Ólafur Ragnar eini ESB-andstæðingurinn í framboði

Af frambjóðendum til embættis forseta Íslands tekur Ólafur Ragnar Grímsson einn skýrt til orða um ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins. Í frétt vísis af fundi í gær segir  eftir Ólafi Ragnari

„Það hefur ætið verið afstaða mín að það þjónaði ekki langtímahagsmunum íslendinga að ganga í Evrópumsambandið,"

Aðrir frambjóðendur eru í aðlögunarferli að Evrópusambandinu og frambjóðandi Samfylkingar, Þóra Arnórsdóttir, er einarður ESB-sinni til margra ára


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er í sjálfu sér heiðarlegt Páll að forsetaframbjóðendur lýsi því yfir að þeir vilji að þjóðin skeri úr um málið burtséð frá þeirra persónulegu skoðunum.  Það ætti aldrei að vera háð hugmyndum forsetans hvort hann sendi frumvörp áfram í þjóðaratkvæði.  Honum ber eingöngu að verða við kröfu um þjóðaratkvæði, ef hún kemur upp. Hvort sem það er krafa um inngöngu eða ekki inngöngu t.d. í þessu máli.

Þetta heitir hlutleysi og er lykilatriði í því við getum kallað okkur lýðræðisland.

Það ber á hinn bóginn líka vott um heiðarleika að forsetinn gefi sitt persónulega álit vitandi að það eitt ræður ekki úrslitum. Öll tregða til að upplýsa um afstöðu sína í mikilvægum málum er snerta stjórnskipan og samfélagsbygginguna gerir aðra tortryggilega og vekur hugmyndir um hulin markmið með framboði á meðan svona átakamál er uppi.

Ég kýs ekki Ólaf fyrir það að hann hafi sömu afstöðu og ég til málsins, heldur treysti ég honum til að sýna heiðarleika og sanngirni þegar kemur að kröfu um þjóðaratkvæði án tillits til þess hver niðurstaðan verður. Hún á að vera í hendi þjóðarinnar og sú göggunaröð er kristalklár fyrir Ólafi, en ekki eins augljós hjá hinum. 

Ef forseti telur sína afstöðu ráða því hvort fólk fái að eiga síðasta orðið, þá á hann ekkert erindi í embættið og hefur misskilið það í grundvallaratriðum.

Það má vel vera að Ólafur hafi haft prívat sannfæringu í Icesave og fjölmiðlafrumvarpsmáli, en niðurstaða atkvæðanna þarf ekki nauðsynlega að endurspegla sannfæringu hans.  

Í fjölmiðlamálinu reyndi aldrei á þjóðaratkvæðin, svo engin getur fellt sleggjudóma um sannfæringu hans þar. Í hugum hagsmunaaðila á báða bóga hefði sú niðurstaða hinsvegar verið dæmd hans sannfæring á hvorn veginn sem hún hefði fallið. Menn sjá hversu grunnhyggið það er.

Sjálfstæðismenn drógu hinsvegar fjölmiðlafrumvarpið til baka áður en á reyndi og er sá gjörningu stórlega vafasamur frá lýðræðissjónarmiði. Ég segi það þótt ég hefði kosið með því.  Það er annars kaldhæðin tilviljun að vinstriflokkarnir eru nú farnir að leggja drög að sömu skorðum og gamla frumvarpið heimtaði. Sem er vel að mínu mati en segir ýmislegt um þessa flokka.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 09:08

2 identicon

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2007/10/06/olafur_ragnar_flaug_til_kina_i_bodi_glitnis/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 09:10

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það ber vott um ömurlega þróun að báðir vængir stjórnmálanna vilja fella þessa milligöngu forsetans niður af því að báðir armar hafa verið neyddir til að lúta vilja þjóðarinnar í einu eða öðru formi.  Þarna er gjá milli flokka og þjóðar og allar þreyfingar flokkanna til þess að eiga við þessa þætti stjórnarskrárinnar hrein tilraun til þess að hrifsa til sín alræðisvald yfir þegnunum.  Næg er samþjöppun valdsins orðin fyrir.

