Mánudagur, 4. júní 2012
Evruland eða ekkert ESB
Valið stendur um að evru-löndin 17 sameinist í Stór-Evrópu með sameiginleg ríkisfjármál og helstu stofnanir sem þarf til ríkjamyndunar eða að Evrópusambandið heyri sögunni til. Á þessa leið stilla embættismennirnir í Brussel upp skuldavanda evru-ríkjanna gagnvart Þýskalandi. Og Þjóðverjar vita hverjum klukkan glymur.
Das Ende der deutschen Illusion, skirfar Spiegel,
Das Ende der Nachkriegszeit für Deutschland, segir í Welt.
Embættismannaelítan í Brussel er komin á þá skoðun að þau 17 lönd af 27 í ESB sem nota evruna verði að stórauka Evrópu-samrunann þótt það feli í sér að löndin tíu sem utan standa við evruna verði viðskila.
Hvort Þjóðverjar séu tilbúnir að kveðja bandamenn sína í Norður-Evrópu, s.s. Breta og Svía, og taka í fjármálalegt fóstur ósjálfbjarga Suður-Evrópu er alls óvíst.
Hitt er deginum ljósara að Ísland á ekki að koma nálægt uppgjöri Evrópusambandsins. Afturköllum ESB-umsóknina strax.
Okkur mun ekki mistakast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stjórnmálamenn í suður Evrópu sjá það fyrir sér, að fullkominn samruni evruríkja í eina kennitölu, reddi skuldafjallinu, enda yrðu betur stæð ríki norðar orðin ábyrg fyrir skuldum þeirra syðri. Og í framhaldi kemur sú krafa, að gæðunum norðar verði bróðurlega skipt suður, svo lífkjör verði "jöfn"
Við Íslendingar allir erum ábyrgir fyrir velferð vestfirðinga, þó svo að þeir hafi glutrað niður veiðum og vinnslu á heimaslóð. Fyrst létu þeir reka á reiðanum og létu kvótann fara úr heimabyggð, meðan önnur svæði, eins og Vestmannaeyjar gripu gæsina, tóku lán, fjárfestu og keyptu, og síðan hafa vestfirðingar kvartað hástöfum yfir óréttlæti heimsins.
Nú á að rústa því skilvirka og hagkvæma fiskveiðistjórnarkerfi sem við búum við, til þess að færa kvartendum á vestfjörðum kvótann, sem þeir voru búnir að selja frá sér. Vestmannaeyingar þurfa sem sagt að færa fórnirnar, til þess að bæta vestfirðingum upp sitt klúður. Á sama hátt og þýskir skattgreiðendur þurfa að skerða sín lífskjör til að greiða skuldir Grikkja og halda uppi ósjálfbærum lífkjörum þeirra.
Hún blómstrar vinstrimennskan sem aldrei fyrr. Útjöfnun eymdarinnar er að ná hámarki sínu.
Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 15:27
"Jawohl, das Endeder deutschen Illusion" - Þó hlæja þeir báðir hátt í dag ( þar sem þeir eru líklega báðir í því neðra) Bismark og Dolli ( Adolf Hitler)"Gross Deutchland" við sjóndeildarhringinn !
Hvað blessaða Vestfirðingana varðar, eru þeir sínir eigin ógæfusmiðir.
Seldu kvótann á snarvitlausum tíma, og þrátt fyrir stórbættar samgöngur, fækkar íbum svo ört, að minnir á " 10 litla negrastráka" !
Megi hinsvegar Samfylkingin halda áfram sinni baráttu fyrir inngöngu í ESB. Því lengur sem sú barátta þeirra stendur, því örar fækkar kjósendum !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 17:40
Hilmar, á nú að fara að ýfa upp landshlutameting. Stór hluti Reykjavíkur byggðist upp af gjaldeyri frá sjávarplássum vítt um landið,meðal annars frá Vestfjörðum. Hef meira að segja en verður að bíða.
Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2012 kl. 17:45
Minni á að það er líka verið að níðast á Grikkjum af evrópskum og mest þýskum bönkum. Það er þeirra ICESAVE og ekki hægt að kalla það allt skuldir Grikkja þó Jóhanna hafa kallað ICESAVE ´okkar skuld´.
Elle_, 4.6.2012 kl. 19:19
Helga, er þá ekki málið að flytja hluta af Reykjavík, til þeirra sem væla? Flytjum eignir vestur, og skiljum skuldir eftir hér syðra. Ég geri þá bara ráð fyrir því í mínu bókhaldi, að minn fíni bíll verði fluttur vestur og afhentur þar einhverjum vælanda. Ég held svo að sjálfsögðu áfram að greiða afborganir af honum. Fyndnast væri nú, ef ég hefði keypt þennan bíl af þeim sama vælanda, og tekið lán fyrir kaupunum.
Elle, það er mál Grikkja hvort þeir undirgangast ofbeldi ESB. Við sögðum nei við Icesave. Grikkir geta sagt nei við ESB. ESB sinnar reyndu af öllum mætti að telja Íslendingum trú um að við yrðum Kúba norðursins, norðu Kórea Evrópu, o.sv.frv. Íslenska þjóðin gerði hinsvegar engin mistök, og hafnaði þessu rugli. Það er mál Grikkja að koma sér út, og segja nei. Grískir stjórnmálamenn vilja að sjálfsögðu segja já, enda er það ávísun á, að einhver annar endi uppi með reikninginn, og þeir geti haldið áfram á sömu braut.
Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 19:59
Auðvitað eigum við ekki að blanda okkur í vandamál ESB.
Við höfum nóg af innanlandsvandamálum til þess að vinna úr.
Ekki síst þetta með kvótamálin. Eins og Hilmar nefnir hér að ofan. Voru það ekki pólitíkusar sem leyfðu sveitarfélögunum sínum að selja frá sér gjafakvótann?
Svolítið merkilegt einmitt að sjá Grímseyinga, sem héldu fast í sitt, standa með LÍÚ.
Hugsið aðeins út fyrir rammann, gott fólk.
Kolbrún Hilmars, 4.6.2012 kl. 20:16
Hilmar, ég er sammála að það sé mál Grikkja að segja NEI. Hinsvegar óttast ég að gríska þjóðin fái engu um það ráðið þó það hafi ekki verið allra þeirra skuld. Óttast að pólitíkusar bara nauðgi þessu yfir grískan almenning eins og írskan almenning og eins og okkur var ætlað að þola meðan Johanna básúnaði um heim allan að við ´STÆÐUM SKO VIÐ SKULDBINDINGAR OKKAR´.
Elle_, 4.6.2012 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.