Þýsk landráð og grísk hótun

Eitt stærsta dagblað Þýskalands, Die Welt, segir það stappa nærri landráðum að þýskir sósíalistar ætli að styðja Hollande, nýkjörins Frakklandsforseta, gegn Angelu Merkel kanslara. Þau tvö takast á um framtíðarstefnu Evrópusambandsins.

Merkel heldur fast við fjármálabandalagið sem mælir fyrir um ráðdeild í ríkisrekstri og bann við ríkissjóðshalla umfram 3 prósent. Hollande vill hagvaxtarpakka byggðum á opinberum útlánum.

Ein og málin séu ekki nógu flókin fyrir Þjóðverja og Frakka þá hóta Grikkir að sprengja upp evru-samstarfið ef þeir fá ekki betri kjör á neyðarlánum frá Evrópusambandinu.

Grikkir og Frakkar sameinast í kröfunni um að Þjóðverjar ábyrgist skuldir annarra evru-ríkja með útgáfu sameiginlegra ríkisskuldabréfa.

Til að Þjóðverjar svo mikið sem íhugi að ábyrgjast skuldir óreiðuríkja verður að smíða yfirþjóðlegt eftirlitskerfi sem fylgist með hverri evru sem fer frá Þýskalandi til Suður-Evrópu. Það gerist ekki í bráð og á meðan magnast skuldbálið.

Á meðan evru-blokkin brennur er Samfylkingin á þröskuldinum og vill ólm troða Íslendingum inn í eldsvoðann. Í Þýskalandi er rætt um landráð, Grikkir hóta en á Íslandi ræður heimskan ríkjum.


mbl.is Ætla að tæta í sundur skilyrði ESB og AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.cbsnews.com/8301-505123_162-57430084/where-will-spain-get-money-for-bank-bailouts/

ekkert fjárans esb hér (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 08:14

2 identicon

Já, það má alveg kalla þetta heimsku hjá krötunum. Við verðum þó að muna, að þeir hafa alltaf verið hrifnir af erlendu valdi.

Óskin um ESB innlimun, andstaða þeirra við þjóðaratkvæði um EES, andstaðan við þjóðina í landhelgisstríðunum og andstaðan við að Ísland yrði frjálst lýðveldi, ætti okkur að vera áminning um það, að þessu fólki er ekki treystandi fyrir fjöreggjum þjóðarinnar.

Ég held að tími sé kominn á stórt og myndarlegt minnismerki á áberandi stað, þjóðinni til áminningar um eðli og innræti hryggleysingja.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 08:21

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Stuðningur við ESB aðild er ekki skammtímasjónarmið heldur er það hugsað til margra áratuga jafnvel alda. Þess vegna látum við stuðninsmenn ESB aðildar Íslands ekki skammtímavanda ESB trufla okkur. Það er fátt sem bendir til annars en að ESB muni fljótlega ná vopnum sínum og hagvöxtur aukast í Evrópu.

Sigurður M Grétarsson, 12.5.2012 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband