Sunnudagur, 20. maí 2012
Stjórnmálaverkfræði á miðju- og hægrivængnum
Vinstrimenn nota stjórnmálaverkfræði til að brjótast út úr þröngri stöðu, samanber að félagi Össur bjó til flokk handa Gumma Steingríms og fólki úr Besta flokknum. Flokki Gumma er ætlað að hirða upp fylgi sem hrynur af Samfylkingunni. Með stjórnmálaverkfræði var framboð Þóru Arnórsdóttur hannað og komið á framfæri.
Mið- og hægrimenn geta ekki látið vinstraliðið eitt um nýsköpun í stjórnmálum. Til skamms tíma þurfti ekki að hafa áhyggjur á þeim væng stjórnmálanna enda móðurflokkur íslenskra stjórnmála fyrir á fleti og ,,dekkaði" flestar útfærslur á opinberum völdum hér á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur valdamiðstöð Íslands enda margklofinn. Linkuleg frammistaða flokksins í málefnum ESB sýnir að fámenn klíka getur tekið móðurskipið í gíslingu með lítilli fyrirhöfn.
Stjórnmálaverkfræði á miðju- og hægrivængnum þarf að sýna fram á getu sýna að móta rás viðburðanna. Fyrsta verkefnið er að tryggja endurkjör Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands.
Athugasemdir
Þingflokkur Sjálfstæðismanna fíflast með Landsfundarfulltrúa Flokksins, nú er spurt hvað getur þetta gengið lengi?
Landsfundur samþykkti að greiða ekki Icesave, hvað skeður meirihluti þingmanna flokksins, greiðir atkvæði með því að greiða Icesave.(Og nú er ljóst að ef það hefði gengið eftir væri þjóðin gjaldþrota)
Landsfundur samþykkti að afnema verðtrygginguna og færa höfuðstól verðtryggðra lána niður.Hvað gerist þingflokkurinn heldur að sér höndum og gerir ekki neitt.
Nú er orðið ljóst að það verður að hreynsa verulega til í þingflokknum,fyrir næstu kostningar.
Guðs sé lof að Hægri Grænir eru komnir til að vera.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 12:05
Hægri grænir eru eins og eitthvað riglað grínframboð í mínum augum Halldór. Þeir munu enda ekki fá neitt fylgi. Ég er aldrei viss hvort ég er að lesa satýru eða vitfirringu andlega bágstaddra manna þegar ég les skrif þeirra sem undir merkjum þessa afstyrmis skrifa.
Skrifin bera að vísu öll merki mikillar vanstillingar þar sem löngum runum af upphrópunarmerkjum og spurningamerkjum er bunað út í bland við prentvædd öskur í hástöfum, marineruð í hatri og öfgafullum munnsöfnuði.
Það myndi þjóna málstað sjálfstæðis og fullveldis miklu betur ef þessir herrar stæðust mátið að tjá sig.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 12:51
Ef hægri grænir eru klofningur frá Sjálfstæðisflokki þá er mikil hreinsun af því. Sjálfstæðisflokkurinn á þá líklega einhverrar viðreisnar von, verandi laus við þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 12:57
Hér er svo annar sproti málefnaflutnings, sem flokkurinn mætti alveg vera laus við.
Mér verður alltaf hugsað til hænsna þegar ég les þessa hjaralausu tjáningu. Veit ekkiaf hverju.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.5.2012 kl. 13:02
Í hvert skipti sem ég les pistil eftir Hægri græningjann Guðmund Jónas Kristjánsson, finn ég til með manninum. Það hlýtir að koma að því að Franklín segi honum að þegja. Við Íslendingar kunnum ekki að meta svona öfgar og vitleysu.
Eftir viðtal Egils við Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi Rektor Háskólans, í Silfrinu í dag, sem og sterkt viðtal við Steingrím J. Sigfússon, mætti nú flestum vera ljóst að forseta ræfillinn á ekki sjans. Hann ætti að mínu mati að drega framboð sitt til baka og það strax. “The game is over”, ekki aðeins fyrir útrásarbófana, en einnig fyrir strengjabrúðu þeirra, Ólaf Ragnar Grímsson.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 14:14
Eg hef oft verið sammála Guðmundi Jónasi og skil ekki alveg það sem mér finnst vera rógur gegn honum. Hástafi nota ég oft og tákna ekki öskur frá minni hálfu nema fólk vilji túlka það þannig. Og þá ekki frekar frá honum. Haukur, þú hefur engin efni á að gagnrýna Guðmund. Eða öfgar.
Elle_, 20.5.2012 kl. 14:27
Sterkt viðtal við Steingrím J. Sigfússon? Það væri þá marktækt eitt orð??
Elle_, 20.5.2012 kl. 14:37
Komið þið sæl; Páll - og aðrir ágætir gestir, þínir !
Haukur Kristinsson !
Í mörgu; hefi ég getað verið þér sammála - en,.................... ekkert er sjálfgefið, hversu fara kann, í hinum raunverulegu Forseta kosningum, þann 30. Júní, ágæti drengur. Þar; höfum við lítið forspárauga hvorgur - fremur en aðrir, sýnist mér.
Jú; jú, Haukur minn, víst er fortíð Ólafs Ragnars ærið broguð víða, en landsmenn mega alveg muna honum greiðann; Veturna 2010 og 2011, þegar hann stakk eftirminnilega, upp í kokið á 63 ræflunum, suður við Austurvöll í Reykjavík, Haukur minn.
Það; eitt og sér, náði að hífa manninn upp, svo um munaði, ágæti drengur.
Tek fram; sem oftar, að ekki kýs ég í kosningunum 30. Júní, fremur en öðrum Forseta kosningum, þar sem ég vil standa við þá ákvörðun mína, frá árinu 1977 (19 ára gömlum) - og vil fremur Landshöfðingja eða Ríkisstjóra;; 75 prósentum ódýrari að burðum kostnaðarlega, en Ó.R Grímsson, og aðrir fyrirennarar hans hafa verið, til þessa.
Guðmundur Jónas Kristjánsson; einn minna elztu spjallvina, hér á Mbl. vefnum, er geðþekkur drengur - og sjálfum sér ætíð samkvæmur, þó ég sé ekki alltaf, honum fyllilega sammála, en láta skulum við hann njóta hins bezt sannmælis, Haukur minn.
Fyrrum; var ég ákafur þjóðernissinni - í dag; skírskota ég, til allrar veraldarinnar reyndar, en skil öngvu að síður, meiningar Guðmundar fornvinar míns Jónasar, fyllilega - þó; ekkert lítist mér á Hægri Græna, því mér finnst þeir vera of nærri miðjunni, Haukur minn.
Með; hinum allrabeztu kveðjum, sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.