Laugardagur, 5. maí 2012
Þjóðin þunglynd, Jóhanna í afneitun og reiði
Geðlæknir greinir þjóðina á fimmta stigi eftirkasta hrunsins, þunglyndi. Forsætisráðherra, Jóhanna Sig., er aftur fastur í fyrsta og öðru stigi sem er afneitun og reiði.
Jóhanna Sig. og ríkisstjórn hennar mælist með innan við þriðjungsfylgi meðal þjóðarinnar.
Jóhanna þjösnast áfram með mál eins og ESB-umsókn, breytingar á stjórnarráði og stjórnarskrá í fullkominni afneitun um stöðu sína og stjórnarinnar.
Þunglyndi þjóðarinnar tekur að létta þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fer frá - ekki fyrr.
Íslendingar fullir sektarkenndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vantar ekki drungasvipin á Jóhönnu þegar hún þjösnar áfram sínum málum. Völd hennar á kostnað öreiganna er hennar markmið.
Ekki skrýtið að kvinnan brosi lítið.
jonasgeir (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 11:41
Jæja, er það Jóhanna sem er i afneitun? Skarpur maður hann Páll Vilhjálmsson! Öll þjóðin veit þó að það eru Sjallabjálfarnir + hækjan sem hafa verið í afneitun allt frá 2006, en ekki aðeins síðan hrunárið 2008. En ekki aðeins afneitun. Sjallarnir eru núna brjálaðir af reiði og hatri vegna Rannsóknarskýrslu Alþingis, vegna fangelsunar Baldurs Náhirðs og svo ekki síst eftir að Geir Haarde var fundinn sekur fyrir incompetence og dæmalausan aumingjaskap í starfi sínu sem forsætisráðherra. Þunglyndi Íhaldsins mun hinsvegar ekki létta eftir kosningar á næsta ári, því þeir munu skíttapa þeim, sem og hækjan.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 12:16
´Hækja, náhirð, Sjallar´. Orðaforðinn eins og hjá Ómari Kristjánssyni nema það vantar bara ´hægri-öfga-þjóðrembinginn´.
Elle_, 5.5.2012 kl. 12:30
Einmitt, Elle, sami orðaforðinn.
Sólbjörg, 5.5.2012 kl. 13:39
Aðeins 356 dagar eftir. Þungt en það léttist.
Ragnhildur Kolka, 5.5.2012 kl. 17:10
Já, við teljum sekúndurnar, Ragnhildur.
Elle_, 5.5.2012 kl. 17:28
Haukur er bara kurteis þessa dagana, ekkert nema elskulegheitin uppmáluð.
Orðaforði hans verður áreiðanlega ekki prenthæfur þegar flokkurinn hans verður kominn í stjórnarandstöðu - eftir 356 daga, eða 355 og hálfan?
Kolbrún Hilmars, 5.5.2012 kl. 17:35
Vonandi eða bara þessi Samfylking þurrkast út. Hún er óþjóðholl og svikul. Burt með hana sem fyrst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2012 kl. 18:54
Fyrirgefðu Páll Vilhjálmsson afskiptasemina, en það er hérna hjá þér gestur sem ég hef tekið eftir að lætur rök helst ekki fylgja máli sínu, en mál hans er að jöfnu mjög afdráttar laust.
Ekki ætla ég að þér finnist gaman að vera ómerkingur Hr. Haukur Kristinsson. En ef þú átt við mig og mína líka, sem sjallabjálfa ásamt hækjum brjálaða af reiði, þá er frá því að segja að ég er ekki reiður, en mjög undrandi á hátterni ykkar vinstri manna og talsmáta. Það lítur mun fremur út fyrir að þið vinstrimenn séuð reiðir, eða er það ekki?
Þú spyrð hvort Jóhanna sé í afneitun og svar mitt er já. Hún ætlar með Ísland og Íslendinga inn í Evrópusambandið. Þangað viljum við Íslendingar ekki fara, en Jóhanna afneitar vilja þjóðarinnar. Það virðist þú gera líka, eða er það ekki?
Hvaða sjálfstæðismenn eru brjálaðir af reiði vegna rannsóknar skýrslu Alþingis?
Í rannsóknar skýrslu alþingis er margt ágætt og annað sem orkar tvímælis eins og er með öll mananna verk, eða er það ekki?
Hver var það sem hafði forgöngu um að setja neyðarlögin sem Steingrímur notar nú til að upphefja sjálfan sig?
Hrólfur Þ Hraundal, 5.5.2012 kl. 19:09
Hvernig er hægt að hjálpa fólki, sem er fast í áfallaröskun, afneitun og reiði?
Og hver er svo ó-pólitískur og ó-flokksbundinn að hafa vilja, kjark, menntun og læknaleyfi til þess? Samfélagsmynstrið er svo litað að sundrandi áhrifum keyptra ESB-liða, að það er ólíklegt að nokkur hafi raunverulegt vinnufrelsi til að hjálpa fólki í efstu stigum stjórnsýslunnar, sem er fast í áfalla og streituröskun. Það eru fleiri en Jóhanna Sigurðardóttir sem eru í slíkri áfallastreitu-kreppu. En hún var því miður valin í forystusætið af forráða-klíkumafíunni. Líklega vegna þess að hún veldur ekki sjálfstæðri hugsun í landsmálunum, því hún er svo heltekin af ESB-"frelsuninni".
Það þarf hreinlega mikinn kjark og þor til að sýna ólíkum hópum samfélagsins þann raunverulega kærleika, sem þörf er á. Kúgararnir eru í viðbragðsstöðu á öllum vígstöðvum, til að rakka niður þá sem raunverulega vilja bæta samfélagið þvert á flokka og hagsmunaklíkur. Fjölmiðlar sumir hverjir og dagblöðin eru með sérstakt eineltisteymi, sem gert er út til að fremja mannorðsmorð á þeim sem voga sér að hugsa ábyrgt/sjálfstætt, og sýna fólki skilyrðislausa virðingu og kærleika.
Svo eru einhverjir sem telja að Íslandi sé stjórnað á siðmenntaðan hátt!
Þvílík "siðmenning"!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2012 kl. 19:25
Hrólfur: - - - sem Steingrímur notar nú til að upphefja sjálfan sig? - - - JÁ. EN 355,5 DAGAR EFTIR. VIÐ LIFUM.
Elle_, 5.5.2012 kl. 19:38
Jónas Kristjánsson 05.05.2012
Geir aftengdi lýðræðið
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur líkir ákvörðun Geirs Haarde um að ræða ekki vanda bankanna í ríkisstjórn við, að forstjóri Almannavarna kallaði ekki saman almannavarnarnefnd í hættuástandi. Gaf bankabófunum með því svigrúm til að koma fjármunum undan. Geir hafi með þögninni sloppið við þrýsting samráðherra og aftengt lýðræðið. Tilraunir til að draga hann fyrir dóm báru síðan lítinn árangur. Landsdómur nennti ekki einu sinni að toga uppúr Seðlabankanum símtal Geirs og Davíðs daginn fyrir hrunið. Niðurstaða Landsdóms verður því talin vera lélegasti kattarþvottur stjórnmálasögunnar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 21:18
Aladeen hershöfðingi gaf Áströlum á dögunum góð ráð, hvernig hægt væri að lagfæra forsætisráðherrann þeirra. Skyldi hann geta hjálpað okkur? Skyldi nokkur geta hjálpað okkur?
Haukur: Þakka þér ástsamlega fyrir að gleðja okkur með hugleiðingum Jónasar Kristjánssonar og Sigurbjargar stjórnsýslufræðings. Áttu ekki eitthvað líka eftir Björn Val Gíslason? En Páll var reyndar í þetta sinn að skrifa um Jóhönnu Sigurðardóttur. Það er nú kannski kurteislegt að halda sig við efnið á annarra manna bloggsíðum.
Sigurður (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.