Þjóðríkið, markaðurinn og velferðin

Kapítalismi er eina viðurkennda efnahagsmódelið á Vesturlöndum nú um stundir. Þótt útfærsla markaðshyggjunnar er með ýmsu móti er deilan um ríkisrekstur andspænis einkarekstri afgreidd - enginn með viti boðar stórfellda ríkisvæðingu atvinnulífsins.

Að sama skapi er velferðarríkið óumdeilt markmið nærfellt allra stjórnmálahreyfinga í Evrópu. Umdeilt er hversu víðtækt velferðarkerfið eigi að vera en ekki að grunnþjónusta á sviði menntunar og heilbrigðis eigi að vera öllum tiltæk.

Á milli markaðarins og velferðarríkisins er innbyggð togstreita. Markaðurinn sér gróðavon í velferðarkerfinu sem á móti hefur tilburði til að þenjast út. Almannaþjónustan verður ekki fjármögnuð án atbeina atvinnulífsins sem þarf að blómstra með sem minnstum ríkisafskiptum.

Hvert samfélag þarf að finna sína eigin málamiðlun milli markaðar og velferðar. Málamiðlunin tekur mið af félagsgerð viðkomandi samfélags og sögu og menningu. Þjóðríkið er eini vitræni vettvangurinn fyrir þessa málamiðlun.

 


mbl.is Rofin sátt opnar öfgum leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"The spectre of 1932: How a loss of faith in politicians and democracy could make 2012 the most frightening year in living memory".

http://www.dailymail.co.uk/news/article-2080534/Loss-faith-democracy-make-2012-frightening-year-ever.html

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 09:34

2 identicon

Sæll.

Ég vil benda á að kapítalismi er ekki stundaður á Vesturlöndum nú um stundir. Þeir sem halda það vita ekki hvað sú stefna hefur í för með sér. Kapítalisma má ekki rugla saman við korporisma.

Það er engin þörf á að finna málamiðlun milli markaðar og velferðar, óheft markaðshyggja tryggir mesta velferð. Velferðarríki nútímans sjá ekki um neina velferð! Það er ekki velferð að þú borgir fyrir mig. Það er ekki velferð að koma upp kynslóðum fólks sem liggur á félagslega kerfinu. Er hið mikla atvinnuleysi velferð? Nei, það er afleiðing af velferðarkerfum Vesturlanda. Velferðarkerfin eru tifandi tímasprengja sem enginn virðist þora að snerta :-(

Helgi (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband