Landssölumenn með húmor

Bæjarstjóri Norðurþings grefur undan réttarríkinu í þágu kínversks kommúnista sem vill kaupa prósentuhluta af Íslandi. Bæjarstjórinn segir þetta spurningum um að ,,byggja hótel úti á landi."

Huang Nubo fékk synjun að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Einfeldningar úr hópi sveitarstjórnarmanna á Norður- og Austurlandi una ekki niðurstöðu lögmætra stjórnvalda og ætla Kínverjanum jörðina með klækjabrögðum.

Auðmenn eiga að ráða, er boðskapurinn. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fær málið í hendur á föstudag. Verða lögin látin víkja fyrir kínverska auðmanninum?


mbl.is Bæjarstjórinn er bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já auðvitað.

Þannig er samfylkingin.  Alltaf.

Venjulega smáfólkið fær að púla fyrir bákninu og stórfjármagninu.

Meira að segja þykir samfylkingarfólki eðlilegt að 1000 milljarða snjóhengjan sem núna nýtur hæstu vaxta í heimi verði fínt og flott flutt til Evrópu þannig að skuldin komist hreinlega á seðlabankann og íslenskan almenning.

Samfylkingin velur alltaf versta kostin fyrir smáfólkið.

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 19:38

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Bæjarstjórinn er búinn að vera bjartsýnn sl. 5 ár, eða allt frá þeim tíma sem sveitafélagið kláraði aðalskipulag sveitafélagsins. Hann hefur verið með marga sem vilja koma norður en ekki hefur orðið að neinum fjárfestingum.

Sveitafélagið er að hugsa um  atvinnuuppbyggingu á svæðinu og hann grípur hvert tækifærið af öðru. Nú virðist vera einungis draumaverkefni kínaskálds eftir.  Hvað skáldið ætlar að gera veit enginn. Það hefur verið í umræðunni golfvöllur og hótelstarfsemi tengdum honum. 

Gott mál, 10 manns fá vinnu + 10 á álagstíma yfir stutt sumar.   Innfluttur gjaldeyrir kemur til framkvæmda, hluti aflandskróna eða partur af snjóhengju króna sem bíða tækifæris. 

Ég er viss um að auðurinn fái að ráða í krafti þess  möguleika á  að max 20 manns fái vinnu.

Það vantar góðar fréttir um erlenda fjárfestingu hér á landi og því bukkar og beygjir ráðherra okkar, Ögmundur, og leyfir þennan leigusamning, sem um leið  verður fordæmi fyrir aðra í sömu hugleiðingum.

Enn verra er þó eftirgefni Ögmundar í aðlögunarferli Samfylkingarinnar um aðild ESB.  Hann hefur sýnt síg og sannað að allt er falt, jafnvel sannfæring síns sjálfs.

Við bíðum því um sinn og sjáum að skáldið frá Kína fær sinn leigusamning. 

Eggert Guðmundsson, 2.5.2012 kl. 20:27

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bæjarstjórnin hlýtur að hafa rætt þessi mál við rauðnefja bæjarstjórn Kalamars sambands síns í Svíþjóð. Nema að hún sé að skoða nýju teikningarnar frá 35.000 Kínverja viðskiptabúllu kínverskra kommúnista sem lögð var fram til samþykkist bæjaryfirvalda í smábænum Athlone á gjaldþrota Írlandi í fyrradag: Kalmar-sambandið í nýrri og endurbættri útgáfu - á Írlandi. Dæmið lítur út eins og mini-Pyongyang.

Það er dálítið merkilegt hvers vegna kínverskir kommúnistar leiti ekki til yfirvalda í Frakklandi og Þýskalandi. Af hvjeru skyldi það vera?

Hér er fróðleikur fyrir fávísa opinbera starfsmenn með túkall í heila stað "sem vinna bara hér": "The Chinese Are Coming..."

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2012 kl. 20:27

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þú gefur helst til mikið til heilabúsins hjá þeim opinberu starfsmanna í framkvæmdavaldi, þ.e. ríkisstjórn okkar. 

Ég vil ekki setja samasemmerki á alla opinbera starfsmenn, nema að þeir framkvæmi algerlega hugsunarlaust og án ábyrgðar það sem Ráðherra segir.

En við skulum sjá og bíða hvor hefur rétt fyrir sér. Ég eða þú, Gunnar.

Eggert Guðmundsson, 2.5.2012 kl. 20:59

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það væri gott ef þú upplýstir um svarið við spurningunni. Ég held að það væri gott innlegg inn umræðuna.

Eggert Guðmundsson, 2.5.2012 kl. 21:01

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stærstu þrotabú stjórnmálamanna Evrópusambandsins eru með franska og þýska kennitölu. Þrotabú þau hafa nú beðið Peking um peninga fyrir skál af naglasúpu handa almenningi í þroti. Á meðan Peking þykist hugsa málið um þá peninga sem það í öllum tilfellum ekki á, og mun aldrei eignast, þá er gengi riddaraliðs kommúnistastjórnar landsins sent út sem pólitískir þreifarar til þeirra sem franska og þýska súpan slökkti eldinn hjá.

Går den så går den, hugsa þeir. Þetta virðist færast okkur nær og nær. Norðar og norðar, en á endanum niður.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2012 kl. 22:14

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Einga kínverja takk!

Sigurður Haraldsson, 2.5.2012 kl. 23:36

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Mikið er ég sammála þér um Kínverjana. Þessir þreifarar munu þukla svo mikið við "kynfærin " að þeir íESB munu fá svo mikla fullnægingu á meðan þeir upplýsast um ástandið heima fyrir.  Ég held að þreifarinir hafi þegar gert gagn, því hyllingar um bjargráð  evrununnar hafa komið fram  hjá "sumum blindum" ráðamönnum ESB.

Ráðamenn hafa ekki hlustað í ESB.   Holland, forsetaframbjóðandi Frakklands, vill loka landinusínu.!!

Bandaríkjaforseti hefur sent kurteisar viðvarandir til ESB (Þýskalands) og til Kína.

Það er rétt hjá þér Gunnar , Kínverjar hafa ekki efni á að bjarga neinum en sjálfum sér, og það eru þeir að gera ut um allan heim.

Eggert Guðmundsson, 2.5.2012 kl. 23:44

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Forsvarsmenn peningamála vilja ekki tala um orðog hótinir forseta Bandaríkjanna.  Hann er með góðum orðsendingum búinn að hóta Kína og ESB.

Þessar orðviðvaranir haf ekki komist mjög í hámæli hér á Íslandi, enda ekki við því búist, miðað við fréttaflutning sem leyfður er hjá okkur. 

Hugsandi menn sjá hvað stefnir. Ef Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti (komandi) fylgja sínum hótunum eftir, þá er efnahagslíf  Kína og ESB hrunið.

Hótanir þessa ráðamanna eru þess eðlis að þær eru hugsaðar til hagsbóta fyrir sína landsmenn.Þeir munu loka landinu sínu og einbeita sér að sínum eigin framleiðslu.ÞEir vilja efla sinn eiging efnahag íþágu sinna þegna.  ÞEir eru ekki að hugsa um Kína eða ESB.

Forseti Bandaríkjanna hefur hótað bæði ESB og Kína þess að hann mun gjaldfella Dollainn til þess að ná markmiðum sínum.  Hann hótar þessu til þess að  krefjast að gjalmiðlar bæði ESB og Kína verði rétt skráðir og án niðurgreiðslna.  Þetta eru Kínverjar skíthræddir um að hann standi við.  

ESB á ekki möguleika á útflutningi til USA ef þeir framfiygja  sinni  stefnu, og hlusta ekki á viðvaranir. ESB bíður þá "katastrofalt" niðurhrun.

Íslendingar ættu að fara hugsa málið betur. Það er ekki nóg að einungis 54%  sjái hlutiina eins og þeir blasa við okkur gangvart  heiminum.

Því þurfum við að huga að tvíhliða samningum við ÖLL lönd sem við teljum að við getum haft ávinning af. Þá skiptir ekki máli nafnið á okkar gjaldmiðli.

En ég vildi láta vera að skipta um nafn og halda við nafnið sem við höfum haft frá Lýðveldistíma

Eggert Guðmundsson, 3.5.2012 kl. 00:16

10 identicon

Bréf frá Jóni Jóni Jónssyni birt á heimasíðu Ögmundar:

3. Maí 2012

VATNIÐ OG VIRKISTURNINN!

Heill og sæll. Nú heiti ég á þig Ögmundur, hæstvirtur Innanríkisráðherra, að þú sýnir á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn, 4. maí 2012 að þér er ísköld alvara með andstöðuna gegn fjáfestingaráformum Huang Nubo. Allt þetta mál hefur sýnt fram á það hvað margir opinberir embættismenn, samtryggðir stjórnmálamenn og sveitarstjórnarmenn eru undarlega falir fyrir fé og ræður þar mestu þeirra eigin vesaldómur og algjöra ábyrgðarleysi, enda vanir því að krefjast ríkisverðtryggðra réttinda sinna, án nokkurra skyldna við land og þjóð. Þeir hafa komist upp með þá iðju sína lengi og í því skjóli skáka þeir. Þetta er bitur reynsla þjóðarinnar og í ljósi hennar leyfi ég mér að spyrja: Hvernig fer það svo, ef Nubo fengi aðgang að landinu? Er ekki líklegt að skipulag og annað yrði sveigt, hægt og bítandi, algjörlega að hans vilja?
Þar er vatnið undir, þar er umhverfið undir. Þar er land undir virkisturn. Verstu glæpamennirnir eru iðulega opinberir hvítflibbaglæpamenn, hvort heldur er á Íslandi eða í Kína. Höfum við ekkert lært af Magma/Alterra málinu? Asni fullur af gulli kemst í gegnum alla varnarmúra. Við búum í gósenlandi Ögmundur og allt þetta vinstri/hægri/miðjumoðs rugl er kjaftæði og við vitum það báðir. Mundu nú Ögmundur að sókn er alltaf besta vörnin. Sú sókn felst í því að þú hótir stjórnarslitum á föstudaginn og látir verða af því, ef vinstri/hægri/miðjumoðs helferðarhjú hinnar glóbalísku auðræðisklíku undir handarjaðri AGS sjá ekki að sér. Ég leyfi mér að sjá nú þegar fyrir mér aðalfyrirsögn allra innanlandsfrétta á föstudaginn: Nei við Nubo eða Ögmundur sprengir ríkisstjórnina!!!!
Jón Jón Jónsson

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 4.5.2012 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband