Fimmtudagur, 24. maí 2012
Falskur Füle - áróðursstríð ESB tekur á sig mynd
Evrópusambandið fer gegn Íslandi í Icesave-málinu ,,að tryggja samfellda framkvæmd EES-samningsins," og er ekki fjandsamleg aðgerð, skrifar Stefan Füle stækkunarstjóri ESB í Morgunblaðinu í dag. Hótanir ESB vegna makrílveiða Íslendinga eru heldur ekki ekki fjandsamleg aðgerð heldur ,, eru hugsaðar sem almenn ráðstöfun - og því ekki gagnvart Íslandi einu."
Í fyrradag skrifaði sendiherra Þýskalands á Íslandi grein þar sem helstu einkenni utanríkisstefnu Þriðja ríkisins voru ítrekuð gagnvart Íslandi: Evrópusambandið áskilur sér íhlutunarrétt í innanríkismál Íslands.
Falsinu og fagurgalanum fylgja gjafir. Svona skrifar Füle
Evrópusambandið ætlar sér ekki að hrifsa til sín hluta sjálfsmyndar ykkar eða hefða heldur að koma til móts við þetta, svo allir njóti góðs af - vegna þess að Evrópa sameinast í fjölbreytileikanum. Um yfirstandandi umræðu á Íslandi um framtíð íslensku krónunnar má segja að aðild að ESB myndi leiða til inngöngu í myntbandalagið.
Með hjálp Össurar og þjóðhollu embættismanna utanríkisráðuneytisins er stækkunarstjórinn mataður á þeim upplýsingum að Íslendingar óttist sjálfsmynd sína annars vegar og hins vegar að þeir séu til sölu. Þess vegna sé sniðugt að bjóða evrur fyrir krónur.
Grein stækkunarstjórans veitir innsýn í áherslur Evrópusambandins og sértrúarsöfnuðar ESB-sinna á Íslandi. Í fyrsta lagi eru fjandsamlegar aðgerðir í Icesave og makríldeilunni útskýrðar með vísun í almennar reglur þótt engum slíkum reglum sé til að dreifa. Í öðru lagi býður Brussel mútufé Íslendingum ef þeir aðeins fallast á að flytja fullveldið og forræði eigin mála til Evrópusambandsins.
ESB vill skoða gjaldeyrishöftin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkv. könnun Vísis vilja 60% slíta viðræðunum. 60-40 er tala sem þyrfti að húðflúra á ennið á háværa minnihlutanum.
GB (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 08:45
A spyr B hvort hann vilji koma út að borða = ávísun á margra ára þrætu.
A dregur B nauðugan á matsölustað og skipar honum að lesa matseðilinn = raunverulegt tækifæri til að vega kosti og galla.
http://smugan.is/2012/05/avisun-a-margra-ara-thraetur/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 10:10
Það er engin hætta á langvarandi þrætu Elín ef minnihluti þjóðarinnar virðir meirihlutann, hvort sem hann vill sækja um aðild eða ekki. Fólk og ekki síst Alþingismenn þarf að fara að venjast því að almenningur hafi skoðanir oftar en á fjögurra ára fresti.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 12:44
Ég er sammála þér Elvar. Ég var að vísa í grein Árna Þórs Sigurðssonar. Mér þykir leiðinlegt að sjá Hreyfinguna styðja þetta ofbeldi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.