Deyjandi í Reykjavík, lifandi í Brussel

Jóhönnustjórnin ýmist biðlar til eða hótar stjórnarandstöðunni í örvæntingarfullum tilraunum að halda lífi í sjálfri sér. Öll meginmál ríkisstjórnarinnar eru í uppnámi, s.s. fiskveiðistjórnunin og stjórnarskrármálið.  Hvers vegna forgangsraðar ríkisstjórnin ekki og sleppir þeim málum sem engu skila, t.d. að breyta stjórnarráðinu?

Jú, ástæðan er sú að gagnvart Evrópusambandinu þarf Jóhönnustjórnin að sýnast hafa stjórn á atburðarásinni. Verulegar efasemdir eru í Brussel um burði ríkisstjórnarinnar að halda áfram aðlögunarferlinu að Evrópusambandinu.

Evrópusambandið neitar að hefja viðræður við íslensk stjórnvöld um tvo samningskafla - landbúnað annars vegar og hins vegar byggðamál - vegna þess að stjórnkerfið hefur ekki verið aðlagað kröfum ESB.

Með því að brölta í gegnum alþingi með stjórnarskrárbreytingar þykist stjórnin sýna lífsmark gagnvart Brussel.

Verkefni stjórnarandstöðunnar er að afhjúpa leikræna tilburði Jóhönnustjórnarinnar.


mbl.is Stjórnkerfi breytt til aðlögunar við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jóhanna heldur framhjá!! Er ekki rétt að skilja við hana strax.Hún hirðir ekkert um heimilið,stjórnarheimilið,ég held að samstarfsmenn hennar viti það. Hún er að brjóta mig niður!! Hún skaffar ekkert,sér bara Barrosso,eða hvað þessi lúði heitir,dévítans kokkállinn,ég hat´ann.

Helga Kristjánsdóttir, 3.5.2012 kl. 08:57

2 identicon

Vaclav Klaus, forseti Tékklands, sagði 3. maí í viðtali við Quest á CNN, að ástand ESB í dag minnti hann mest á síðustu dagana fyrir fall kommúnismans.

Þar talar maður, hokinn af reynslu.  Hann sagði að mesti feill ESB hefði verið að reyna að þvinga þjóðirnar til sameiginlegrar fjármálastefnu.

Nú berast þær fréttir að Stefán Már Stefánsson og Björg Thorarensen, lögfræðiprófessorar við HÍ, segja að hér þurfi að breyta stjórnarskránni til að Steingrímur og gaddfreðnir allaballakommar hans og hið samfylkta helferðarlið Jóhönnu

og Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir geti afsalað okkur valdi til Brussel svo sú sameiginlega fjármálastefna megi hér ríkjum ráða, sem Vaclav Klaus kallar síðustu dauðakippina, í stíl falls kommúnismans.

Það sem vekur mesta furðu mína er að Frjálslyndi flokkurinn í Dögun, æmtir hvorki né skræmtir yfir þessu prímadonnu látalátum Þórs, Margrétar og Birgittu. 

Er það ekki rétt skilið hjá mér að þau 3 séu í Dögun?  Eða eru þau í VG?

Hverju svarar Frjálslyndi hluti Dögunar?  Er þetta strax að liðast í sundur? 

Hólýmólýkræst! (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband