Þriðjudagur, 8. maí 2012
Össur platar Bjarna Ben.
Samfylkingin og Össur Skarphéðinsson gáfust upp á því að selja Íslendingum aðild að Evrópusambandinu á almennum pólitískum forsendum. Ísland á fjarska lita samleið með meginlandsríkjunum sem ráða förinni í ESB.
Evrópusambandið er í efnahagslegri og pólitískri upplausn og þess vegna virka ekki búðarlokurökin um að við ætlum að græða á því að flytja þjóðarheimilið inn i ESB-blokkina sem stendur í björtu báli.
Össur ætlar næst að reyna lagatæknirök fyrir því að Ísland skuli verða aðili að Evrópusambandinu. Össur mun beita hræðsluáróðri um að EES-samningurinn sé í uppnámi nema við framseljum aukið vald til stofnana EES. Þegar búið er að leyfa valdaframsal til EES er Össur kominn með viðbótarrök fyrir ESB-aðild.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er beit á hjá Össuri og studdi málflutning utanríkisráðherra í Sjónvarpsfréttum. Til samanburðar við bjálfahátt Bjarna kemur formaður Framsóknarflokksins með yfirlýsingu um að við eigum ekki að hlaupa eftir dyntum frá Brussel og alls ekki þegar Össur hefur hönd í bagga.
Fæli í sér eðlisbreytingu á samningnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Oft er mikill munur greinilega sýnilegur á greind Bjarna Ben og svo formanni framsóknarflokksins.
Það er pínulítið sorglegt, en framarar eiga alveg óvitlausan formann. Það er fínt.
jonasgeir (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 15:42
Sjálstæðismönnum er vart viðbjargandi meðan þeir sparka hvorki Bjarna Ben né sukkliðinu og samspilligar trójuhestunum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 15:49
Er ekki allt í lagi að láta EES samninginn gossa. Ég fæ ekki séð hagsmuni okkar af honum í heildina þegar hann er ein meginástæðan fyrir hruninu.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2012 kl. 16:12
Auðvitað á að láta EES samninginn "gossa".
Af fjórfrelsinu; fjármagn, þjónusta, verkafólk, varningur, stendur eiginlega ekkert eftir nema einfrelsi; þ.e.varningur.
Mesta furða eiginlega að ESB hafi ekki þegar sagt upp samningnum af sinni hálfu.
Kolbrún Hilmars, 8.5.2012 kl. 17:03
Sammála ykkur öllum :)
Sigurður (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 17:19
Barni Ben beit greinilega á agnið hjá Össuri.
Eins gott að Hægri Grænir eru komnir til að vera.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 17:47
Þessi Bjarni Ben. Er svipað ólán og Jóanna Sigurðardóttir, endalaust hendandi inn sundrungar sprengjum. Það er eingin staðfesta í honum og ekki nokkur leið að finna sér leið til að treysta honum.
Þetta er mjög slæmt því að einmitt nú höfum við svo mikla þörf fyrir öflugan Sjálfstæðisflokk. Það er betra að hafa minni en skipulagðari flokk heldur en stóra hjörð af fólki sem aldrei getur haldið stefnu.
Auðvita ryðjum við frá okkur því sem hindrar okkar framgang og skiptir ekki máli þó að það heitir EES eða schengen. En það gerist ekki nema það verði stokkað upp í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.5.2012 kl. 18:02
Hvað er að honum Bjarna
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 8.5.2012 kl. 18:16
Víglínan í næstu kosningum liggur um ESB.
Ekki viss um að kjósendur Sjálfstæðisflokksins verði ánægðir með það, að Bjarni verði handan línunnar. Ef svo verður, verða kjósendur Sjálfstæðisflokksins, ekki kjósendur Sjálfstæðisflokksins.
Hilmar (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 18:40
Já en Hrólfur, erum við í staðfestri sambúð með Sjálfstæðisflokknum??? Alla vega ekki ég,en halla alltaf til hægri. Frelsið gefur mér tækifæri að leita það uppi.Hvernig fara svo ,,óbreyttir,, að því að láta illa þokkuð efnahags og vegabréfsfrelsi gossa?
Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2012 kl. 19:32
þvílíkur hálvitagangur að velja Bjarna Ben á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins...Bjarni Ben er ekki efni í góðan Pólitíkus og verður það aldrei..
Vilhjálmur Stefánsson, 8.5.2012 kl. 20:45
Loksins þegar um 65-70% þjóðarinnar eru endanlega komin á þá skoðun að ESB sé ekkert fyrir Ísland, þá fer Bjarni að agintera fyrir ESB. Þetta er svona álíka vitlaust og ef einhverjum hefði dottið í hug að styðja Icesave l,ll eða lll á sínum tíma. Algerlegea óhugsandi. Samt eru alltaf einhverjir sem virðast ekki með nokkru móti geta lesið úr einfaldri tölfræði.
joi (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 21:45
Hann er og hefur verið eins og óþroskaður og tvístígandi strákur. Maðurinn veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga í einu eða neinu, nema hann sé svona falskur.
Elle_, 8.5.2012 kl. 23:37
Sumir segja að Bjarni sé heimskur. Ekki gott veganesti.
Björn Emilsson, 9.5.2012 kl. 01:05
Ætli Bjarni Ben hafi fengið Prófskírteini sitt vegna Ættar sinnar???
Vilhjálmur Stefánsson, 9.5.2012 kl. 12:32
Hann hefur allavega ekki sýnt neina snilldartakta sem taka af allan vafa um að þetta sé rétt hjá þér Björn.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.