Föstudagur, 27. apríl 2012
ASÍ gefst upp á ESB-umsókninni
Ásamt skrifstofufólkinu hjá Samtökum iðnaðarins voru stéttasystkini þeirra á kontór ASÍ fjarska hlynnt ESB-umsókn Samfylkingar. Samtök iðnaðarins þegja undanfarið þunnu hljóði í umræðunni og líklega fylgir ASÍ þeirri stefnu að ,,gleyma" gönuhlaupinu til stuðnings samfylkingarumsókninni. Þegar forseti ASÍ segir
Þetta er flótti frá Evrópusambandsumræðunni og hvaða leiðir geta verið mögulegar í tengslum við henni.
er hann um það bil búinn að gefast upp á ESB-umsókninni.
Gylfi forseti klæðir uppgjöfina í þjóðaruppreisn gegn verðbólgu en það er meira til að dylja vonbrigðin. Launafólk hérlendis er allt með vinnu og harla ólíklegt að það steyti görn. Gylfi og félagar verða aftur á móti að finna sér nýja hugmyndafræði.
Í fyrirmyndarríki Gylfa forseta í austri, evrulandi, er atvinnuleysið frá tíu prósentum upp í 25 prórsent. Í evrulandi gæti orðið uppreisn - ekki á Íslandi.
Komin langt út fyrir þolmörk þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var lymskulegt blekkingarbragð hjá Gylfa og Agli að hækka laun í síðustu kjarasamningum, í staðinn fyrir að hækka skattleysismörk.
Það var planað frá upphafi hjá þessum "vitringum" villtu mafíunnar á Íslandi, að skapa bág kjör með klúðurssamningum, sem einungis hækkuðu vöruverð og rýrðu kjör launþega, til eins að pressa þessa þjóð fram hjá stærsta þjóðarmeininu (gjörspilltri stjórnsýslu), inn í fallandi Evrópusambandið.
Þessir "vitringar" eru svo gegnsósa af spillingu og heiladauða, að þeir skilja aldrei neitt fyrr en kannski eftir á, og þá reyna þeir að krafsa yfir skítverkin sín með því að bæta nýrri lygi ofan á þá gömlu.
Ef þessir menn gætu með einhverju móti virkjað smá brot af sjálfstæðri raunhæfri hugsun í heilabúinu, þá sæju þeir tveir, og höfuðpaurinn Vilmundur Jósefsson (ESB-son), kannski heildarmyndina og blákaldar staðreyndirnar.
Þessir "vinir" verkalýðsins ætluðu ekki að láta afborgunar-byrgðar almennings falla á sitt eigið "óflekkaða verkalýðs-"baráttu"-mannorð.
Sér grefur gröf, með svikulum vinnubrögðum.
Það ættu allir að hafa í huga, ef óskað er eftir breyttu hugarfari og óspilltari vinnubrögðum. Og sérstaklega ættu þrælahaldara-"vitringarnir" þrír: Gylfi, Egill og Vilmundur að hafa þessa staðreynd í huga.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.4.2012 kl. 18:00
Lesið þá eins og opna bók,afbragð.
Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2012 kl. 22:37
Gylfi og hans fólk hjá ASÍ ver verðtrygginguna með kjafti og klóm og hefur alltaf gert, hann er einn helsti talsmaður þess að hafa verðtryggingu í óbreyttri mynd, þau vilja ekki einu sinni taka tóbak og brennivín út úr vísitöluhryllingnum.
Í öðrum löndum myndi verkalýðsforystan standa með sínu fólki og og vilja breyta þessu því fátt er eins mikilvægt í kjaramálum landsmanna og húsnæðislán sem eru með hóflegum vöxtum og sem fólk GETUR staðið undir án þess að fá á sig holskeflu hækkana á höfuðstól. Hamstur í hjóli, það er íslenski lántakandinn.
Eini verkalýðsforinginn sem stendur með okkur launafólki er Vilhjálmur Birgisson á Akranesi.
Margret S. (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 19:02
Sæll.
Við skulum hafa í huga hlut Gylfa í atvinnuleysi og verðbólgu. Suma rekur kannski minni til frábærra samninga sem hann og Vilhjálmur gerðu í fyrra. Nú er hann að kvarta undan afleiðingum eigin gjörða?! Margir vöruðu við þessu í fyrra og sáu fyrir það sem hann gerði sér ekki grein fyrir. Þessi sami Gylfi vildi einnig að við tækjum á okkur Icesave.
Hví skyldum við treysta dómgreind hans varðandi ESB eða bara hvað sem er? Af hverju eru enn fluttar fréttir af því sem þessi maður segir?
Helgi (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.