Laugardagur, 19. maí 2012
Ríkisstjórnin býr til sirkus fyrir Hreyfinguna
Stjórnlagaráðið og skoðanakönnun um spurningar ráðsins er sýningaratriði ríkisstjórnarinnar handa þingmönnum Hreyfingarinnar sem aftur þurfa að kaupa sér setutíma á alþingi enda vonlaust að þeir fái endurkjör.
Illu heilli er stjórnarskráin í uppnámi vegna sirkusatriðis Jóhönnustjórnarinnar.
Stjórnarandstaðan, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, stendur þó vaktina og gerir vonandi áfram til að stjórnarskráin lendi ekki í ræsinu.
Kostnaðarsöm skoðanakönnun sem skili litlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er algjörlega borðliggjandi ,að það verður engin breyting í þessu þjóðfélagi, nem upp verði tekið persónukjör, gott væri að fólk geri sér grein fyrir því.
Nú hefur helferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms,allt í einu fullt af peningum,búin að kaupa Guðmund í Bjartri framtíð til fylgis til sín, fyrir litlar 80 miljarða, en þetta er nú sýnd veiði en ekki gefin.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 15:29
Allt gengur eftir eins og nei-sinnar spáðu um framvindu mála hjá ríkisstjórn. Þeir munu bíða til síðasta valda árs síns,taka þá til að lofa og lofa,peningar ekki fyrirstaða,eða hvað?Hann er eins takturinn hjá Steingrími og í Icesave-lygas kuldinni;við getum þetta vel!! Nenni ekki að ryfja þann ósóma upp.
Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2012 kl. 16:15
Sýndarmennska?
Engin spurning.
En eitt vantar.
Hreyfing og Guðmundur Steingrímsson eru að framlengja líf þessarar hryllilegu ríkisstjórnar til þess að þeim gefist betri tími til að undirbúa framboð næsta vor.
Fólkið sem masaði mest um skaðsemi flokka heldur þjóðinni í heljargreipum til að undirbúa FLOKKA sína sem best fyrir kosningar.
Næsta ríkisstjórn verður verri en helferðarstjórn Steingríms Sigfússonar.
Rósa (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 20:08
Í gamla daga fengu sumar ungar konur afleggjara af blómum nágranna-kvenna sinna og svo urðu þessir afleggjarar að sömu stóru blómunum. Þetta var bæði gaman og hagkvæmt hjá okkur ungu og gömlu kerlingunum.
Nú er Jóhanna búin að deila út afleggjara svika-Samfylkingarinnar og svika-Vinstri Grænna og svika Sjálfstæðisflokks og svika Framasóknarflokks. Útkomman er: Björt Framtíð, Dögun, og misnotuð gömul og svikul loforð stjórnmála-elítunnar, hverju nafni sem flokkurinn nefnist!
Því miður er þetta staðreyndin í Íslenskri pólitík, og hefur alla tíð verið.
Það er komið að alvöru uppgjöri og heiðarleika! Þessar gömlu framlengingar á svikapólitíkusum munu koma okkur öllum illa. Hreyfingin ætti að velta alvöru málanna fyrir sér, eða segja sig frá þessu gamla og rotna svikaneti!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.5.2012 kl. 23:14
Tregðulögmál!!! Eðli hreyfinga,engin fyrirstaða ein átt,eftir val, Hreyfingar.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2012 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.