Mánudagur, 4. júní 2012
Ólafur Ragnar kennir Össuri lexíu
Norður-Evrópa stendur utan evru-samstarfsins og tekur þar með ekki þátt í því pólitíska verkefni stóru meginlandsþjóðanna að smíða Stór-Evrópu. Færeyjar, Bretland, Noregur, Svíþjóð og Danmörk standa utan evru-samstarfsins.
Ólafur Ragnar bendir réttilega á að höfuðábyrgðarmaður ESB-umsóknar Íslands, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, er illa að sér í utanríkispólitískum meginlínum þegar hann tekur ekki með í reikninginn mat nærumhverfis Íslands á þróun Evrópusambandsins.
Ólafur Ragnar afhjúpar veikar undirstöður ESB-umsóknar samfylkingarhluta ríkisvaldsins. Össur og ESB-sinnar eru í felum og þora ekki í umræðuna enda stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þeirra.
Eðlilegt að gefa upp afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað vilja þau sleppa við að skíra út 4x4 gönuboðhlaupið,haldandi að enginn tæki eftir þjófstartinu. Þetta er myndrænt,sé fyrir mér Jóhönnu leggja af stað með keflið,Össur er seinastur og örmagna.
Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2012 kl. 10:59
Mér kemur raunar ekkert við hvaða afstöðu Ólafur né annar frambjóðandi hefur til stórra álitamála. Sú afstaða á aldrei að ráða því hvort mál fari í þjóðaratkvæði eður ei. Forseti getur ekki upp á sitt einsdæmi hafnað frumvörpum af því að hann hefur ákveðna skoðun á þeim. Hann á að vera rödd þjóðarinnar og á að höggva á hnútinn ef alþingi ætlar að ganga gegn meirihluta þjóðarinnar og stofna sátt og fríði í hættu, eins og ítrekað hefur gerst.
Málskotsrétturinn er ekki persónulegur réttur hans heldur þjóðarinnar. Þann rétt má ekki misnota og aldrei taka af, þótt báðir vængir stjórnmálanna séu ósáttir við hann. Ef hann hverfur verður ekki lýðræði á Íslandi.
Það er alltaf hætta á að skoðanir forseta gangi gegn vilja þjóðarinnar og að hann komist til valda til að þjóna þröngum hagsmunahópi. Annað eins hefur gerst í hinum stóra heimi.
Sú staðreynd að Ólafur hefur hingað til sýnt að hannn þori gegn þinginu vegna þrýstings meirihulta þjóðarinnar í málum sem hafa pirrað báða vængi stjórnmálaflokkanna, sýnir mér að hann hefur þetta hlutleysi að leiðarljósi.
Hann má alveg gefa upp skoðun sína á málum, en ef hann er að gera það í þeirri von um að auka fylgið sitt, þá er hann ekki að akta með betri vitund, heldur skruma.
Forseti er fulltrúi fólksins í landinu og ber að lúta vilja þess án tillits til persónulegra skoðana.
Þessi kosningabarátta er komin út um víðan völl í málum sem snerta ekki grundvallaratriðin. Ég skynja þó af hverju Ólafur hefur gengið svo langt að opinbera sitt álit í þessu máli. Það er einfaldlega til þess að svæla fram viðhorf Þóru, sem neitar að gefa viðhorf sín upp.
Sú afstaða hennar sýnir að hún hefur eitthvað að fela og staðfestir grun margra að hún sé einmitt forsetaefni sem ber að forðast þar sem hún virðist þjóna þröngum hagsmunahóp, sem berst fyrir málefnum, sem ganga þvert á vilja þjóðarinnar.
Vantraust á henni vegna stjórnmálatengsla og tengsla við fjölmiðla er það sem hefur gert þessar kosningar að hálfgerðum farsa. Rétt eins og vantraust til minnihlutastjórnarinnar, sem ríkir með kjafti og klóm gegn vilja þjóðarinnar er búið að þurrka út traust til stjórnmálamanna.
Stjórnmálaflokkarnir keppast við að níða forsetaembættið og vilja losna við það af því að hann stendur gegn alræði þeirra. Fái þeir sínu fram, þá má fyrst tala um bananalýðveldi.
Ég vil vernda embættið og vald þjóðarinnar yfir mikilvægum álitamálum og á því engan annan kost en að kjósa Ólaf.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2012 kl. 12:36
Þjóðin vil ekki flokkspólitísk tengsl við forsetaembættið og það má sjá af því að þegar gamlir stjórnmálaskörungar hafa boðið sig fram, þá hefur það ekki lukkast.
Í tilfelli Ólafs, þegar hann var kjörinn fyrst, þá voru valkostirnir ekki sérstaklega hrífandi. Ástþór Magnússon, Guðrún Agnarsdóttir og Pétur Hafstein. Guðrún og Pétur töluð of líkt og Vigdís og fólk var búið að fá nóg af ættjarðarmæringum og kúltúrvelgju Vigdísar. Hún var fyrir utan og ofan Íslendinginn. Trúarstef í framboðsræðum hjálpuðu heldur ekki og áttu ekki samhljóm með jarðbundinni trúarafstöðu landans.
Ólafur hafði náð nægilegri fjarlægð á stjórnmálin, talaði af yfirvegun og var kunnugur öllum hnútum um eðli og byggingu stjórnskipunar í landinu. Hann var litríkur og Guðrún kona hans geislaði af sér góðvild og húmor og var laus við yfirborðskennd. Persónutöfrar hinna, ef einhverjir voru, náðu ekki að skyggja á þetta.
Fólkið þekkir Ólaf og treystir honum. Við vitum hvar við höfum hann og er annt um að embættið haldi þeim styrk sem hann hefur fært því í skugga aðsteðjandi ógna og kúgana. Hann hefur talað máli okkar af greind og festu og hefur réttlætt ákvarðanir þjóðarinnar útávið og náð að forðast það að líta á þessar umdeildu ákvarðanir sem sínar persónulegu ákvarðanir.
Fyrst og fremst hefur hann varið fullveldi okkar og sjálfstæði og það er í raun allt sem ég geri kröfu um.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2012 kl. 13:16
Ólafur var kosinn vegna þess að menn vildu sjá svipinn á Davíð. Það var ekkert flóknara en það.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 19:30
Þetta er merkileg söguskoðun og merkileg fullyrðing fyrir hönd 41% þjóðarinnar Elín. Hafa þessar hreytingar þínar einhverja merkingu yfirleytt. Þú virðist frekar ræða allt út frá einhverju blinduðu persónulegu hatri út guð og hvurn mann í stað þess að ræða málefnalega um nokkurn hlut. Er ekki betra heima setið en að standa í þessu mín kæra? Telur þú þessi innlegg þín þess virði í umræðunni yfirleytt til að þau teljist innlegg í málin?
Sýndu nú einhverja sómakennd.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2012 kl. 21:07
Ég ætla að vona að þú sért ekki sama Elín og var í framboði fyrir VG í Reykjavík. Þá er verr farið fyrir þeim flokki en ég ætlaði.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2012 kl. 21:09
Þér er svo mikið í mun að upphefja Ólaf að þú gerir lítið úr meðframbjóðendum hans. Hann stækkar ekki við það - satt að segja.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.