Forsetaembættið er pólitískt

Samfylkingin undirbjó atlögu að forsetaembættinu með því að efna til skoðankönnunar á því hvaða frambjóðandi úr röðum samfylkingarfólks ætti mestar líkurnar á því að sigra kosningarnar. Þóra Arnórsdóttir varð fyrir valinu.

Embætti forseta er hluti af stjórnskipun Íslands. Á síðustu árum hefur það sannanlega þjónað hlutverki sínu sem vörn fyrir almannahagsmuni, þegar forsetinn í tvígang vísaði til þjóðaratkvæðis Icesave-samningum.

Sjálfstæðismenn létu Samfylkinguna tuska sig til í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde með því að Samfylkingin ákvað landsfund fyrir Sjáflstæðisflokkin og hvað ætti að vera á dagskrá fundarins.

Stundum þarf að velja á milli tveggja kosta sem hvorugur þykir góður.

Sjálfstæðismenn ættu að styðja Ólaf Ragnar Grímsson til endurkjörs í embætti forseta Íslands.


mbl.is Forsetaembættið verði ekki dregið inn í kosningabaráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdi Icesave. Hver og einn einasti.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 12:53

2 identicon

Einasta motstadan vid Icesave kom fra Sjalfstædisflokki og Framsoknarflokki. ...Og svo audvitad ærlegari hluta VG.

Petu Bløndal taladi oft skøruglega gegn teim jihad ættada pappir Steingrims og Svavars.

Olafur bjargadi Islandi, en ironiskt nok verdur honum kanski fyrst verulega takkad tad a grafsteininum. ..eins og gengur stundum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 13:19

3 identicon

Nei Sleggja, 5 eða 6 þingmenn xD studdu Icesave 3 ekki

Skúli (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 13:31

4 identicon

Vinir Óla, fólk sem þykir vænt um hann, ættu að hvetja hann til þessa að draga framboðið til baka og það strax. En menn verða að sýna lagni, kallinn er líklega þrjóskari en sauðkindin. Ef forseta ræfillinn dregur þetta á langinn, verður útkoman fyrir hans  “reputation” hörmuleg. Hann hefði aldrei átta að fara út í þessa vitleysu, hefði átt að standa við það sem hann sagði um áramótin. Og hverjir stóðu svo fyrir þessari Mikki Mús og Tarzan undirskriftasöfnun? Jú, Framsóknar Guðni og prelátinn Jón Valur. Tveir furðufuglar. Óli lét þá plata sig eins og hann lét útrásar-bófana spila með sig. En við höfum ekki efni á því að hafa forseta sem lætur plata sig og spila með sig. Allaveganna ekki lengur en í 16 ár.

 “We’ve seen enough”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 13:48

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já það var reyndar nokkrir xd á móti... en mikill þingmeirihluti samþykktu Icesave

Bjarni talaði um ískallt hagsmunarmat

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/02/05/snyst_um_iskalt_hagsmunamat/

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 14:31

6 identicon

Það er skrýtið með samfykingarsnáðana Hauk og Ómar að þeir eru afskaplega illa að sér í íslenskunni.  Og ekki mikið betri í utan Evru, utan ESB málinu að mestu engilsaxnesku.

Samfylkingarsnáðarnir sleggjan og hamarinn vita mætavel að Bjarna var næstum sparkað úr formannstóli fyrir að vera ískaldur í hagsmunamatinu, þó Icesave 3 hafi verið ansi mikið skárri en fyrsta hörmungin.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 14:37

7 identicon

Skýringar forsetans á atgjörvi útrásar-bófanna

Nr. 7. Óli um “leadars”.

They don’t hide behind an army of lawyers.

“Seventh, we have entrepreneurship – old-fashioned entrepreneurship where the boss himself or herself stands in the front line, taking responsibility, leading the team, giving the company a visible, personal face. This style of entrepreneurship breeds leaders who know they are responsible, aware that their initiative will make or break the deal. As an Asian business executive once told me: "The reason why I like to do business with Icelanders is that the bosses themselves come to the table; they don’t hide behind an army of lawyers and accountants like they do in the big European and American companies.”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 14:54

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er í Sjálfstæðisflokknum. Það kemur skýrt fram á bloggsíðunni ef þú ferð í "um höfund"

Sleggjan og Hvellurinn, 4.5.2012 kl. 15:07

9 identicon

Já, ég veit þú segir það.  Það eru líka nokkrir samfylkingarsnúðar í sjálfstæðisflokknum.   Því miður.  Vonandi þú ratir heim á endanum segi ég nú bara í bestu meiningu.

Haukur Kristinsson hefur nú ekki efni á að vitna mikið í vitlausustu klausur Ólafs, bjargvættar Íslands, því þær eru komnar beinustu leið út úr stefnuskrá samfylkingar og ritstjórn Fréttablaðsins.  ...Frá Blair stjórn Breta.

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 15:24

10 identicon

Skýringar forsetans á atgjörvi útrásar-bófanna

 

Nr. 5. Óli um kunningsskapinn. My word is my bond.

