27% fylgjandi ESB-aðild - hvað deyr með umsókninni?

Fylgið við ESB-aðild meðal þjóðarinnar er komið niður fyrir kjörfylgi Samfylkingar í síðustu kosningum, en þá fékk flokkurinn 29 prósent atkvæða. Tæplega 54 prósent þjóðarinnar er andvíg aðild að Evrópusambandinu.

Andstæðingar aðildar eru sannfærðari i sinni afstöðu en fylgjendur aðildar. Rökin um að við ættum að ,,kíkja í pakkann" til að sjá ,,hvað er í boði" vekja ekki eldmóð enda ætluð ístöðulausum kjánum.

Evrópusambandið verður næstu árin uppspretta vondra tíðinda fyrir ESB-sinna á Íslandi. Evran hangir á bláþræði og verður ekki bjargað nema með stökkbreytingu ESB í miðstýrt Stór-Evrópuríki sem jafnvel hörðustu samrunasinnar viðurkenna að er fjarlægur draumur.

Hér heima siglum við úr kreppunni þökk sé krónunni og fullveldinu. Ekki einu sinni ónýt vinstristjórn hamlar upprisu Íslands. 

ESB-umsóknin var þjált verkfæri til að berja vinstristjórnina sundur og saman. Eftir stanslausar barsmíðar í þrjú ár eru spurningin aðeins þessi: hvað deyr í íslenskum stjórnmálum með ESB-umsókninni?

 

 


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ætli það sé ekki samfylkingin sem deyr ef við hættum við! Þau hafa jú ekkert annað á sinni stefnuskrá ef skrá skildi kalla.

Ómar Gíslason, 28.4.2012 kl. 12:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og farið hefur fé betra að mínu mati. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2012 kl. 13:29

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ómar, köllum við ekki Samfylkinguna bara réttu nafni ÞETTA ER LANDRÁÐFYLKING

Jóhann Elíasson, 28.4.2012 kl. 14:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fjendur og fé !!

Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2012 kl. 14:43

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það eru réttu orðin Páll að ekki einu sinni ónýt vinstri stjórn getur hamlað upprisu Íslands.  Geir og Davíð sáu um að borga skuldir ríkisins, hugsið ykkur ef það hefði ekki verið gert fyrir hrun, hvað þá?

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2012 kl. 15:08

6 identicon

ESB er snara. Vonandi stingum við ekki hausnum í hana

Þórður Eyþórsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband