Miðvikudagur, 30. maí 2012
Framsókn næst stærsti flokkurinn; VG og Samfó sameinast
Samkvæmt skoðanakönnun Stöðvar 2 er Framsóknarflokkurinn næst stærsti flokkur landsins með tæp 16% fylgi. VG og Samfylking eru til samans með helmingi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn, sem er langstærstur. Tekið af Vísi
Nýjasta könnun Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna sýnir að af þeim sem taka afstöðu er Framsóknarflokkurinn með 15,8%, Björt framtíð 5,3%, Samstaða með 5,1% og Sjálfstæðislokkurinn langstærstur með 43,7%. Samfylkingin er samkvæmt þessu orðin minni en Framsókn, og er með 13,6% fylgi og Vinstri græn með 9,2%.
Vinstriflokkarnir eru með svo gjörtapaða stöðu að þeir hljóta að sameinast á næstu mánuðum.
Athugasemdir
Verður að teljast skuggavænleg framtíð ef " Björt framtíð" með Guðmund Steingrímsson í forystu, væri að fá 5,3% atkvæða í kosningum !
Þeim dreng er eitthvað betur gefið en að vera á þingi.
Nægir engan veginn að vera " sonar hans pabba síns" eða afadrengur kollubanans Hermanns !
Hitt er ofur eðlilegt að " stjórn hinna vinnandi stétta" fái samtals 22,8% .
Það gildir nefnilega enn þann dag í dag gamla máltækið :"Svo uppsker maður sem sáir" !!
o,3% væri ásættanlegt fyrir snáðann !
Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 21:37
40% taka ekki afstöðu, það getur nú skekkt myndina talsvert.
Og nokkuð athyglisvert að Samfylkingin er með 13,6 % sem ætti þá samkvæmt þínum kokkabókum, Páll, að vera það fylgi sem Þóra Arnórsdóttir fær í næstu skoðanakönnun vegna forsetakosninganna, ekki rétt ?
Láki (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 21:43
Við höfum nú kynnst vinstri flokkunum nokkuð vel,undanfarin 3-4 ár,í valdastólum,þar sem þeim var treyst fyrir fjöreggi þjóðarinnar. Svo mikið höfum við séð,að geta ábyrgst að þeir muni aldrei sameinast. Alla vega ekki með þessari forystu,með einræðistilburð hver og einn einasti. Þeir geta staðið saman við að knésetja þjóð sýna,sökum haturs á Sjálfstæðis og Framsóknarflokki.en er nú gjaldfallnir. Þeim tekst ekkert nema að nugga sér utan í þá sem þeir telja stóra og fésterka,eins og fallandi ESB.
Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2012 kl. 22:01
Nú hlýtur stöð 2 að vera dottin í hræðsluáróðurinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 22:30
Láki: Þessi 40% hljóta að vera fylgismenn Samfylkingarinnar sem þora ekki að gefa upp afstöðu sína fyrir skömm, er það ekki? Ég hef allavega fullan skilning og samúð með þeim.
Niðurstaðan úr svona skoðanakönnun getur hinsvegar aldrei orðið annað en hrollvekjandi undir þessuum kringumstæðum.
Menn geta svo lagt atkvæði Gvendar Steingríms við atkvæði Samfylkingarinnar til að einfalda myndina og fullkomna hrollinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 22:37
Ég man þá tíð þegar alltaf var talað um "son Hermanns Jónassonar", aldrei um Steingrím Hermannsson. Það tók hann 30 ár að komast út úr því að vera dæmdur af eigin verðleikum en ekki fyrirfram dæmdur sem "nobody", "sonur pabba síns.
Þetta er eitt af því sem Íslendingar virðast aldrei geta hætt og nú hefur "afadrengurinn" bæst við.
Ómar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 23:21
Já, það er satt hjá Ómari. Pabbar, synir, systur etc. koma engu við þegar dæma á mann. Við getum ekki dæmt neinn eftir fjölskyldum. Það er óþolandi lenska að gera þetta.
Elle_, 31.5.2012 kl. 00:01
Ég er afi minn, sungu Halli og Laddi, gáiði að því Ómar og Elle.
Hafa menn aldrei heyrt talað um ættarveldi og hvernig áfram, já áfram gengur fram, frá kyni til kyns, framsóknarfjósið?
Má kannski ekkert tala um Baugfeðga? Má kannski ekki lengur tala um Bjarna Ben og ættarveldin? Má kannski ekki lengur segja neittt. Bara Tabula Rasa?
Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 00:17
Kannski nýtur Sigmundur Davíð einskis af Kögunar-auði föður síns?
Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 00:20
Jón Jón, vilt þú vera dæmdur fyrir glæpi bróður þíns Péturs? Vilt þú að faðir þinn verði dæmdur fyrir mistök þín?? Það þýðir ekki að það megi ekki segja neitt en þetta er samt óþolandi lenska að dæma fólk og setja það í hólf vegna fjölskyldumeðlima og ættmenna. Vilt þú ekki hugsa um það?
Elle_, 31.5.2012 kl. 00:27
Vilt þú ekki aðeins hugsa málið Elle? Eða ert þú getin af engu?
Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 00:58
Og eitt skalt þú athuga Elle, að við erum að tala hér um menn, sem hafa verið þingmenn og ráðherrar, kyn fram af kyni og bólgnað út af ríkis-verðtryggðum launum sínum, lífeyri og erfðagóssi og þess vegna líka vafningum og grænum baunum og hverju sem er á tankinn, en þú segir að ekki megi ræða það?
Við erum ekki að tala um venjulega nóboddía út í bæ, hvorki Jón né Elle. Þú hlýtur að skilja að við erum að tala um ættlægan aðstöðumun ... Elle?
Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 01:08
Comment þitt Jón frá 00:58 er ekki svaravert. Og mér er nákvæmlega sama þó Sigmundur eigi pabba bara svona sem dæmi og ætla ekki að dæma hann fyrir það.
Elle_, 31.5.2012 kl. 01:15
Og er athugsemd mín 01:08 ekki heldur svaraverð, að þínu selektíva mati?
Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 01:26
Kannski er það draumsýn þín Elle að endurreisa hér hið liðna í algjörlega óbreyttri mynd, fyrir útvalda og láta sem ekkert sé? Að snúa blinda auganu að bræðrum og systrum, í viðtækri merkingu þeirra orða. Það virðist vera draumsýn útvaldra nú um stundir. Að Icesave hafi barasta snúist um það og að ESB andstaða sé bara framsóknarfjósinu að þakka?
Brátt munu erfðaprinsarnir segja að hér hafi ekkert hrun átt sér stað. Enda hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekkert komið nálægt einka-vina-væðingu bankanna og Framsóknarflokkurinn aldrei verið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og hvað þá Samfylkingin. Nei svona sögulegt stöff má bara ekki ræða, því erfðaprinsarnirnir eru af lofti getnir.
Brátt mun höfðingjaveldið verða endurreist í nákvæmlega sömu mynd, nema nú er millistéttin aðframkomin, en það má ekki ræða það, eða hvað?
Skítt með sauðsvartan almenning, bara láta hann puða og puða og puða sauðheimskan, en uppgjör, ekki að ræða það og alls ekki í sögulegu ljósi og ættfræði, segðu Jóni Val, að hann megi ekki ræða hana lengur.
Vona að þú sért manneskja til að skilja um hvað ég er að tala um.
Ég vona það innilega Elle, Pax Vobis.
Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 01:47
Hvar og hver sagði að það mætti ekki ræða mál? Viltu ekki slappa af Nonni, Jón, Pétur?
Nonni2 (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 02:19
Krakar, krakkar! Hvað gengur á? Eigum við ekki að ræða efni færslunar? Kviknaði allt þett rifrildi út af því að maður var kallaður Gvendur Steingríms? Er allt að fara á taugum hér á landi? Má ekki einu sinni nefna heimagang Jóns Baldvins með föðurnafni?
Alvöru Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 02:42
Nei það má kalla mann Gvend Steingríms en bjálfalegt að sparka í alla í kringum þessa menn.
Nonni2 (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 02:57
Eins og naut í flagi Nonni
neitar að verða að manni,
þv´getinn var úr gasi
að ganni.
Helga Kristjánsdóttir, 31.5.2012 kl. 03:54
Og svo var það konan sem alltaf var kölluð ekkjan frá Vestmannaeyjum. Ef Gvöðmundur losnar einhvern tímann úr brúðuleikhúsi Össurar getur vel verið að hann fái notið nafns síns. Enn sem komið er eru engin teikn um það.
Ragnhildur Kolka, 31.5.2012 kl. 08:10
Vonandi að framsóknar vinir Elle séu ánægðir með sitt og hún sér í lagi.
Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 10:35
Ertu kominn í eineltisgír þarna Nonni, Jón, Pétur, Pétur Örn? (þetta eru sömu viðbrögð og þegar einhver verður ósammála honum), Orðrétt eða hvað þú nú ætlar að kalla þig næst? Hver var að tala um vini Framsóknarmanna? Lestu það sem var skrifað. Ætlarðu kannski að taka yfir allar umræður og undir nöfnum margra aðila?
Nonni2 (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 11:46
Er það einelti af minni hálfu, sem nóboddía út í bæ, að gagrýna valdaklíkur, byggðar á ættarauði, sem hafa notfært sér ríkisvaldið markvisst sér til framdráttar og í samansúrrun með bankaglæpamönnum, sem hafa valdnítt almenning niður í skítinn. Kallast það nú einelti að spyrja þess? Kannski telja einhverjir að við búum í helgilandi múmínálfanna?
Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 12:51
Hvaða vini á ég í Framsókn eða flokkum yfirleitt, Jón eða Nonni eða hvað? Og ég var búin að svara þér 2svar að ofan. Svo kemur þetta engri ættfræði við. Þú gerir mér upp skoðanir og vini og mistúlkar það sem ég segi. Ætlum við að dæma fyrir ættmenni sem koma málum ekki við þurfum við engin lög eða hvað? Við drögum þá bara bræður og feður og syni fyrir dómstóla og dæmum fólk fyrir syndir bræðra og feðra og sona.
Elle_, 31.5.2012 kl. 14:22
Nú er Palli að fjalla um Jóhannes í Bónus og Jón Ásgeir son hans.
Hættum þessu þrasi Elle, ég veit hvað þú átt við og þú hvað ég á við
Love you too Elle:-)
Nonni (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 15:18
Er ekki sagt að syndir feðrana bitni alltaf á börnunum..????
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.