Sunnudagur, 20. maí 2012
Jóhönnustjórnin er varanleg stjórnarkreppa
Á alþingi er þrátefli vegna þess að ríkisstjórnin er ekki með meirihluta. Aftur eru þingmenn Hreyfingarinnar svo áfjáðir að halda í þingsæti sín að þeir eru tilbúnir að verja stjórnina vantrausti frá einni viku til annarrar.
Alþingiskosningar ættu að leysa úr þessu þrátefli. Ríkisstjórnin þumbast við enda heldur hún í vonina að fá viðspyrnu með því að frambjóðandi vinstriflokkana, Þóra Arnórsdóttir, sigri í forsetakosningunum.
Verkefni stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, á þessum tíma er að verja stjórnarskrána fyrir atlögu vinstriflokkanna.
Semja látlaust við aðra flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hmmm... Jóhönnustjórnin og varanleg stjórnarkreppa eða Ekki-Baugsmiðilsritstjórnin og varanleg ritræpa?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 14:56
Jóhanna og allir hinir í elítunni er að undirbúa bakaráns-gjöf til Brussel, og eru að handvelja þá sem eiga að sleppa vel frá því ráni. "Samningaviðræður" er það kallað, eins og einhver eigi að trúa því bulli.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2012 kl. 15:08
Steingrímur segir frá því að AGS hafi boðið sér að gerast yfir maður fjármála í Griklandi, eftir góðan árangur á Íslandi. LOL
Þessi maður neitaði að taka víxitöluna úr sambandi, eftir Hrun, sem hefur skaðað Íslensk heimili meira en sjálft Hrunið, vonandi tekst Hreyfingunni að ná leiðréttingu á þeim Forsendubresti sem varð við að lán heimilanna stökkbreytust við Hrunið.
Og ekki má heldur gleyma því að ef Forsetinn hefði ekki gripið fram fyrir hendurnar á Steingrími varðandi Icesave, væri Íslenska þjóðin gjaldþrota.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 15:10
Og nú ætla þau Steingrímu og Jóhanna að fara að bora göng fyrir einkavæðingu síðasta hrunbankans, Landsbankans.
Gaman að þessu, eða hvað?
jonasgeir (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.