Þjóðinni ber ofar öllu að standa vörð um þennan öryggisventil og láta það vera að taka afstöðu með hagsmunaöflum sem vilja ekki aðkomu.  Þeir sem það gera sjá ekki lengra nefi sér og grafa undan lýðræðinu. Það er ekki ósvipað og að sitja á greininni á meðan maður sagar hana niður.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 09:15

4 identicon

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=277815&pageId=3983059&lang=is&q=%C1r%20uppbyggingar%20og%20s%F3knar

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 09:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Elín, ef þú lest þessa frétt, þá sérðu að þetta er hið besta mál. Ekkert að því að Forsetinn húkki far til að sinna embættisskyldum. Ég get hinsvegar ýmyndað mér að spunamyllan snúi þessu á haus og það verður fróðlegt að sjá hvaða armur stjórnmálanna verður háværastur þar.  Nú eru fá stuðningsmenn Þóru tækifæri til að opinbera hvar í flokki þeir standa og hvers vegna þeir styðja hana, vænti ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 09:21

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég sé svo ekki samhengið í því Elín að henda hér inn fréttum frá árinu 2007. Á þessum tíma var öll þjóðin sannfærð um ágæti útrásarinnar. Ólafur gerði ekkert annað en að endurspegla þessa bjartsýni, enda allar staðreyndir um málið honum huldar.  Allir fjölmiðlar og stjórnmálaflokkar öktuðu sem einn í þessu samhengi.

Það er ómerkilegt að treysta á lélegt skammtímaminni þjóðarinnar í áróðurskyni. Tala nú ekki um að reyna að gera forsetann tortryggilegan í þessu sambandi. 

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 09:28

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Útrásin blekkti alla og laug til um stöðu sína með fléttum og kaupum í sjálfri sér. Ég er ekki frá því að útrásarprinsarnis sjálfir hafi verið hafðir að fíflum í stærra og skuggalegra spili þar sem erlendir ofurbankar lánuðu þeim botlaust, vitandi vits um hina raunverulegu stöðu frá upphafi.

Niðurstaðan er enda sú að þessir spekúlantar hafa hrifsað til sín rjómannaf auði og eignum landsins og meira að segja útrásarelítunnar sjálfrar. Sá glæpur virðist fara fyrir ofan og utan alla umræðu. Nærtækast er að taka einn eða tvo íslenska menn og kenna þeim um ósköpin, þótt þeir hafi ekkert haft um hið stóra samhengi að segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 09:35

8 identicon

Það er ómerkilegt að halda því fram að öll þjóðin hafi verið sannfærð um ágæti útrásarinnar. Bara til að láta Ólaf líta betur út.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 09:35

9 identicon

Elín,megnið af  þjóðinni var plötuð af þessum svokölluðu Útrásarvíkingum,þeir afvegaleiddu þjóð sína og þar með talið Forsetan.

Númi (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 09:53

10 identicon

ert tad ekki tu Elin sem ert sma omerkileg eg man ekki betur en ad allir sem vorudu vid utrasini vaeru upnefndir ofundsjukir svartsinismenn og fleira i teim dur  

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 09:59

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sást þú hrunið fyrir Elín? Var þér það ljóst árið 2007 þegar hæst lét? Spilaðir þú kannski með?  Ertu með ókleyfa skuuldabyrði eftir ósköpin kannski? Gæti það verið skýringin á biturð þinni?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 10:02

12 identicon

Ég held að flestum hafi verið ljóst að þessi fíflagangur hlyti að ljúka með ósköpum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 10:07

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hafði mínar efasemdir Elín og skrifaði ekki um það í ófáum orðum. Þá mátti þó telja á fingrum annarrar handar sem höfðu sig í frammi hér. Ég get nefnt Ívvar Pálsson sem ágætt dæmi.  Viðbrögðin voru yfirleytt eins og maður hefði lastað guð og við vorum jú öfundsjúkir úrtölumenn og þar fram eftir götum.

Það er rangt hjá þér að flestum hafi grunað að þetta færi illa á sínum tíma. Við erum einu sinni þannig gerð að vilja trúa öllu sem virðist of gott til að vera satt. 

Ég man þetta eins og gerst hafi í gær. Annar núverandi stjórnarflokka stóð fremstur í flokki í lofinu og því að bölva úrtölunum. Ráðherrar og þingmenn núverandi stjórnarflokka voru þó fyrir einhverja merkilega tilviljun nægilega forsjálir eða heppnir til að leysa til sín hlutabréf kortéri fyrir hrun.  Nokkuð sem vekur aðdáun mína enn í dag að þetta vekti fáar spurningar.

Fyrst þú ert að grúska þarna í fortíðinni, þá hvet ég þig til að halda því áfram til að ná einhverju samhengi í málið. Kannski hefur þú sökkt þér of djúpt í selektíva söguskoðun Láru Hönnu og skyldra Eyju, smugu og Pressubloggara, en ég get lofað þér að spektrúmið er talsvert miklu breiðara en sá gluggi. 

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 10:34

14 identicon

Þó svo að menn hafi ekki tjáð sig á internetinu Jón Steinar þá hafa þeir kannski tuldrað úti í horni eða heima hjá sér. Kannski leið flestum eins og fiskinum í sögunni um köttinn með höttinn sem horfði stóreygur á allt saman. Er sammála þér í því að spektrúmið er miklu breiðara. Hvet þig til að kíkja á Andreu, Ara Trausta og Herdísi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 10:44

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef gert upp hug minn Elín, en ég þakka hvatninguna. Sé ekki að það hafi neitt upp á sig að styðja Andreu þar sem atkvæði mitt félli dautt við það. Ég hef heldur ekki hugmynd um hvað hún stendur fyrir og finnst hún talsvert jafnvægislaus í skrifum og hafi jafnvel ranghugmuyndir um vald embættisins.

Herdís er innanbúðarmanneskja í deildum Evrópuráðsins og frambjóðandi ESBifrastarklíkunnar, svo nei takk þar.  Kann ágætlega við Ara, en er ekki tilbúinn til að leggja traust á eldheitan Marxista og  Maóista. Man þá tíð. Það eru of mikil líkindi með æðstu stjórnendum fjármála hér og valdamanna í Brussel til að ég taki sénsinn. Barosso er t.d. sömu sannfæringar ásamt fleiri ásum innan Evrópuþingsins.

Ég held mig við Ólaf. Tel baráttuna snúast um þessa tvo efstu einstaklinga og fyrr myndi ég dauður liggja en að veita framboði Samfylkingarinnar lið mitt.

Vona að þú virðir þá skoðun mína.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 10:54

16 identicon

Jón Steinar. Ég tek undir allt sem þú segir í þessum efnum. Mér finnst reyndar skrítið hvað fólk lítur framhjá ábyrgð "ofurbankanna". Þeir eru sökudólgar númer eitt, enda eru það þeir sem vita hver staðan er nákvæmlega hverju sinni. Hrunið var engin tilviljun. Ég er snnfærður um að það var skipulagt. Hún er orðin þreytandi sú rökvilla að forsetinn sé að taka sér völd. Hans völd liggja í því að hann getur fært þau í hendur þjóðarinnar. Þar verður hann að vanda sig, því annars missir hann þau völd sjálfur sem hann hefur, eins og flestir vita.

Benni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 11:41

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það liggur við að fólk kenni forsetanum um hrunið, hversu langsótt sem það nú er.  Reyndar hlægilegt.

Eins og reyndar allt sem ríkisstjórnin reynir að gera, það verður allt einhvernvegin svo aumkvunarvert og missir marks.  Hafa þau eintóma kjána fyrir ráðgjafa?  Eða spyrja þau ráðuneytisstjórana sem flestir eru ráðnir af sjöllum, og gera svo þvert á móti?  Spyr sú sem ekki veit.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2012 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband