfundum sem standa utan við félagslega og menningarlega fordóma meginlandsbúa um að ESB fyrirbyggi 3ju heimsstyrjöld. Charles Moore framreiðir rötgeninnsýn í tilvistarvanda ESB með stuðningi af nýlegum fyrirlestri George Soros. Moore útskýrir í stuttri málsgrein hvers vegna Evrópuelítan rær lífróður til bjargar vanskapaðri evru.
For most Continental leaders and bureaucrats, European integration is their lifes work, not to mention their salary, meal ticket and startlingly attractive pension. They will now try yet again, harder than ever and presumably very soon, to rescue it. To the sceptic, this looks no more sensible, and scarcely more moral, than the Soviet Union trying to hold its empire together by making Poland impose martial law in 1981.
Stórveldi hníga í sæ með harmkvælum. Evrópusambandið er skapað og hannað sem stórveldi sem steytti á skeri fyrir fimm árum. Enginn veit hvað verður um flykkið en nærfellt allir, hvort heldur efasemdarmenn eða sannfærðir ESB-sinnar, segja að Evrópusambandið kemst ekki heilt og óskaddað af strandstað.
Á meðan Evrópusambandið liggur milli lífs og dauða dettur aðeins óvitum í hug að sækja um aðild.
Evrópa þarf að taka erfiðar ákvarðanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB er eina haldreipi Össurar og Jóhönnu, það er ekkert annað sem er þar fyrir. Allt hitt var bara skrauttjöld kring um ESBumsókn. Skjaldborgin, fiskveiðistjórnunarkerfið, stjórnarskrármálið, hvar eru þessi mál stödd í dag?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2012 kl. 10:50
“Evran og ESB eru dauðadæmd.” Bull, Páll Vilhjálmsson.
Vek athygli þína á eftirfarandi grein (sjá link): Eine Katharsis für Europa. NZZ (Neue Zürcher Zeitung) eftir Peter A. Fischer.
http://www.nzz.ch/meinung/kommentare/eine-katharsis-fuer-europa-1.17215397
Þar má meðal annars lesa; Das eigentliche Problem von Griechenland und anderen EU-Ländern inklusive Frankreich ist nämlich nicht der Euro, sondern das Fehlen von Reformfähigkeit. Der alte Kontinent steht unter zunehmendem Wettbewerbsdruck aus anderen Weltgegenden. Will er prosperieren, muss er verkrustete Strukturen aufbrechen und das tun, was sich die EU vor zwölf Jahren am Lissabonner Gipfel ohne Erfolg vorgenommen hat: dank marktwirtschaftlichen Reformen und der Förderung von adäquater Bildung und Wissen zum wettbewerbsfähigsten und dynamischsten Wirtschaftsraum aufsteigen und die Voraussetzungen für Vollbeschäftigung schaffen.
Charles Moore er þekktur rugludallur, ógeðfelldur afturhaldsmaður, hrifinn mjög að verstu rebúblíkönum vestan hafs. Líklega fasisti.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 11:26
Tek undir með Áshildi, hvar eru stóru málin sem ríkisstjórnin ætlaði að beita sínum kröftum í? Það er eins og allt þeirra púður fari í ESB en eins og Þóra forsetaframbjóðandi sagði, að sækja um ESB aðild núna er eins og að biðja um að fá að leigja herbergi í brennandi íbúð.
Mofi, 9.6.2012 kl. 14:02
Ma eg nu heldur bidja um ogedfellda afturhaldsmenn sem tala skyrt og skorinort en oskiljanlega tyska krata sem tala um fjallatinda Lissabonsattmalans og ad systemid geti brotid sig ur rydgudum bøndum med nyju og sterkara yfirtjodlegu systemi med "dynamisku" vidskiptaumhverfi. (Tar sem audvitad almenningur fær ad gefa sinn eigin tumalputta sem hverfur i munn tottandi fjarmalajøfranna EU valdsins).
Efast um ad Haukur skilji bullid sjalfur.
Flestir skynsamir vilja lifa vel og lengi i lukku, en ekki i krukku ....stadladri i Brussel.
jonasgeir (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 14:38
Charles Moore er svona jafn leiðileg manngerð og Þjóðverjarnir Hans-Olaf Henkel og Thilo Sarrazin. Þýskan á gott orð yfir þessar týpur; "Arschlöcher."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 15:04
Leiðinlegur eða ekki.
Það er alveg nákvæmlega hárrétt sem hann segir.
Jón Gnarr er vískt skemmtilegur. En er hann að gera góða hluti sem borgarstjóri? Eh heh..
jonasgeir (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 17:15
ég var farin að sakna þessara "evran er dauð" pistla hjá þér páll. það sem þú, og fleiri, ætla aldrei að skilja er að evran deyr ekki fyrr en feita kellingin hefur sungið. í þessu tilviki er angela merkel feita kellingin.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 18:08
Eg er sammála Jónasgeir að ofan. Leiðinlegur eða ekki, já hvaða máli skiptir það? Og ´rugludallur´??
Elle_, 9.6.2012 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.