Fimmtudagur, 7. júní 2012
Við þurfum fullorðinn forseta
Ríkisstjórnin, sem er ekki með meirihluta á alþingi, teflir stjórnarskránni á tæpasta vað og vill leigja herbergi í brennandi ESB-húsi og til viðbótar kemur undirstöðuatvinnuvegum landsins í uppnám, er til alls vís.
Við þurfum forseta sem getur staðið í ístaðinu þegar þörf krefur og synjað misbeitingu ríkisstjórnarinnar á almannavaldinu.
Ólafur Ragnar er slíkur forseti.
Ekki víst að tækist að mynda stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og þann sem hefur þessa heimsmynd (með eigin orðum):
http://blogg.smugan.is/ingimarkarl/2012/06/06/puntudukka-skrautsyning-2007/
Nei, takk!
Badu (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 20:48
Flón. Þegar annað þrýtur er gripið í fullorðins frasann...
Reyndu aftur Páll, þú getur betur..
hilmar jónsson, 7.6.2012 kl. 20:49
duuuuhhh ! Þjóðin er glötuð ef Ólinn deyr.
Það er þó ekki víst að svo verði því sumir minnsta kosti virðast halda hann ódauðlegan frelsara.
drilli, 7.6.2012 kl. 20:51
Ekkert merkilegt hjá Páli Vilhjálmssyni hér, en núverandi forseti er búinn að segja, að hann gefi kost á sér sem pólitískan forystumann !
Er það þannig sem Páll sér vin sinn Ólaf Ragnar ?
JR (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 20:56
Gleymdi einu, Ólafur Ragnar er ekkert í framboði til forseta !
Ólafur Ragnar er enn á ný á baki konu , ég og Dorit !
JR (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 21:00
Sammála þér Páll Ólafur er slíkur forseti, og það sýndi hann svo sannarlega í kvöld.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 21:18
Hvað sýndi hann þér Ásthildur ?
Að með jafnri blöndu af hræðsluáróðri og sjálfsupphafningu sé allt hægt ?
hilmar jónsson, 7.6.2012 kl. 21:23
Nei aldeilis ekki hann svaraði öllum spurningum vel og kom hvergi af fjöllum, hann setti meira að segja spyrlana á réttan stað, þegar þau reyndu allt sem þau gátu að hengja hann. Það var flott gert, slíkan mann þurfum við einmitt núna á Bessastaði sem lætur ekki kveða sig í kútinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.6.2012 kl. 21:26
Hefi aldrei á langri ævi kosið Ólaf Ragnar Grímsson.
Nú mun ég gera það !
Hversvegna ?
Jú, maður sem einn og óstuddur, neitaði að setja HUNDRUÐ MILLJARÐA skuldabagga á herðar afkomenda okkar, á mikinn heiður skilinn.
" Heiður þeim sem heiður ber".
Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 21:44
Það er um að gera að klappa Forseta vorum á bakið, hrósa honum fyrir Icesave o.s.frv. Hnikkja svo út í restina á nauðsýn þess að koma fiskveiðistjórnarmálum í þjóðaratkvæði.
Birgir Kristbjörn Hauksson, 7.6.2012 kl. 21:49
Hvaðan kom þetta JR? Staðreyndin er, ef við værum að kjósa forseta í venjulegu árferði,væri Ólafur ekki í framboði. Það óvenjulega er að landinu er stjórnað,af einskonar leppstjórn Evrópusambandsins. Hér ganga inn og út,commisserar Esb.,koma sér upp sendiráði og haga sér á allan hátt eins og yfirþjóðlegt vald hér í fullvalda ríki. Frézt hefur að þeir búi svo vel að eiga þó nokkuð klink.til styrktar landssöluliðinu. Ég kýs Ólaf sökum kosta hans,læt það nægja um hann. En ósköp var honum Ara mikið í mun að ,,skvetta skyri,, á forsetann okkar. Hann greyp ólundarlega framm í,þegar forseti var að svara uppáhalds aðfinnslu mótherja hans, með orðunum "Við höfum heyrt þetta áður". Hélt hann virkilega að hann væri kominn í framboð til þings.Einkennilegt eftir að hafa heyrt hann ítreka að forseta bæri að varast að líkja eftir töktum þingsins. Nei, ekki leyfist að segja það sama aftur,þótt ítrekað sé spurður um það sama aftur og aftur.
Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2012 kl. 21:59
Gaman að sjá að Hilmar stóryrðameistari er komin hér að saka menn um frasanotktun þú hefur hvergi getað skýrt út hversvegna þú kallar Hr Ólaf "forsetaræfill" og hægt væri að taka fleiri svona stóryrði án röksemda úr athugasemdun þínum og bloggi
sæmundur (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 22:40
Samfylkingarsnudar alveg ad tapa ser.
Tapast hefur fe betra.
Olafur a studning allra skilid eftir afrekid ad bjarga tjodinni fra Svavarssamningi med samfylkingarbragdi.
jonasgeir (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 22:50
Niðurstaðan af umræðunum í kvöld voru eftirfarandi:
1. Rétt að óska Ólafi til hamingju með endurkjörið.
2. Að ekki er hægt að bjóða fram fótósjoppaða frambjóðendur eins og Þóru.
3. Tími til kominn að aflúsa Rúv af þessu Samfylkingarstóði, sem gerir grín að öllu sem kemur nálægt hlutleysi og sanngirni.
4. Að snáðinn eigi að drífa sig beint út til Noregs aftur, og bjóða sig fram til kóngs.
5. Að Andrea og Herdís eru flottar konur sem eiga að koma meira að þjóðmálum íframtíðinni.
6. Að hafist verði handa við það strax, að dæla geðdeyfðarlyfjum í Samfylkingarlýðinn, enda er hann farinn af taugum og æðir um stefnulaust og eys fúkyrðum yfir allt og alla.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 23:07
Forsetinn stóð sig avar vel, hann hefur sömu sýn á vanda þjóðarinnar og við flest hin eða 80%. Forseta frambjóðendur eru avar veikir, nema þá helst Herdís. Ari Trausti olli mér miklum vonbrigðum. Mér datt í hug meðan ég horfi á þáttinn ;Baráttan um Bessastaði;., hvort þetta fólk hefði virkilega eitt og óstutt, bara svona out of the blue yfir eldhúsvaskinum, ákveðið að vilja verða forseti Íslands:)
Skil ekki alveg hvervegna Ruv. er að tönglast á gamalli könnunn, það var gerð könnunn 3.júní eftir þáttinn á stöð 2 sem sýndi gjörólíkar niðurstöður, þar hafði fjölmiðlakonan beðið mikið afhroð.
gudno, 8.6.2012 kl. 00:35
...ekki gleyma Dorrit, Páll.
Jóhann (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 00:36
Nei Jóhann-a, þú stingur ekki undan Ólafi.
Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2012 kl. 00:56
"Það fer um mann öryggis og fagnaðarbylgja,þegar okkar vinsælu höfðingjar eru á meðal okkar. Það var fagnaðarefni þegar forseti vor varð við óskum okkar að verða það áfram."
...segir Helga.
vinsælu höfðingjarnir eru líklegaÓRG og Dorrit.
Af hverju ekki bara konungsveldi utanum þau hjúin?
Jóhann (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 01:03
Ja, hér opinberast vitundarinnar tregamál,komdu í okkar lið Jói minn.
Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2012 kl. 01:33
Ég hlustaði einnig á þáttinn, Baráttan um Bessastaði og verð að segja að enn og aftur stóð forsetinn okkar sig afar vel. Ég skil ekki þá áráttu hjá fólki að ef það finnur sig minnimáttar í rökræðum við/um forsetann þá hendi það ónotum um Dorrit forsetafrú. Dorrit er konan hans Ó.R.G. og hreinlega ekkert að því að forsetinn tali um hana. Þökkum heldur Dorrit fyrir að veita þjóðinni fjögur ár enn af lífi þeirra hjóna. Hún hefur staðið sig með stakri prýði og þjóðinni til sóma hvar sem hún kemur,og er meiri íslendingur en margir t.d. á Alþingi sjálfu.
Aftur um þáttinn á RUV þá verð ég að segja að Herdís stendur sig mjög vel, og vildi ég gjarna sjá hana sem arftaka Ólafs, Ari Trausti olli mér hinsvegar miklum vonbrigðum.
Sandy, 8.6.2012 kl. 08:42
Já við þurfum fullorðinn forseta, ekki aldrað gamalmenni sem er farinn að hafa allt á hornum sér.
Það verður frábært þegar Hr. ÓRG verður a´Bessastöðum á sama tíma að ári og Sjálfstæðismenn taka við völdum og gera aftur gagngerar breytingar á kvótamálum þjóðarinnar LÍÚ og öðrum hagsmunagæsluaðilum til hæfis. Svífandi um á bleiku skýi.
Ásvaldur (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 22:59
þÞegar stillt er upp TVEIMUR valkostum er einfaldlega verið að stilla upp til STRÍÐS, við á móti þeim, og engin grá svæði þarna á milli, en þetta er það sem fasískir fjölmiðlar í anda stöð 2, sem rak Sigmund fyrir að ætla að koma upp um bankana fyrir hrun, stunda markvist til að sundra þjóðum og heilaþvo þær. Það sem Herdís segir er allt satt, enda er hún hámenntuð og fluggáfuð kona, ekki einhver ljóska sem er atvinnu strengjabrúða þessara sömu fjölmiðla og eru nú að reyna að heilaþvo heimskasta hluta landsmanna, þann sem er minnst menntaður (ekki í merkingunni skólaður endilega, heldur bara verst lesinn og með minnsta þjálfun í að nota heilabúið, sökum skorts á sjálfstæðri hugsun) og með lægstu greindarvísitöluna til að kjósa þessa sömu ljósku. Alvöru fólk kýs Herdísi eða Andreu. Ari Trausti var einu sinni fínn en honum hefur förlast mikið og á ekki lengur erindi. Hermann er eins konar mini-Þóra, sammála henni í einu og öllu, en hefur ekkert til málanna að leggja. Heilaþveginn kjáni, sem ólíkt Þóru, hefur ekki vísvitandi selt sál sína þessu heilaþvotts öflum, heldur líkt og flestir kjósendur Þóru bara gert það óvart sökum skorts á hugsun. Herdís er heimsfrægur lögfræðingur sem nýtur virðingar starfsfélaga sinna um allan heim og veitir þeim forstöðu á alþjóðavísu. Hún er kona sem tekið er mark á. Andrea hefur bjargað þúsundum heilila frá hruni með Hagsmunasamtökum heimilanna. Þóra er bara stelpukjáni sem hefur ekkert merkilegra að flagga en börnum (sem er einstaklega kvenfjandsamlegt að gera að central-þema í svona kosningabaráttu) og hefur hingað til fengið laun fyrir að brosa og vera viðeigandi og lesa handrit, og ætlar að halda það áfram. Þeir sem kjósa hana skiptast í tvo hóða, en það eru auðvitað bara braindead zombies og kvenhatarar, og það er sorglegt, og hins vegar þeir sem álíta þjóðina almennt vera slíka braindead zombies, og ætla að kjósa Þóru því þeir álíta að sökum heimsku annarra landsmanna eigi hún ein séns, og því þess virði að svíkja lýðræðið og réttlætið með því að kjósa hana, bara til að vera Á MÓTI Ólafi Ragnari, en þegar slíkt fólk, sem er á MÓTI einhverju í stað þess að vera með einhverju, ræður of miklu í neinu samfélagi, þá verður óhjákvæmilegt niðurrif og afturför, því svona hugsunarháttur veldur stöðnun og skilar engum árangri, og á endanum veldur hann algjöru niðurbroti.
Í boði eru tvær afburðarkonur. Baráttukona og hugsjónakona á landsvísu, hún Andrea, sem hefur sem höfuð Hagsmunasamtaka heimilanna um langt skeið unnið þúsundum heimila mikið gang, og síðan lögfræðingur á heimsmælikvarða og séní sem heitir Herdís, hugrökk kona sem er tilbúin að láta verkin tala. Síðan er í boði innantóma ljóskan Þóra, sem hefur sem fjölmiðlakona í landi sem hefur einhverja ófrjálsustu fjölmiðla heims, sem eru á hvað fæstum höndum sem beintengdustu fasíska armi auðvaldsins sem þekkist á Vesturlöndum (svo mjög að í raun má leiða líkum að því að fjölmiðlalögin sem Dabbi ætlaði að setja hefðu í raun komið í veg fyrir hrunið, þó hann kunni að hafa látið leiðast af öðrum hvötum en góðum einum, þá hefðu fjölmiðlar aldrei náð að svæfa og heilaþvo landanna svo mjög og slá skjaldborg þöggunnar um auðmenn og glæpi þeirra (enda margir góðir menn aðrir en Sigmundur reknir úr starfi fyrir að ætla að dirfast að rjúfa þagnarmúrinn, þó fáir hafi verið nógu hugaðir til að segja frá eftir allar hótanirnar) en nú vilja þessir sömu fjölmiðlar heilaþvo skrýlinn til að kjósa meinlausa ljósku sem hefur þegar fengið þjálfun á vegum fjölmiðla sem viljalaus strengjabrúða auðvaldsins og þöggunnaraflanna.
Ég er að velja milli Andreu og Herdísar. Allt almennilegt og gott fólk er í sömu sporum. Þegar þögull leiðir þögla þá ræður þöggunin ríkjum og fjölmiðlar hennar munu þá innleiða hér einræði og fasisma.
Páll (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.