 

“Fifth, there is a strong element of personal trust, almost in the classical sense of “my word is my bond.” This enables people to work together in an extraordinarily effective way because they are fostered in communities where everyone knows everyone else.“

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 15:27

11 identicon

Páll bloggar um frétt: Björn Bjarnason talar í þá veru, að Ólafur Ragnar ætti ekki að bjóða sig fram, til að blanda ekki embætti sínu í kosningar, heldur leyfa þeim að snúast um einstaklinga í framboði. Hann nefnir í því sambandi, hvað Ólafur Ragnar hefur gegnt embætti lengi. Almennt séð, finnst mér þessi rök ekki sannfærandi, því að sérhverjum forseta er heimilt að leita endurkjörs, eins oft og hann vill. Þannig er stjórnarskráin. Ólafur Ragnar gat reyndar ekki vitað, þegar hann varð við áskorunum um að gefa kost á sér, hverjir aðrir byðu sig fram, nema Ástþór og ef til vill Jón Lárusson. Björn talar um aðstæður, sem séu ekki sambærilegar við aðrar kosningar, án þess að skýra það nægilega út.

Vissulega er dálítið erfitt að kjósa Ólaf Ragnar, sé litið á allan feril hans. En maðurinn leyfði þó þjóðinni að ráða í Icesave, og hann hefur talað þannig, að þjóðinni verði ekki þröngvað inn í ESB með brögðum, á meðan hann stendur vaktina. Hvort tveggja skiptir mjög miklu máli. Ólafur Ragnar er, eins og nú er komið ferli hans, líklegur til að vilja halda frið við meiri hluta þjóðarinnar, hversu sárt sem áhangendur ríkisstjórnarinnar og ESB baula.

Helzti mótframbjóðandi hans, Þóra Arnórsdóttir, gekk opinskátt fram í því að berja saman Samfylkinguna og koma á lappirnar umsókn um aðild að ESB, auk þess að vera studd nokkuð heils hugar af flestum fylgismönnum ríkisstjórnarinnar. Eins og þjóðmálum er nú háttað, get ég af þeim þremur ástæðum ekki treyst þeirri konu til að vera forseti, að henni annars ólastaðri. Ólafur Ragnar virðist vera sá eini, sem líklegur er til að bera sigurorð af henni. Þess vegna er málið einfalt.

Ekki ætti að þurfa að hafa mörg orð um áskorunina á Ólaf Ragnar, því að skýrt kom fram, að vinna var lögð í að stroka út rangar skráningar og vanda sem bezt til hennar. Þess vegna fækkaði skráðum nöfnum talsvert. Auðvitað voru það engir aðrir en andstæðingar Ólafs Ragnars, sem skráðu sig sem Mikka mús eða Tarzan. Það fólk var einfaldlega að reyna að skemma lýðræðislega tjáningu tugþúsunda landsmanna. Það hafði ekki meiri virðingu fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum, ekki meiri félagslegan þroska. Og þótt það viti, að sú atlaga heppnaðist ekki, er enn reynt að sá ósannindum í þessa veru.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 20:52

12 Smámynd: Elle_

Eg skil ekkert í Birni Bjarnasyni eða neinum öðrum sem eru andvígir landsölu og óþverra eins og ICESAVE að vilja ekki ríghalda í öruggasta manninn, núverandi forseta.  Jón Lárusson væri líka öruggur í báðum málum en hann er víst ekki nógu þekktur.  Forsetinn er ekki valdalaus og að hafa Brussel- eða samfylkingarmanneskju í forsetaembætti vekur hroll.   Hví hana??  Vegna ´frægðar´ á skjá RUV??  Vægast sagt kæruleysislegt, óviturlegt.

Elle_, 4.5.2012 kl. 21:58

13 identicon

Skýringar forsetans á atgjörvi útrásar-bófanna

 

Nr. 8. Óli um “reputation”. Deyr fé, deyja frændur ................

 

Ninth is the importance of personal reputation. This is partly rooted in the medieval Edda poems which emphasise that our wealth might wither away but our reputation will stay with us forever. Every Icelandic entrepreneur knows that success or failure will reflect not only on his or her own reputation but also on the reputation of the nation. They therefore see themselves as representatives of a proud people and know that their performance will determine their reputation for decades or centuries to come.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 22:20

14 Smámynd: Elle_

So???

Elle_, 4.5.2012 kl. 22:22

15 Smámynd: corvus corax

Björn spillingarkóngur Íslands Bjarnason segir um Ólaf Ragnar Grímsson, "Eftir að hann hefur setið að Bessastöðum í 16 ár er hann orðin samgróinn embættinu að erfitt er fyrir hann sjálfan að gera mun á því sem snertir hann persónulega og embættið sérstaklega". Björn spillingarkóngur átti aldrei erfitt með að greina á milli sín, flokksins og Davíðs annars vegar og ráðherraembætta sinna hins vegar þegar um var að ræða að pólitíska siðblindu við skipun í embætti. Nei, hann átti ekki erfitt með það vegna þess að hann einfaldlega gat ekki greint þar á milli. Svo þér ferst Björn Flekkur að gelta!

corvus corax, 7.5.2012 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband