Fimmtudagur, 7. júní 2012
Evran of stór til að falla... jamm
Evru-elítan, með öll einkenni sértrúarhóps, reynir að viðhalda óbreyttu ástandi en það eru merki víða evrulandi um uppreisn almenning, skrifar Peter Oborne í Telegraph. Næsta mælistika á viðhorf almennings kemur daginn eftir þjóðhátíðardag Íslendinga en þá ganga Grikkir að kjörborði.
Frankfurter Allgemeine veltir fyrir sér hvað gæti orðið um evruland eftir grísku þingkosningarnar. Elítan sem ber ábyrgð á evrunni vill lausn sem felur í sér ,,meiri Evrópu" þar sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins verður ríkisstjórn landanna 17 sem mynda evru-svæðið.
Tvennt kemur helst í veg fyrir myndun Stór-Evrópu utanum evruna. Í fyrsta lagi myndi það formlega kljúfa Evrópusambandið sem alls telur 27 þjóðir. Þjóðverjar, sem í reynd ákveða framtíð evrunnar, væru þar með að múra sig inni með Suður-Evrópu en fyrir utan stæðu Bretland, Norðurlönd og Pólland. Í öðru lagi er sáralítill áhugi meðal almennings á lausnum sem byggja á ,,meiri Evrópu."
Die Welt færir í letur aðra framtíðarsýn, ,,minni Evrópa," þar sem skorður eru reistar við yfirþjóðlegu valdi til að þjóðríkið geti starfað í sátt við siði og venjur íbúanna.
Evru-elítan mun hóta efnahagslegum hamförum ef gjaldmiðlinum verði fórnað með þeim rökum að evran er of stór til að falla. Hin hliðin á myntinni er sú að gjaldmiðilli sem ekki nýtur trausts á sér ekki langra lífdaga auðið. Íbúar Suður-Evrópu hamstra evrur í heimalandinu og flytja þær í banka og fasteignir í Noður-Evrópu einmitt vegna þess að þeir treysta ekki að evra á Spáni haldi verðgildi sínu til jafns við evru í Þýskalandi.
Evran er pólitískt verkfæri sem líður fyrir skort á pólitískum stuðningi. Evrunni verður ekki bjargað.
Evrukreppa lengir höft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
palli (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 10:07
Ég staðset mig hér,hetjan, ætla að taka af fallið svo detti ekki á næstu færslu.
Helga Kristjánsdóttir, 7.6.2012 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.