Miðvikudagur, 9. maí 2012
Ögmundur, Nubo og frjálsir sjálfstæðismenn
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er eini ráðherrann í ríkisstjórn Íslands sem ekki leggst hundflatur fyrir kínverska auðmanninum Nubo sem með uppáskrift frá stjórnvöldum í Peking ætlar að taka Grímstaði á Fjöllum á kaupleigu til 99 ára.
Frjálsir sjálfstæðismenn, þ.e. þeir sem ekki er háðir stuðningi frá Samtökum atvinnurekenda og öðrum slíkum, eru andstæðingar kaupa Nubo á prósentuhlut af Íslandi. Um það má lesa á Evrópuvaktinni.
Steingrímur J. allsherjarráðherra mun vera með mál Nubo á sínu borði. Það væri eftir öðru að formaður Vinstri grænna leyfði kínverska nýlendu á íslenskum öræfum.
Athugasemdir
Ja þar lá að, eina andsk.málið sem sleppur upp á borð,öll hin höfum við þurft að draga undan borðum eins og skeinipappír á rúllu. Þetta er til marks um hvað stjórnin er að verða örugg um að við hreyfum hvorki legg né lið gegn þessum fléttufláræði. Þetta er ekki einkamál landshlutans,né allsherjarráðherranum. Það eru öflugir mómælaflokkar í burðarliðnum.
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2012 kl. 14:46
Helga, er landshlutafólki heimill aðgangur í mótmæla flokkana, og hvernig hefur maður samband. kv. Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 9.5.2012 kl. 15:28
Hann Steingrímur hefur sýnt að hann fer létt með að fá besta vin sinn í samninga um yfirtöku erlendra ríkja á öllum fjárhagslegum eignum íslensks samfélags fyrir skuldir einkabanka. ..og berst fyrir því á meðan nasirnrar hanga á sínum stað að eigin sögn.
Hann fer auðvitað létt með að selja nokkur prósent landsins fyrir slikk til leyniþjónustu Alþýðulýðveldisins Kína.
No problem fyrir mannin þann.
jonasgeir (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 16:38
Ráðherrastóllin hans Steingríms er þjóðinni alveg óvenjulega dýr.
jonasgeir (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 16:41
Eyjólfur ég kom úfin heim,það hlýtur að liggja fyrir mér eins og jafnan er talað um Eyjólf,að hann hressist. Maður vinnur nú ekki 3 daga í röð í 9 tíma án þess að verða eins og marglitta,sem brennir. Var að koma heim eftir leit að varahlut í bíl, fann hann at last. Verð í kallfæri eftir slökun!!
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2012 kl. 17:26
Merkilegt hvað menn óttast þennan Nubo.
Er það vegna þess að hann er að gera eitthvað annað en að smyrja dollurum inn í landnám Ingólfs? Þola Reykkvíkingar ekki að fjárfest sé utan borgarmúranna?
Eða......er það vegna þess að hann er kínverji? Hafa íslenskir fjámálasérfræðinga betri málstað? Hvað kennir sagan okkur um afrek þeirra síðanefndu? Voru það ekki mekilegri pennar en sendiherrar sem stimpluðu fjámálaleg heilbrigðisvottorð íslensku fjármálasnillinganna og vottuðu í þeim heiðarleikann?
Af hverju er ég að missa??????
Frábært hjá Einari Benediktssyni í Fréttasneplinum, að tengja kaup Nubo á Grímsstöðum við siglingar um norðuslóð. Sem handhafi pungaprófs, hefði ég talið heppilegra að velja sjávarlóð undir stórskipahöfn, en Grímsstaði á fjöllum, sem er um og yfir 380 metra yfir sjávarmáli, nema ef um loftskipahöfn sé að ræða.
Skil þá ekki í því samhengi, - hvers vegna þarf að vera íslaust á norðurhjara.
Benedikt V. Warén, 9.5.2012 kl. 18:19
Þekkja menn eitthvert loforð sem Steingrímur J., hefur ekki svikið ?? !
Gleymuml ekki að kínverjinn Nubo, starfaði um árabil sem starfsmaður miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins.
" Skylt er skeggið hökunni" segir máltækið
Hafa menn gleymt uppruna Steingríms J. ???
"Trúbræður" hugsa vel um sína !
Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 18:23
Það er einmitt vegna þess að hann er Kínverji, Hr. Benidikt V. Warén. Hann er útsendari kínverskra stjórnvalda og Grímsstaðir eru hentugir til að breiða yfir framtíðar ásetningin.
Pungapróf segir ekkert til um greind eða þjóðhollustu manna. Þeim er vorkunn sem geta ekki haldið uppí sér slefunni vegna peninga þessa manns.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.5.2012 kl. 19:15
Það er þó skárra og mun heilsusamlegra að slefa undan peningum sem koma inn í samfélagið á landsbyggðinni, en að þurfa að sleikja upp molanna af skítugu gólfinu, sem hrjóta af borðum alsnægtanna í höfuðborginni og þjófsnautanna þar.
Benedikt V. Warén, 9.5.2012 kl. 19:34
Þegar menn eru komnir í lið með Ögmundi Jónassyni er tímabært að hugsa sinn gang.
Rósa (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 19:56
Viljum við Kínsstaði á Fjöllum?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 21:31
Við styðjum ÖGMUND !
Láttu nú til skarar skríða minn kæri maður.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2012 kl. 23:53
Ekki reikna ég með því að austfirðingar hagnist mikið á kínverska Grímsstaða ævintýrinu. Halda menn virkilega að þeir fái vinnu við kínversku orustuþoturnar á Grímstaðavelli, þótt þeir séu með pungapróf.
þór (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 00:16
Þegar helsta enskumælandi áróðursmálgagn kínverskra stjórnvalda, CCTV,
stillir stöðutöku Nubos á landflæmi Grímsstaða á Fjöllum,
sem einni af aðalfréttum sínum
... þá er full ástæða fyrir dvergþjóð að fara að hugsa sinn gang.
Allt annað er að sofa fljótandi að feigðarósi.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 00:16
Vert er og í þessu samhengi að hafa hina sígilda ræðu Einars Þveræings í huga, þá sem hann flutti til að vara Íslendinga við því að verða við bón Ólafs Haraldssonar Noregskonungs um að þeir gæfu honum Grímsey:
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 00:36
Á meðan málgagn hræsnaranna, Steingríms og stalínista hans, smugan.is, þegir þunnu hljóði, nema um heiftina gegn einni jurtategund, lúpínunni og niðurníddum heimilum landsins, allt á vakt Steingríms og stalínistanna.
þá skifar Ögmundur þetta á heimasíðu sinni, ogmundur.is:
"Kínverskur auðmaður vill fá yfirráð yfir landi í fjarlægum heimshluta, reisa 20 þúsund fermetra mannvirki og flugvöll. Jarðnæðið liggur að viðkvæmum og afar verðmætum ferðamannastöðum. Jörðin er að sjálfsögðu Grímsstaðir á Fjöllum, landið Ísland og auðmaðurinn Huang Nubo. Samkvæmt grundvallarreglu í íslenskum lögum er þetta ekki heimilt. Hins vegar er að finna göt í lögunum - heimildarákvæði - sem hægt er að komast í gegnum og ná sama markmiði. Þetta gat telur kínverska fjárfestingarsamsteypan sem auðkýfingurinn Huang Nubo er í forsvari fyrir, sig hafa fundið með aðstoð nokkurra íslenskra sveitarstjórnarmanna og starfsmanna í stjórnsýslu.
Þetta gat og fleiri göt í lagasmíðinni eru vissulega öll okkar stjórnmálamannanna verk og allt kann þetta vera fullkomlega lögum samkvæmt. En við hljótum alltaf að spyrja um markmið grundvallarreglu. Þá er undarlegur hljómur í þessu máli. Engu er líkara en á heimaslóð kaupandans sé verið að greina frá stríðsátökum, sigrum og ósigrum þar sem menn tapa eða vinna. Þar eru vinir og óvinir. Í morgun bárust mikil fagnaðarlæti austan að. Engu líkara en verið væri að fagna miklum landvinningum, og viti menn - innanríkisráðherrann hafði orðið undir í ríkisstjórn!
Skyldi þetta vera vísbending um það sem koma skal? Hvernig verður Ísland eftir að auðkýfingar hafa keypt það allt upp? Smjörþefinn fundum við í Kerinu á dögunum þegar eigendur meinuðu kínverskum gestum aðgang. Þá var ég stuðningsmaður okkar erlendu gesta. Þetta var ágæt áminnig um hvert einkaeignarrétturinn á landi og náttúruperlum getur leitt.
Reglan um húsbændur og hjú hefur aldrei verið geðfelld og á ekki að vera við lýði í víðernum Íslands. Meðal annars þess vegna eru mínar efasemdir um kaup Kínverja á Grímsstöðum. Gildir einu hvort um er að ræða sjálfstæðan auðkýfing eða ríkisrekinn. Hið fyrra er þó sennilega illskárra. Alla vega þegar stórveldi á í hlut með strengina á hendi - að ætla má.
Íslensk stjórnvöld eiga hins vegar ekki að hafa nein afskipti af málinu, segja íslenskir fulltrúar hinna erlendu fjárfesta. Talsmaður þeirra sagði í Sjónvarpsfréttum í kvöld að slík afskipti flokkuðust undir geðþóttavald! En til hvers eru stjórnvöldin? Mega lýðræðislega kjörnir fulltrúar ekki hafa skoðun og afskipti af auðvaldi?
Ég hélt að við værum lýðræðissinnar."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.