Samfylkingin, sértrú og Stór-Evrópa

Samfylkingin óskar sér Ísland í Stór-Evrópu, sem á að reyna að smíða utanum evruna. Samfylkingin veit að fenginni reynslu að forsendur flokksins til að vaxa og dafna hér á landi eru takmarkaðar.

Ítök Samfylkingar í íslensku samfélagi eru lítil og eftir því sem sértrúareinkenni flokksins taka á sig afdráttarlausari mynd verður fólk fráhverfara.

Fullveldi Íslands er Samfylkingunni þyrnir í augum þar sem valdakjarni flokksins veit að möguleikarnir til að sitja til langframa í stjórnarráðinu eru hverfandi. Þá er betra að flytja fullveldið til Brussel og fá tækifæri til að sækja um þægilega innivinnu hjá bákninu þar.

Fullveldi Íslands, mælt sem atkvæðavægi í leiðtogaráðinu, verður 0,8 prósent í Evrópusambandinu en það finnst samfylkingarforkólfum aukaatriði.


mbl.is ESB framtíðarinnar er markmiðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samála. Þetta eru bófar og landráðsmenn.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 21:09

2 identicon

Gott hjá þér Sveinn Dagur, Nú skora ég á ykkur kynslóðina sem er að fara að taka við þjóðfélaginu hér á Íslandi og láta til ykkar taka og koma þessu fólki sem er á Alþingi í skilning um það í hvernig þjóðfélagi þið viljið lifa í framtíðinni. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband