Miðvikudagur, 2. maí 2012
ASÍ styður fjármagn gegn fólki
Forysta ASÍ tekur afstöðu með Evrópusambandinu sem gerir allt til að verja hagsmuni fjármagnsins á kostnað launafólks. Verkalýðshreyfingin í Evrópu er komin í stríð við Evrópusambandið sem fórnar velferðarríkinu á altari fjármagnsins.
Forysta ASÍ skuldar almenningi skýringu á því hvers vegna forystan tekur afstöðu gegn almannahagsmunum.
Forysta ASÍ er ekki með lýðræðislegt umboð frá launafólki til að halda fram sértrúarstefnu Samfylkingarinnar málefnum ESB.
Verkalýðsforystan valdið mestum vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og Evrópusambandið er nánast í stríði við lýðveldið Ísland vegna makríls í íslenzkri lögsögu og með lögsókn fyrir EFTA-réttinum til að gera íslenzka þjóð ábyrga fyrir einkabanka! Á sama tíma er ausið hundruðum milljóna í áróður fyrir innlimun Íslands í það sama ríkjasamband samkeppnisþjóða okkar og 10 fyrrverandi nýlenduvelda, sem hafa munu frá (1. nóv. 2014) 73,34% atkvæðavægi í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 17 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 26,66% atkvæðavægi ! Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi !
Jón Valur Jensson, 2.5.2012 kl. 13:45
Lilja Mósesdóttir orðar þetta vel á facebokk færslu á liljam.is
"Eftir hrun hefur forysta launafólks valdið mér mestum vonbrigðum, þar sem hún tók afstöðu með fjármagninu en ekki launafólki. Forystan hefur unnið gegn afnámi verðtryggingarinnar og leggur til ESB aðild og upptöku evrunnar til að leysa efnahagsvandann. ESB er orðið að frjálshyggjubandalagi sem neyðir aðildarlönd í lausafjárvanda til að skera niður velferðarkerfið og dæla peningum í ónýtt bankakerfi í staðinn. Evran ver fjármagnseigendur sem geta flúið með eignir sínar til útlanda. Launafólk situr fast og býr við meira atvinnuleysi og örbyrgð en í löndum sem geta neitt fjármagnseigendur til að taka á sig hluta byrðanna í gegnum gengisfellingu."
Ný-krónu og skiptigengileið hennar gæti orðið góð lausn til þjóðarsáttar og samstöðu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 14:47
Sæll.
Það er ýmislegt til í þessu hjá Lilju en þó fer hún ekki rétt með þegar hún kallar ESB frjálshyggjubandalag, ekkert er fjær lagi.
Vandinn við sumu verkalýðsforkólfa er að þeir rugla saman hagsmunum launþega og eigin skoðunum. Með upptöku evru myndi atvinnuleysi aukast og sést þetta greinilega þegar litið er til Evrópu. Er það öllum launamönnum í hag að ganga í ESB? Er það öllum launamönnum í hag að taka á sig Icesave?
Helgi (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 14:53
Skiptigengisleiðin skapar samstöðu
apríl 29, 2012 by liljam
Eitt brýnast verkefnið í dag er að tryggja samstöðu meðal þjóðarinnar um leiðina fram á við. Leið sem mótast af almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum eins og mörgum finnst hafa orðið ofan á eftir hrun. Fólk er reitt og í stað þess að beina reiðinni í uppbyggilegan farveg er alið á sundrungu með því að flokka fólk og fyrirtæki upp í þá sem eiga skilið aðstoð og hina sem eru sekir um óráðsíu. Við verðum að hætta að finna sökudólga og einbeita okkur að því að finna leiðir til að tryggja samfélag þar sem allir búa við húsnæðisöryggi, laun/bætur sem duga fyrir framfærslu og tækifæri til taka þátt í að móta samfélagið.
Snjóflóð eða skuldsetning
Stöðugt er verið að reyna að koma skuldum einkaaðila á skattgreiðendur. Nýjasta dæmið er snjóhengjan svokallaða en hún samanstendur af aflandskrónum sem komið var í skjól skattgreiðenda með neyðarlögunum að beiðni m.a. ESB og eignir kröfuhafa sem vogunarsjóðir hafa keypt af upphaflegum kröfuhöfum á broti af andvirði kröfunnar. „Snjóhengjan“ sem bíður eftir að ryðjast út úr hagkerfinu um leið og gjaldeyrishöftunum er aflétt er nú að andvirði um 1.000 milljarðar króna.
Umbreytist snjóhengjan í snjóflóð sem ryðst út úr hagkerfinu eins og margir forsystumenn Sjálfstæðismanna vilja, mun það leiða til sögulegs gengishruns, verðbólgubáls sem hvorki heimili né fyrirtæki munu lifa af. Hliðarráðstafanir eins og frysting verðtryggingar og matarskammtanir í götueldhúsum og skólum mun ekki afstýra harðindum þjóðarinnar verði þessi leið farin.
Utanríkisráðherra segir í nýlegri skýrslu um utanríkismál að með aðild að ESB yrði íslenska krónan komin í skjól með stuðningi Seðlabanka Evrópu. „Stuðningurinn“ er lán sem nota á til að greiða leið aflandskrónueigenda og vogungarsjóða út úr hagkerfinu á gengi sem er langt umfram raunvirði eigna þeirra. Lánið gæti numið 1.000 milljörðum og yrðu vaxtagreiðslur sem við skattgreiðendur yrðum að taka á okkur á bilinu 30-50 milljarðar. Afar þungar byrðar yrðu lagðar á þjóðina ef harðindaleiðin eða skuldsetningarleiðin yrði farin.
Skiptigengisleiðin
Sú leið sem SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar vill að verði rædd og könnuð af yfirvegun er hin svokallaða Skiptigengisleið. Upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi mun ekki brjóta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Eigendum snjóhengjunnar stæði til boða að fjárfesta innlands til mjög langs tíma áður en eignum þeirra yrði skipt yfir í Nýkrónu. Froðueignum á leið út úr landi yrði hins vegar skipt yfir í Nýkrónu þannig að 10 milljónir í gömlum krónum yrðu t.d. 2 milljónir í Nýkrónum. Launum fólks í landinu yrði breytt í Nýkrónur þannig að upphæð þeirra yrði óbreytt. Upptaka Nýkrónu myndi þannig laga ytra ójafnvægi hagkerfisins án þess að lífskjör yrðu skert verulega .
Jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felst í því að sumir eiga alltof miklar eignir (fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir) og aðrir eru of skuldsettir. Stöðugt fjölgar i hópi eignalausra í landinu á sama tíma og fjármagnseigendur leita logandi ljósi að fjárfestingatækifærum. Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán í núverandi krónum yrði 8 milljónir í Nýkrónu og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis. Slík almenn leiðrétting mun fækka heimilum sem eiga við greiðsluvanda og skuldavanda að stríða um 15.000.
Upptaka Nýkrónu er ekki töfrabragð heldur nauðsynleg varnaraðgerð til að koma í veg fyrir aukna fátækt og stórfelldan landflótta á næstu árum.
Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 14:55
Allir vita að Lilja hefur hér lög að mæla,
nema gaddfreðnu allaballakommarnir og samfylkta helgferðargengið.
Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.