Valdið í fyrstu persónu eintölu

,,Ég mun reyna að vanda mig við að láta stórútgerðarmenn ekki gjalda þessara aðgerða þótt mér þyki þær ekki viðeigandi. En ég mun sannarlega ekki láta þá njóta þeirra heldur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Alþingi í dag.

Á tímum einveldis var valdið í fyrstu persónu fleirtölu og eimir enn af því: Bretadrottning segir ,,okkur er ekki skemmt"  þegar hún lætur í ljós vanþóknun. Fleirtalan vísar til samtvinnun konungsvalds og þegna.

Steingrímur J. býr hvorki að fágun né hófstillingu. Hann segir með hnefann á lofti ,,ég mun" þetta og hitt.

Vald í lýðræðisríki er ekki í fyrstu persónu eintölu. Orðfæri Steingríms J. kemur upp um sérkennilegan hugarheim formanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Vald í lýðræðisríki er þjóðarinnar og hefur svo verið frá dögum frönsku byltingarinnar. Stjórnmálamenn sem persónugera valdið í sjálfum sér eru vanhæfir til að fara með umboð almennings.


mbl.is Reynir að láta útgerðina ekki gjalda aðgerðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hendur títt, þá einhverjir hafa setið óralengi við arineld valdanna, að þeir verði haldnir smátt og smátt, því sem Freysteinn Gunnarsson skólastjóri, þýddii á sínum tíma "STÓRGIKKSÆÐI ( úr dönsku "storhedsvanvid).

 Þarf nokkuð að rifja upp orð Frakkakonungs forðum ? " Ríkið, það er ég" !

 " Okkur er sannarlega ekkert skemmt" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 13:46

2 identicon

Vel athugad, enn einu sinni.

Svona menn hafa i gegn um søguna alltaf ordid frægir fyrir ad lata tegna sina gjalda tungt.

Serstaklega ef teir segjast ætla reyna ekki.

Gud hjalpi Islandi!

jonasgeir (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 14:04

3 identicon

Valdníðsla og virðingarleysi er það eina sem þessi maður kann og skilur.

Rósa (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 14:29

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við erum á stóra sviðinu,sjáum dramakomic ,, kóngur og kotungar,. fer þetta ekki að taka enda? Tökum upp gamlan sið,klöppum það niður.

Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2012 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband