Sjálfstæðisflokkurinn grefur sér gröf

Trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins, formaðurinn og niðurúr, keppast við að vera hlutlausir í forsetakosningunum. Hlutleysi í jafn þrælpólitískum kosningum og þessar forsetakosningar eru jafngildir að knattspyrnulið mæti á völlinn til að horfa á andstæðinginn skora mörk.

Aðeins tvenn úrslit eru möguleg í forsetakosningunum í næsta mánuði. Að talsmaður fullveldis þjóðarinnar sigri annars vegar og hins vegar að frambjóðandi Samfylkingarinnar fari með sigur af hólmi.

Afgerandi meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins ætlar að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson. Æpandi hlutleysi forystu flokksins veit ekki á gott fyrir næstu þingkosningar. Hver nennir að púkka upp á pólitíska geldinga?


mbl.is 8% skilja Þóru og Ólaf Ragnar að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski er þetta vegna þess að í hvert skipti sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið afstöðu í forsetakosningum (undantekning: Kristján Eldjárn) þá hefur þeirra kandídat skíttapað. Auk þess tel áhugann takmarkaðan að hafa Ólaf á Bessastöðum á næsta kjörtímabili.

Gestur Páll (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 10:06

2 identicon

Bjarni V. Benediktsson sýnir hér einstaka kurteisi og siðfágun sem hörðustu stuðningsmönnum ORG (DO og PV) er ekki gefið - hvað þá pólfaranum sjálfum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 10:07

3 identicon

Þögn forystunnar er fyrst og fremst til marks um hversu léttvæg hún er.

Þjóðin virðist ætla að kjósa frambjóðanda Samfylkingar og Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það segir auðvitað sitt um íslensku þjóðina.

Rósa (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 10:20

4 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=4gekaJKxF5U

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 10:23

5 identicon

Ágæt Rósa skrifaði eftirfarandi annars staðar. Má til með að dreifa því:

Ólafur Ragnar Grímsson TÓK VÖLDIN í þessu samfélagi árið 2004 er hann synjaði fjölmiðlalögum staðfestingar.

Það var ákvörðun sem var á skjön við allan eðilegan skilning á stjórnarskrá og sá sami ÓRG hafði lýst 26. greininni sem „dauðum bókstaf“.

Þessu VERÐUR að halda til haga í allri umræðu um þetta hryllilega embætti og embættisfærslu ÓRG.

Vinstri menn mótmæltu EKKI þessari aðför að stjórnarskrá og þingræði enda var verið að gæta hagsmuna auðmanna sem keypt höfðu fjölda þingmanna til fylgis við sig og réðu stærstum hluta fjölmiðlageirans.

SÍÐAR beitti þessi ægilegi forseti sömu málsgrein gegn ICESave.

Þá trylltust þeir sem áður höfðu lofsungið forsetann.

Hvers vegna?

Vegna þess að ÞÁ gekk hann gegn hagsmunamati þeirra og ríkisstjórn ÞEIRRA.

Málið er ekki flókið, óheilindi forsetans og Samfylkingar/VG nægja til þess að flest heiðarlegt fólk fylgist velgju.

Ágæti síðuhaldari!

Þið blessuðuð valdatöku þessa manns og ábyrgðin á því fáránlega ástandi sem nú ríkir er ykkar.

Ég legg til 12 spora meðferð – hún er ágæt gegn afneitun á eigin ábyrgð, sora og hentistefnu.

Þið þurfið á hjálp að halda.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 11:34

6 Smámynd: Elle_

Hvar skrifaði Rósa þetta um það 'hryllilega embætti og embættisfærslu'?  Og þá eru þetta ´hryllilegar´ mótsagnir.

Elle_, 19.5.2012 kl. 12:10

7 identicon

Hún skrifar þetta hjá Vilhjálmir Þorsteinssyni, gjaldkera Samfylkingar, fulltrúa í stjórnlagaráði, formanni stýrihóps stjórnvalda um mótun heildstæðrar orkustefnu, viðskiptafélaga Gunnlagus Sigmundssonar og Björgólfs í Verne etc. Faðir Vilhjálms skrifar grein um siðferði í Fréttablaðið í dag. Dásamleg lesning.

http://www.visir.is/forseti-og-sidferdi/article/2012705199993

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 12:17

8 Smámynd: Elle_

Formanni stýrihóps stjórnvalda um mótun heildstæðrar orkustefnu?  Hann, vinur ICESAVE æðsta klerks?  Hann sem barðist með Jóhönnu og co. fyrir ICESAVE??  Hjálpaði hann æðsta klerki kannski líka að reisa gagnaver?  Manni sem ætti ekki að fá að stíga á ísl. grundu??

Elle_, 19.5.2012 kl. 12:40

9 Smámynd: Elle_

Hinsvegar vil ég segja að faðir Vilhjálms kemur ekki málinu við.

Elle_, 19.5.2012 kl. 12:51

10 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég held, Páll, að farsælast sé að forystufólk stjórnmálaflokka haldi sér fram forsetakosningum. Það hefur aldrei verið farsælt að gera forsetakosningar pólitískar. Samfylkingin og Vinstri grænir hafa ákveðið að gera það að þessu sinni og þeir um það. Sjálfstæðisflokkurinn á að halda sér til hlés í umræðunni. Það er af nógu öðru að taka.

Jón Baldur Lorange, 19.5.2012 kl. 13:01

11 identicon

Maðurinn skrifar grein um siðferði og stjórnmál. Hvernig er það málinu óviðkomandi?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 13:01

12 Smámynd: Jón Baldur Lorange

,,halda sér frá" átti þetta að vera :-)

Jón Baldur Lorange, 19.5.2012 kl. 13:01

13 Smámynd: Elle_

Eg er einfaldlega að meina að það að hann sé faðir e-s komi ekki spillingarmálum Vilhjálms við.  Væri ég skíthæll, ætti ekki að minnast á föður minn í samhenginu.

Elle_, 19.5.2012 kl. 13:19

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eitthvað til að horfa á fyrir spennuna; Geldir og seldir,etja kappi.

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2012 kl. 13:22

15 Smámynd: Benedikta E

Þeir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins sem eru ófeimnir við að gefa upp stuðning sinn við Ólaf Ragnar Grímsson - eru oftast þeir hinir sömu sem eru andstæðingar Icesave og ESB

Stjórnmálaflokkur er ekki bara þær fáu hræður sem flokkast undir forustu flokksins.

Þeir sem ekki vilja gefa upp afstöðu sína  gagnvart sitjandi forseta - eru þá með fleira í pokahorninu sem þeir telja nauðsynlegt að halda leyndu - og koma þannig upp um afstöðu sína meðal annars til Icesave og ESB

Ég skil Pál ekki þannig Jón Baldur - að hann sé að kalla eftir flokkslínu frá forustu Sjálfstæðisflokksins heldur hreinlyndri afstöðu hvers og eins af "forustu" fólkinu.

Nýlega var birt skoðana könnun um fylgi flokka við framboð Ólafs Ragnars Grímssonar - þar var sagt að 60% sjálfstæðismanna styddu hann til áframhaldandi forseta á Bessastöðum - en miðað við Icesave og ESB afstðu þá eru það 80 %

Benedikta E, 19.5.2012 kl. 13:45

16 identicon

Það er ekkert hægt að horfa framhjá Vilhjálmi Þorsteinssyni þegar menn ræða siðferði og stjórnmál Elle. Ef markmið siðfræðingsins er að ræða málið af einhverju viti þá ætti hann að skilja það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 13:56

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Auðvitað eiga forystumenn sjálfstæðisflokksins að fylkja sér um forsetann. Guðföður þeirra var einmitt að kvarta yfir þessu. Þá geta afkomendur mannsins sem  ÓRG kallaði valdasjúkan Tuma Þumal og aðdáendur mannsins sem hann sagði hafa skítlegt eðli, fullkomnað þrælslundar blæti sitt og byrjað að bugta sig opinberlega fyrir Dalai Lama norðursins.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.5.2012 kl. 14:34

18 identicon

ELÍN Sigurðardóttir er svo vinsamleg að vekja ayhygli á skrifum mínum.

Mér þykir vænt um það.

Kjarni málsins er sá að valdarán ÓRG fór fram 2004 (fjölmiðlalögin) með samþykki vinstri manna.

Það gerðist vegna þess að um var að ræða hagsmuni auðmanna (fjölmiðlar/JÁJ) og þar með þeirra stjórnmálamanna og flokka sem þeir höfðu keypt.

Í stað þess að rísa upp þingræðinu til varnar lögðust þessir málaliðar auðvaldsins flatir.

Vinstri menn skópu skrímslið ÓRG og þá stjórnlagakreppu sem hér ríkir.

Þetta er mín skoðun.

Á hinn bóginn - vegna þess að til þess er vísað - hvarflar ekki að mér að kjósa forsetaframbjóðanda Jóhönnu Sigurðardóttur og Samfylkingar.

Samfylkingin er flokkur hinna stofnanavæddu óheilinda - lyga og spuna

Það að vera gagnrýnin á valdarán ÓRG þýðir ekki að sú hin sama sé tilbúin til að kjósa TV-lite, sjónvarpstilbúning, frambjóðanda Samfylkingar.

Hugsandi fólk tekur ekki þátt í þessu.

Og leitar leiða til að koma sér úr landi.

Börnin fara fyrst. 

Rósa (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 20:37

19 identicon

Nei, Palli Vill, Ólafur er fulltrúi þjóðarinnar,

okkar Jóns og Gunnu, en alls ekki flokkselítu fjórflokkanna.

Mikið væri það hins vegar ánægjulegt ef helferðarhjúin gætu komið hreint til dyra og viðurkennt, að þau brugðust þjóðinni með því að fela Svavari Gestssyni, að negla íslenskan almenning á krossinn fyrir  syndir alls hins alþjóðlega fjármálakerfis. 

Og hann hló og fannst það bara sniðugt og sagðist ekki nenna þessu, enda ríkis-verðtryggður og bólginn til ríkis-lífeyris og því alveg sama um hinn venjulega og óbreytta almenning.

Nei, því miður þá hafa þau hjúin, Jóhanna og Steingrímur endur-einkavætt bankana og það algjörlega á þeirra ábyrgð. 

Því eru þau sama pakkið og Davíð og Halldór og allt þáverandi og núverandi forustu-hyski allra fjórflokkanna.  Þetta veit almenningur. 

Samtryggt og samfylkt er allt þetta lið og einungis 10% þjóðarinnar treystir fulltrúum þess á þingi.  Almennigur treystir ekki elítu-kerfisliðinu á jötunni.  

Og óbreyttur almenningur þessa lands man það vel,

að Bjarni Ben og allt hans stuttbuxnalið samþykkti Icesave III á þingi

og þá fór um almenning, enda sást þá greinilega að allt var það lið af samtryggt og samfylkt til eigin sérhagsmuna, líkt og fíflagangurinn um kvótafrumvarpið sýnir einnig.  Hvenær ætlar fjórflokkarnir að kalla til eina alvöru hagsmunaaðilla að kvótamálinu og auðlindamálum, sjálfa þjóðina?

Nei, Ólafur Ragnar virkjaði lýðræðislegar óskir alls hins óbreytta almennings, og það í tvígang, enda þótt Jóhanna og Steingrímur og Bjarni Ben yrðu brjáluð, enda er þeim flokksleiðtogunum drullusama um það

þó hrægammar og erlendir vogunarsjóðir væru settir til höfuðs öllum almenningi.  Þeirra opinbera uber-framfæri væri tryggt, útbólgið til grafarbakkans.

Þeim var drullusama um hag alls hins óbreytta almennings þessa lands.

Þau verðskulda því ekki að vera fulltrúar þjóðarinnar, eftir öll sín samtryggðu og samfylktu svik.  Þau hafa öll gleymt því að þau þiggja rétt sinn frá þjóðinni og ef þau svíkja mun þjóðin kasta þeim úr valdastólunum í næstu kosningum og það vonandi fyrr en síðar. 

Batnandi manni er hins vegar best að lifa! 

Og um það er þjóðin sammála,

þó silfurskeiðar, stalínistar og júró-kratar vilji annað!

Þjóðin þarf forseta sem þorir að virkja lýðræðislegan rétt þjóðarinnar

til ákvarðanatöku um þau mál sem 

gjörspillt og samtryggð og samfylkt stjórnmálaelíta fjórflokkanna

makkar um í ógegnsæum baktjöldum,

ma. í kvótamálinu og öðrum auðlindamálum.

Ólafur hefur sýnt það, að hann hefur hreðjar og hann þorir að virkja

lýðræðislega aðkomu þjóðarinnar, að málum sem varðar okkur öll.


Jón og Gunna (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 20:43

20 identicon

Annars erum við Gunna mín soldið sammála Rósu, svona inn við beinið

og í okkar titrandi hjörtum, sem slá í takt með öllum niðurníddum og hæddum og spottuðum hjörtum heimsins.  Eiginlega erum við Gunna mín eins og Tómas Guðmundsson sagði á einhverju undarlegu ferðalagi og við skynjum svo sterkt að hið góða og sameinandi afl mennskunnar mun hafa sigur að lokum, hvort heldur er í Grikklandi eða á Íslandi, enda lesum við nú öll dægrin löng um hinn volterska allra besta heim ... með mannlegri kímni og brosum í gegnum tárin, því án húmors er þetta algjörlega óþolandi táradalur.

Gleymum ekki að í svartnætti hugans leynist alltaf bjartsýni viljans ... til samstöðu okkar mannfólksins. 

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 20:53

21 identicon

  • Mæli með lestri á þessari grein eftir Chomsky,
    ef menn vilja skynja og skilja ískyggilegan vandann, sem steðjar að.
    Áhugaverð eru tilvitnun Chomskys í Greenspan
    Hér skrifar sjálfur heimsmeistari vitsins um ískyggilega þróun síðustu áratuga:

    http://www.aljazeera.com/indepth/opinion/2012/05/201251114163762922.html

  • „So, for example, Fed Chairman Alan Greenspan, at the time when he was still „Saint Alan“ – hailed by the economics profession as one of the greatest economists of all time (this was before the crash for which he was substantially responsible) – was testifying to Congress in the Clinton years, and he explained the wonders of the great economy that he was supervising. He said a lot of its success was based substantially on what he called „growing worker insecurity“. If working people are insecure, if they’re part of the precariat, living precarious existences, they’re not going to make demands, they’re not going to try to get better wages, they won’t get improved benefits. We can kick ‘em out, if we don’t need ‘em. And that’s what’s called a „healthy“ economy, technically speaking. And he was highly praised for this, greatly admired.“

  •  Draumastaða spilltra valdhafa, hvort heldur þeir kenna sig til vinstri eða hægri, asna eða apa eða hvað annað þeim dettur í hug, er að halda almenningi í ótta skuldafjötra og ánauðar.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 20:57

22 identicon

Megi öll samfylkt, samtryggð og samspillt valdaelítan grafa sér sína gröf.

Höfum það svo bara alveg á hreinu, að

Þóra er bara barbídúkka Jóhönnu og Samfylkingarinnar!

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 21:01

23 identicon

Hérna er mynd af draumaprinsi Jóhönnu, Steingríms, Bjarna Ben og Þóru,

beint af netútgáfu Daily Telegraph:

For a good laugh, take a look at the YouTube footage in which Wolfgang Schauble, the German finance minister, is caught unawares on camera apparently assuring his Portuguese counterpart, Vitor Gaspar, that once an example has been made of Greece, he’d perhaps then be prepared to make concessions on the Portuguese economic adjustment.

The Greeks shouldn’t be part of the euro, Mr Schauble was essentially saying, and must therefore be let go.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 21:28

24 Smámynd: Elle_

Í nákvæmlega hverju er ´skrímsli´ og var ´valdarán´ Ólafs fólgið, Rósa??  Hann rændi engum völdum sem forsetaembættið hafði ekki, það er ótrúlegur þvættingur.  Og gat hann rænt völdum, 1 maður??? 

Þið eruð óskiljanleg sem kunnið ekki að meta lýðræði hans, vinnu hans fyrir þjóðina í ICESAVE þegar ICESAVE-STJÓRN flokka Jóhönnu og Steingríms ætluðu að kúga okkur fyrir Bruesselveldið og bresk og hollensk yfirgangsstjórnvöld.

Elle_, 19.5.2012 kl. 21:29

25 identicon

Hún er hláleg myndin af draumaprinsi Jóhönnu, Steingríms, Bjarna Ben og Þóru.

Það er algjörlega á kristaltæru, líkt og á nóttu hinna löngu hnífa, að sjálfur uberkommisar stór-Þýskalands trúir ekki lengur á drauminn. 

Hann sér nú betur en litlu púturnar, að ESB martöðin er framundan, sjálf Eurogeddon!

Getur virkilega enginn bent Jóhönnu, Steingrími, Bjarna Ben og Þóru á Þessa nöturlegu staðreynd?

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 23:54

26 identicon

Af hverju þarf alltaf að fórna mér fyrir að afhjúpa sannleikann?

Til hvers er allt þetta handónýta sjórnsýslu- og stofnanahyski?  Allt á fóðrum á kostnað óbreytts almennings og gerir ekkert af viti.  Hangir bara í skúffunum og hirðir launin sín og valdníðir almenning.

Getur það amk. ekki hysjað upp um sig brækurnar og hætt þessu hóraríi?

Ef ekki, þá ber að leggja allt heila draslið niður!  Út af með púturnar!

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 00:01

27 Smámynd: Elle_

Hangir í skúffunum - - - - - á nóttu hinna löngu hnífa, Jón Jón??:)  Hvað segir Gunna við þessu?  Okkur er sama hvað Jóa og Steini segja.

Elle_, 20.5.2012 kl. 00:27

28 identicon

Trúðu mér (svona bara næstum því) Elle mín, ég er kominn í mikinn vanda og brátt verður mér kastað út úr upplýsingadeildinni hérna í Brussel.  Ég er einskonar "deep throat" fyrir hönd okkar smælingjanna, á meðan ég get. 

En sem sannur heiðursmaður og drengur góður, þá mun ég aldrei segja til þeirra heiðurshjóna Jóns og Gunnu og þó við þekkjum bæði óbugandi viljastyrk og réttlætiskennd JJJ, þá mun ekki einu sinni kvenlegir töfrar þínir geta ruglað mig núna í ríminu.  Einhver verður að vera guardian angel þeirra, ég er hann:-) 

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 02:15

29 identicon

Wolfgang Schauble virðist vera að hugsa:  "Ich bien ein ubermensch!  En sjitt maður, ég hef óvart grafið mér mína eigin gröf, líkt og mein fuhrer fyrir aðeins 67 árum"? 

Orðrétt (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 02:24

30 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Stoltur af formanni mínum í HÆGRI GRÆNUM að styðja forsetann.
Enda HÆGRI GRÆNIR lausir við allan sósíaldemókrataisma gagnstætt
Sjálfstæðisflokkum.  Vitum ALDREI hvar við höfum hann!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.5.2012 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband