Nubo kaupir stjórnmálamenn og fær land í kaupbæti

Kínverski kommúnistinn Nubo er kominn með íslenska sveitarstjórnarmenn fyrir norðan og austan í vasann og vitanlega auðkeyptustu þingmennina líka - þeir eru allir í Samfylkingunni. Oddný samfylkingarráðherra iðnaðar segir í dag að 40 ára leiga sé í lagi sín vegna.

Nubo kallinn veit að þegar stjórnmálamenn eru einu sinni búnir að selja sig er hægt að kreista þá: 99 ár í stað 40.

Fordæmi Nubo sýnir í hnotskurn veikleika margra íslenskra stjórnmálamanna - þeir fást fyrir lítið.


mbl.is Huang vill samning til 99 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakkar ekki í Páli Vilhjálmssyni eftir því að fá Nubo í eigendafélag bænda , og getað rætt þessar hugsanir sínar við hann í eigin persónu ?

Hann á peninga, þú skrifar fyrir peninga !!!

JR (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 20:38

2 identicon

Flatarmál Grímsstaða á Fjöllum er 60 sinnum flatarmál Grímseyjar.

Hvar er nú Einar Þveræingur?

Sveinn Snorrason (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 20:38

3 identicon

Nubo er svo vondur að hann hlýtur að vera félagi í Samfylkingunni.

Ef svo er finnst mér hann geðslegri en fulltrúar þessa ömurlega flokks á þingi.

Karl (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 20:50

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll, ég held að Nubo sé nú að kaupa stærri laxa en sveitarstjórnarmenn. Er hann ekki að kaupa einn stjórnmálaflokk? Er einhver skýring á að flokksforystan með rauðu kúluna á nefinu, gengur í netsokkum þessa dagana?

Sigurður Þorsteinsson, 4.5.2012 kl. 21:39

5 Smámynd: Elle_

Hann er geðslegri en þau, Karl.  Óleyfileg landsala í skuggaherbergjum er þeirra ær og kýr, hvort sem það er fyrir Kína eða Stór-Þýskaland.  

Elle_, 4.5.2012 kl. 21:40

6 identicon

Er það vegna þess að maðurinn er ekki frá BNA eða maðurinn vill ekki vera með skúffu í Svíþjóð, eða er það vegna þess að maðurinn borgar ekki í sjóði sjálfstæðisflokksins, eða er það vegna þess að hann borgar ekki réttum aðilu hjá eigendafélagi bænda þóknun, eða hann borgar ekki í réttan klíkuklúbb ???

Hvað er það sem þið viljið ekki með þennan mann ?

Mér er nokkuð sama, en þoli illa sjálfumglaða sjálfstæðispenna, sem þyggja laun fyrir skrif sín gegn öllum sem gæti gert eitthvað gott !!!

JR (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 22:06

7 Smámynd: Elle_

Við hvert okkar ertu að tala?  Viljum við hver ekki þennan mann??  Það get ég sagt að Bandaríkin, bændur og Sjálfstæðisflokkurinn koma málinu ekkert við en hvað mig varðar en ég vil enga landsölu, ekki til neinna.

Elle_, 4.5.2012 kl. 22:35

8 Smámynd: Sólbjörg

"Ferðaþjónustan " sem Nupo er með í huga eru kínversk skemmtiferðaskip sem eiga að sigla norðurleiðina með fullt af kínverjum - til þess að það gangi verður hann auðvitað að fá að byggja hafnaraðstöðu og borgar meiri pening sú höfn verður risastór í einkaeigu kínverja sem munu gera allt sem þeim sýnist þar og sigla þeim skipum þangað sem þeir ákveða. Ef heimamenn eða aðrir íslendingar eru eitthvað "að ybba gogg", þá verður því mætt með hörku og valdi.

Sólbjörg, 4.5.2012 kl. 23:05

9 identicon

Það er engin vandi að skrifa eða segja eitthvað !!!

Komið þið með rök fyrir orðum ykkar og sönnun á þeim  !!!

Það skrifar engin svona ómerkilega nema fyrir peninga !

Hvaða klíkuklúbbur borgar er mér sétt sama fyrir skrifin ykkar !

Það er enginn íslendingur svona ómerkilegur !!!!

JR (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 23:36

10 identicon

Nubo kallinn er búin að stinga helling af embættismönnum í vasan sinn peningavasann.

Númi (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 23:47

11 Smámynd: Elle_

Hvaða VIÐ?  Hvað skildirðu ekki?  Perónulega vil ég enga landsölu til neinna.  Þú kemur ekki með nein rök sjálfur og heimtar það af okkur hinum.  Þú svarar engum spurningum.  Við hverja ertu að tala að ofan??  Þú talar samhengislaust um Bandaríkjamenn, bændur endalaust, Sjálfstæðisflokkinn.

Elle_, 4.5.2012 kl. 23:50

12 identicon

JR, ég geri mér grein fyrir að þú ert óborgaður við þessa iðju þína, enda ertu fremur illa skrifandi og fullkomlega ósannfærandi við iðjuna.

Ég veit að þú agnúast út í þá sem eru betur máli farnir, og hafa eitthvað raunverulegt að segja, og segja það á skiljanlegan máta. Það þýðir þó ekki, að þeir sem eru þér margfalt framar, fái greitt fyrir skrifin.

Reyndar er það svo, að þú lætur aðra, og þá andstæðinga innlimunar ESB, líta mjög vel út. Það er auðvelt að skína skært við hliðina á þér.

Af þeim sökum, hvet ég þig til þess að skrifa sem oftast og sem víðast. Með þig í okkar liði, förum við aldrei inn í eymdarklúbbinn.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 00:14

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hilmar þetta var góð áminning til MR.DJEIERR. Elle, hvað þú hefur oft verið vistuð hjá stærsta flokki Íslands,án þess að fótur sé fyrir. . þú ert svo virðuleg í skrifum og staðföst,að þeim dettur ekki annað í hug,nema þeir tveir flokkar,sem berjast nú á þingi fyrir gamla Ísland. Það er stutt í kosningar og þessi ólöglegu land-sala,verður ógilt af næstu stjórnarliðum.

Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2012 kl. 02:08

14 identicon

Það eru ALLIR til sölu,þetta er bara spurning um verð..

Casado (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 07:23

15 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

 Þetta Grímstaðamál er allt hið furðulegasta.Í það fyrsta þá er reglan sú að ef obinberir aðilar leigja húseignir lönd eða lóðir þá ber að auglýsa slikt, og allir eiga sama rétt til að bjóða í það sem í boði er.Í öðru lagi, af hverju í ósköpunum leigja ekki núverandi eigendur Grímsstaða sjálfir Nubo jörðina og eiga hana áfram.Hafa sveitarfélög einhvern sérrétt til að leigja út eignir,ekki er finnanlegt neitt slíkt í lögum.Þetta hlýtur að verða kært til þar til bærra aðila.

Sigurgeir Jónsson, 5.5.2012 kl. 09:11

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þar sem ofur-nýríkir auðkýfingar eru í landa-viðskiptaleiðangri (hverrar þjóðar sem þeir eru), þar er von á spillingarbraski bak við tjöldin. Hver ætlar að kaupa af þessum Kína-manni eftir 40 ár? Mun einhver vera svo loðinn um lófana (fjársterkur), að ráða við að borga fyrir uppbygginguna þá? Hvernig verður framhalds-samningurinn? 

Í upphafi skal endirinn skoða, sagði eitt sinn gamall, velviljaður og vitur maður við mig, sem ég hef því miður sjaldnast kunnað sjálf að fara eftir í hringiðu lífsins. Vonandi finnast staðfastari einstaklingar í valdastöðum á Íslandi, en ég hef verið upp í gegnum tíðina. Þess vegna minni ég á þetta gullkorn frá þessum gamla, góða og vitra manni.

Það má ekki allt vera falt fyrir glóandi glópagull. Ísland hefur verið að glíma við glópa-gullæðið frá því að það slapp úr fátæktar-gildru, basli og hamförum á síðustu öld. Það er eðlilegt hjá nýríkri og reynslulausri þjóð. 

Þeir verða að veljast í valdamiklar ábyrgðarstöður, sem ekki eru falir fyrir þessar glópagull-krónur. Græðgi í skjótfenginn auð og völd kom okkur á þann stað sem við erum núna, á örfáum áratugum. Við þurfum að þroskast á vitleysunum sem við gerum. Það er tilgangurinn með skóla lífsins.

Ef þetta hefði verið frekar fátækur Kínverji af veraldlegum auð, en ríkulega innréttaður af heilsteyptum hugsjónum, þá hefði ég ekki verið í vafa um að hann ætti að fá að kaupa jarðarskika á viðráðanlegu  verði hér á skerinu. Kínverjar eru frábært fólk, með mikla þekkingu og reynslu, og eiga allt gott skilið.

Ofurríkir auðmenn eru í flestum tilfellum allt önnur tegund en fátækt og duglegt hugsjónafólk, og sjaldnast eru auðjöfra-pyngjur traustsins virði, hvað þá meir. Það höfum við upplifað, með sögulegum og eftirminnilegum hætti, við hrun fjármálakerfis, sem einmitt var byggt á þannig ótraustum grunni. 

Okkur íslendingum hættir til að loka augunum fyrir reynslu annarra þjóða, þegar við þurfum að taka afdrifaríkar ákvarðanir. Stundum teljum við okkur svo miklu klókari og betri en aðrar þjóðir, að við getum fundið upp sama ónýta hjólið og aðrar þjóðir eru búnar að reyna að finna upp.

Mér finnst ekki eðlilegt hvað þessi fjársterki Kínverji er áfjáður í að kaupa hér svona stóran part af landi, þó hann sé búinn að fá höfnun. Hann brást heldur illa við þeirri höfnun, með stóryrtum yfirlýsingum um íslensk stjórnvöld, ef ég man rétt. Svo kemur hann aftur eftir það, og heldur áfram af slíkri þráhyggju, að varla getur það talist alveg eðlilegt og skiljanlegt. Þá er enn vafasamara að hann ætlar sér einungis að byrja stórt, með þokukenndar áætlanir sem ekki hafa verið gerðar opinberar.

Hvað eru Kínverjinn og íslensk stjórnvöld að reyna að fela? Hvað er það sem ekki þolir dagsins ljós í þessum viðskiptum, ef viðskiptin eru eðlileg og heiðarleg? Er hann kannski með falskt glópagulls-net í Kína-peningapyngjunni stóru? Er það þannig klúður sem þessa þjóð vantar mest?

Er til of mikils ætlast að fá svör við þessum spurningum, eftir allt sem á undan er gengið?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2012 kl. 09:46

17 Smámynd: Sólbjörg

Gott Sigríður. Hinn almenni borgari eða einhvert ferðaþjónustufyrirtæki hlýtur að geta skrifað bréf til stjórnsýslunnar anað hvort sveitarfélagið eða til umboðsmanns alþingis og krafist þess að fá að sjá samninganna sem fyrirhugaðir eru við Nubo og hvernig sveitarfélagið sér fyrir sér samningslok að 40 árum liðnum. Hvað um óheft aðgengi og akstur gegnum svæðið.

Karlinn gengur erinda kínverskra stjórnvalda sem hafa rekið hann af stað aftur til að krefjast lengri samnings. Bókað mál að kínverjarnir eru með 100 ára áætlun og allt á hreinu hvað þeir ætla sér, það eru sko engir óljósir hóteldraumar þar inní. Ótrúlegt hve auðvelt er að plata margt gráðugt fólk sem nennir ekki að vinna vinnuna sína.

Sólbjörg, 5.5.2012 kl. 10:07

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sólbjörg. Það er væntanlega ekki bannað í lýðræðisríki að fá að sjá þennan svokallaða "samning". Það verður að rökstyðja þennan "samning" á vitrænan og lýðræðislegan hátt.

Annars þurfum við ekki núgildandi stjórnarskrá, og því síður þá sem er í smíðum!

Ég hef sagt það áður og segi það aftur, að það er verst að upplifa falsið og lygina í öllu stjórnsýslukerfinu, sem rænir smátt og smátt almenning öllum lífskrafti og siðferði.

Og hvaða samfélagsvermæti eru þá eftir?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2012 kl. 19:50

19 Smámynd: Elle_

Anna Sigríður: - - - verst að upplifa falsið og lygina í öllu stjórnsýslukerfinu, sem rænir smátt og smátt almenning öllum lífskrafti og siðferði.- - -  Hve satt.  Fals og óheiðarleiki og rán að ofan eyðileggur siðferði þjóða.  Og gerir hana voða reiða.  Takk, kæra Helga.

Elle_, 5.5.2012 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband