Samtök iðnaðarins og vantrúin á Íslandi

Samtök iðnaðarins plægðu í mörg ár akurinn fyrir vantrú á Íslandi. Ógrynni af ummælum talsmanna Samtaka iðnaðarins ganga út á að krónan sé ónýt og að Íslendingar kunni ekki fótum sínum forráð og verði að segja sig til sveitar til Brussel.

Samtök iðnaðarins fjármögnuðu undirróðursstarfsemi Samfylkingar með því að ráða til sín í áróðursdeild flokkshesta sem störfuðu við að boða fagnaðarerindið um Evrópusambandið.

Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins kemst að þeirri niðurstöðu að vantrúin á Íslandi standi hagsæld fyrir þrifum. Það stendur upp á Samtök iðnaðarins að biðja þjóðina afsökunar á framferði sínu umliðin ár.


mbl.is Pólitískar deilur stuðla að vantrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Orð í tíma töluð.

Ragnhildur Kolka, 23.4.2012 kl. 23:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki á þá logið,þeir iða af iðjusemi.

Helga Kristjánsdóttir, 24.4.2012 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband