Föstudagur, 27. apríl 2012
Ég er ekki aumingi, segir Steingrímur J.
Í umræðu á alþingi um ESB-umsóknina sagðist Steingrímur J. Sigfússon formaður VG ekki vera aumingi sem ætlaði að svíkja grundvallarhagsmuni Íslands. RÚV sagði frá þingumræðunni í hádegisfréttum.
Hreinskilni Steingríms J. er til fyrirmyndar.
Hvað á að kalla formann stjórnmálaflokks sem gengur til kosninga með þá yfirlýstu stefnu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess - og sami formaður gerir samninga kortéri eftir kosningar um að sækja um aðild að téðu Evrópusambandi?
Já, Steingrímur J., hvað á að kalla slíkan mann?
Athugasemdir
Eymingja?
Rósa (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 14:00
Það má vel vera rétt hjá Steingrími J. að hann sé ekki "aumingi" enda "orginal" Norður Þingeyingur að upplagi sem er sóma fólk.
En hann er samt enga að síður vegna ESB svika sinna og ekki síst vegna endalausrar fylgispektar sinnar við vonlausa ESB helstefnu Samfylkingarinnar bæði orðin: "Gunga og Drusla"
Eins og hann sagði sjálfur hér um árið þegar hann stóð í lappirnar og honum mislíkaði við pólitíska andstæðinga sína !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 14:12
Steingrímur kallar aðra gungur og druslur.
Segist ekki ver aumingi og svíkja grundvallarhagsmuni Íslands.
En oft segja gjörðir meira en orð.
Hvað gerir orðhákurinn?
jonasgeir (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 14:37
Hvað er hægt að kalla aumingja Steingrím annað en ómerking.
þór (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 15:25
Ég hef kallað hann í gegnum bloggið -Gimbillinn frá Gunnarsstöðum. En ég get þó verið sammála Páli og öðrum hér á síðunni að aumingjaskapur þessa manns minnkar ekki, þegar hann þarf að telja sér trú um að hann sé ekki aumingi.
Eggert Guðmundsson, 27.4.2012 kl. 15:46
Var annars einhver að kalla hann aumingja á þingi? Hef ekki heyrt það.
Steingrímur hefur þó oft haft miður falleg orð yfir aðra, á þeirri ágætu stofnun, jafnvel látið hnefa lenda á andstæðingum sínum í þingsal. Það er því ekki furða þó hann telji sig þurfa að koma með slíkar yfirlýsingar. Hann lítur sennilega gerðir sínar sem gerðir manns sem bæri best nafbótina "aumingi".
Steingrímur á bágt, ekki vegna þess fylgishruns sem hann og flokkur hans hefur orðið fyrir, heldur vegna þess að hann er kominn í algera mótsögn við sjálfan sig. Sú staða er kominn upp vegna ástar hans á ráðherrastólum!!
Til að halda þeim fer hann í einu og öllu að vilja Jóhönnu og Össurar.
Dagar Steingríms sem þingmanns eru taldir!
Gunnar Heiðarsson, 27.4.2012 kl. 16:22
Ást á stólum, sem Gunnar nefnir, flokkast víst undir blæti.
Sigurður (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 17:59
Þór sagði það beint út í nokkrum orðum: Hvað er hægt að kalla aumingja Steingrím annað en ómerking?
Elle_, 27.4.2012 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.