Miðvikudagur, 2. maí 2012
Neyslan, heimilin og afskriftarheimskan
Fólk sem tekur langtímalán til að fjármagna neyslu á ekki að fá afskrifaðar skuldir. Eina sem hefst upp úr slíkum ráðstöfunum er að kenna fólki að láta aðra borgar skuldirnar sínar.
Eyjan birtir svar efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur þingmanns þar sem kemur fram að um 40 prósent langtímalána fóru í skammtímaneyslu en ekki fasteignir.
Yfirþyrmandi neyslugleði með lánsfé þarf að fá sína rökréttu niðurstöðu: gjaldþrot.
Athugasemdir
Takk fyrir þessa færslu, stutt, laggott og nauðsýnleg.
Úrsúla Jünemann, 2.5.2012 kl. 18:17
Hárrétt hjá þér. Þú borgar ekki umferðarsektir annarra.
Björn Jónsson, 2.5.2012 kl. 18:26
Hef ansi oft lesið þína pistla. En mig langar alltaf að lesa líka svör frá þér varðandi kommentin sem þú færð...!!! Ég trúi því að þú lesir þau, en af hverju ekket andsvar....?????????
Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 18:51
Ég svara stundum, Sigurður Kristján, en ekki nærri alltaf. Ég stend í þeirri trú að andsvörin njóti sín betur án þess að ég blandi mér mikið í þau. En kannski er það misskilningur.
Páll Vilhjálmsson, 2.5.2012 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.