ESB-aðild eykur fáfræði

Lykilsetning í könnunarfréttinni er eftirfarandi:

Samkvæmt svörum þátttakenda í könnuninni telja fleiri Íslendingar sig vel upplýsta um Evrópumál en almenningur í löndum ESB gerir.

ESB-sinnar á Íslandi, sem telja könnunina rök fyrir meiri ,,upplýsingum" frá Evrópustofu og viðlíka aðilum, sjá ekki skóginn fyrir trjánum. ESB-aðild yki fáfræði Íslendinga enda vill Evrópusambandið staðla íbúa álfunnar.


mbl.is 56% telja sig illa upplýst um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll miðstýring krefst stöðlunar, heftingar og að lokum þröngsýni og fáfræði

Dagur (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 18:23

2 identicon

Í þágu vandaðrar fræðslu um ESB hvet ég fjölmiðla, sem leita álits sérfræðinga á málefnum sambandsins, til að láta fylgja hverri slíkri skýringu eina málefnalega setningu, sem gæti verið á þessa leið: "Jón og vinnuveitandi hans hafa aldrei þegið styrki frá ESB." Eða svona: "Vinnuveitandi Gunnu hefur undanfarin fimm ár notið styrkja frá ESB." Það væri einfalt og heiðarlegt að láta slíkt koma fram, og margar fréttir eru einmitt settar á líkan hátt í samhengi. Þá geta lesendur eða áheyrendur til dæmis sagt við sjálfa sig: "Þetta hljómar vel hjá Jóni, en til vonar og vara ætla ég líka að hlusta á Gunnu."

Auk þess leyfi ég mér að benda stuðningsmönnum ESB-aðildar á, að innganga í sambandið verður trauðla aftur tekin. Það yrði að minnsta kosti miklu erfiðara en að hefja nýjar viðræður síðar. Þess vegna hvílir það á þessum stuðningsmönnum að afla sér einstaklega góðrar vitneskju. Ef þeir ná ekki þeim árangri, komast ekki yfir öll mikilvæg atriði eða skilja þau ekki nægilega, ættu þeir að íhuga að segja í þessari lotu nei. Það er bara eðlileg og ábyrg afstaða, ef menn standa frammi fyrir því að gera stóran samning, án þess að skilja til fulls afleiðingar hans eða smáa letrið. Af hruninu getum við að minnsta kosti svo mikið lært, að varlega á að treysta sérfræðingum, sízt þeim sem þiggja greiðslu fyrir að gera gylliboð eða hafa orðspor sitt í húfi.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 19:25

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Leirétting:

Einstefnuvaðall um sama efnið daginn út og inn án minnstu blæbrigða eða vinkla, elur á fáfræði og þröngsýni.

Og þar er síðuhafi að brillera.

hilmar jónsson, 8.6.2012 kl. 20:18

4 Smámynd: Elle_

Hilmar, les maður vanalega ´daginn út og daginn inn´ það sem þeir sem maður fyrirlítur fyrir ´einstefnuvaðal´ skrifa?  Það yrði að draga mig nauðuga viljuga til að gera slíkt.

Elle_, 8.6.2012 kl. 21:41

5 identicon

Páll skrifar um könnun á þekkingu fólks. Mér finnst nú ekki nógu málefnalegt hjá Hilmari Jónssyni að tala í því sambandi um "einstefnuvaðal um sama efnið daginn út og inn," sem ali "á fáfræði og þröngsýni." Því að könnunin er ekki frá Páli, heldur ESB, sjálfsagt eins vönduð og blessað fólkið í Brussel hefur burði til, og það var fyrst að birta hana í dag. Þótt við séum mikið á móti ESB, Hilmar, getum við ekki afgreitt mýju könnunina þeirra svona snautlega.

Sigurður (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 21:45

6 identicon

Á sama tíma og rúmur helmingur þjóðarinnar telur sig illa upplýstan um Evrópumál erum við í samningaviðræðum við ESB. Góður meirihluti þjóðarinnar er á móti inngöngu í Evrópusambandið og skv. því eru Þeir á móti án þess að vita um hvað málið snýst. Blaðamaðurinn sem rekur þessa síðu veit kannski um hvað málið fjallar en hann ætti þá að sýna þá virðingu við starsheiti sitt að upplýsa illa upplýsta íslendinga.

Ég er sammála Sigurði með einfalda, vandaða og HLUTLAUSA unfjöllun um Evrópumál þar sem dregin eru fram kostir og gallar ýmissa mála. 

ásvaldur (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 09:22

7 identicon

Gaman að því þegar Hilmar Jónsson skammast yfir þráhyggju, maður sem getur varla sest við lyklaborð án þess að blogga um Davíð Oddsson; Googleleit skilar mörg hundruð bloggum Snjólfs þar sem Davíðs er getið - þvílíkur einstefnuvaðall! (Takið eftir því að Hilmar hefur gert óvirk hundruð bloggfærslna um Davíð til að fela slóð sína, en Google man allt ...)

Hversemer (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 09:26

8 Smámynd: Elle_

Ásvaldur, ég las ekki það sama og þú út úr orðum Sigurðar sem er jú harður á móti.  Hann sagði að það hvíldi á ESB-stuðningsmönnum að afla sér einstaklega góðrar vitneskju.  Og að koma ætti fram í þágu vandaðrar umfjöllunar um sambandið í fjölmiðlum hverjir þeirra sem um það fjölluðu hefðu fengið styrk þaðan. 

Og ég skil ekki hvað þú ert að saka Pál um.  Hann og margir aðrir og þar á meðal Evrópuvaktin, Heimssýn, Vinstrivaktin hafa skrifað óteljandi vandaða pistla um þetta mál meðan það eina sem við fáum frá ríkisstjórninni er lygin um að verið sé að kíkja í niðdimman poka sem ekki neitt er í nema lög og yfirráð Evrópusambandsins.  Páll benti meðal annars á eftirfarandi:

First, it is important to underline that the term “negotiation”
can be misleading. Accession negotiations
focus on the conditions and timing of the
candidate’s adoption, implementation and application
of EU rules – some 90,000 pages of them.
And these rules (also known as “acquis”, French for
“that which has been agreed”) are not negotiable.
For candidates, it is essentially a matter of agreeing
on how and when to adopt and implement EU rules
and procedures. For the EU, it is important to obtain
guarantees on the date and effectiveness of each
candidate’s implementation of the rules.

Understanding Enlargement - European Commission - Europa

Ætli skýrasta og öruggasta leiðin til að fræðast um yfirtöku Brussel sé nú ekki bara að lesa yfir 90 þúsund blaðsíður af lögum og sáttmála Brussel við sambandsríkin?

Elle_, 9.6.2012 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband