Pólitískt einelti klætt í dómsorð

Samsteypustjórn Geirs H. Haarde bar sameiginlega ábyrgð á stjórnsýslu æðsta framkvæmdavaldsins í aðdraganda hruns. Alþingi átti að ákæra þá fjóra sem Atlanefndin lagði til að yrðu ákærðir, auk þess sem staðgengill Ingibjargar Sólrúnar, Össur Skarphéðinsson, átti heima á lista ákærðra.

Samfylkingin, stærsti þingflokkurinn á alþingi, hannaði atkvæðagreiðsluna þannig að Geir var einn ákærður. 

Pólitískt einelti þingflokks Samfylkingar er klætt í þau dómsorð landsdóms að Geir er sekur um einn ákærulið af fjórum en engri refsingu er úthlutað. Þá er ríkissjóði gert að greiða málskostnað Geirs.

Samfylkingarréttlæti á ávísun á frekari pólitísk hjaðningavíg.


mbl.is Pólitík í málinu að sögn Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá er búið að dæma fyrrum ráðherra fyrir að brjóta 17.gr stjórnarskrárinnar.

Gæti verið að 72.gr stjórnarskrárinnar hafi verið brotin,þegar meirihluti þingmanna samþykkti frjálst framsal á sameign þjóðarinnar kvótanum,gaman væri að vita hvort ástæða sé til að senda þessa þingmenn fyrir Landsdóm.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 17:34

2 identicon

Magnús Sigurðsson:

"Til hamingju Íslendingar, í dag hefur það

endanlega verið staðfest að gamla Ísland hrundi ekki haustið 2008. Það má jafnvel segja að staðan sé orðin 3:0 fyrir gamla Ísland.

Náhirðin sem setti Ísland á hausinn nýtur ævikvöldsins ábyrgðarlaust á fínum eftirlaunum greiddum úr ríkissjóði.

Landsliðið í kúlu vermir bekkina á alþingi og bönkum eftir að hafa afskrifað skuldirnar af sjálfu sér með afrakstur kúlulánanna í verðtryggðu skjóli ríkisins.

Helferðarhyskið sér um þjóðnýta ærlegt fólk til að borga brúsann.

Sannkölluð "happa þrenna"."

Úr Alþýðubók Magnúsar (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 18:38

3 identicon

Mikið eru sumir súrir.  Ekki skrýtið að þeir kenni sig við alþýðu.

Málið er bara augljóst.  Hefði Geir verið sekur hefði hann verið dæmdur fyrir annað og meira en fundahald.

Það voru önnur element sek í þessu spili, en það skilja víst ekki þeir sem telja sig alþýðu.   Aumingja hún.

Næst Jóhanna og Steingrímur.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 18:56

4 identicon

jonasgeir

Svo mjög er þér í mun að verja hrunstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks

og einkavinavæðingar bankasjórnarinnar þar á undan, að þú kýst jafnframt 

að verja helferðarhyskið Jóhönnu, Össur og Steingrím og Stalínista hans?

Lestu aftur kaldhæðnisorð Magnúsar fyrir hönd okkar sauðsvarts almúgans. 

Úr Alþýðubók Magnúsar - Appendix (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 19:17

5 identicon

Það má í það minsta segja að lengi getur vont versnað.

Úr samfylkingarstjórn með sjálfstæði í samfylkingarstjórn með Steingrími.

Þá fór dómgreindarleysið alveg endanlega úr böndunum, sem kristallast svolítið í þessu máli sem auðvitað gat ekki endað með dómi væri nokkur skynsemi í samhengi orsaka og afleiðinga. 

Aumingja greyið alþýðan.

Jóhanna og Steingrímur næst.

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 20:08

6 identicon

Björn Bjarnason ritar í dag athyglisverðan pistil á veg sinn um þetta mál. Að svo miklu leyti sem hægt er að hafa skoðun á niðurstöðum dóms, án þess að hafa sjálfur lesið forsendur hans (ekki enn), mæla venja og þýðingarmiklar röksemdir gegn sakfellingu í því eina atriði, sem gekk á Geir: að hann hafi ekki verið nógu ötull að halda ríkisstjórnarfundi og láta bóka umræður á þeim. En sumt er Björn of háttvís til að nefna, þótt kannski þurfi að segja það með öllum munninum: Það orð hefur leikið á allmörgum stjórnmálamönnum til vinstri, að þeir lækju trúnaðarmálum viðstöðulaust í fjölmiðla, þegar þeir teldu það henta sér. Það kom til dæmis oft fram varðandi krata og Viðeyjarstjórnina. Þess vegna var veruleg áhætta, ef bág staða bankanna hefði verið rædd opinskátt í ríkisstjórn, eftir því sem hún var yfirleitt á vitorði neins ráðherra, að þann fróðleik hefði mátt lesa í fjölmiðlum eða heyra í útvarpinu næsta morgun, og bankarnir hefðu af þeirri ástæðu fallið nokkrum klukkustundum síðar. Geir virðist hafa kosið að hengja bjölluna á köttinn, Ingibjörgu Sólrúnu, og láta hana síðan sjálfa ábyrgjast trúnaðarhliðina. Sem hún gerði meðal annars með því að halda Björgvin ráðherra sínum að mestu utan við málin, svo að sjálfsagt gerði hún sér líka grein fyrir þessum vanda.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 21:38

7 identicon

Ef Geir Haarde er sekur um eitthvað, er það einungis að hafa látið Þorgerði Katrínu og fleiri kjafta sig inn á að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni, sem aldrei gat orðið annað en í bezta falli gagnslaus (og svo vel fór nú ekki). Þurfi að dæma í því máli, á það að gerast innan Sjálfstæðisflokksins, og refsingin á að felast í því, að flokkurinn strengi þess heit að láta slíkt aldrei endurtaka sig.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 22:01

8 Smámynd: Elle_

Einn maður átti ekki að fara fyrir dóm.  Ríkisstjórnin öll eða enginn.  Geir var dreginn fyrir dóm af hatursfullum pólitískum andstæðingum.

Jóhanna, Steingrímur og Össur næst.  Landsala með blekkingum og lögleysan ICESAVE.  Eru það ekki stjórnarskrárbrot?  Þau áttu að víkja strax við ICESAVE1.

Elle_, 23.4.2012 kl. 22:57

9 identicon

Dapurleg niðurstaða að því leyti að sá eini sem náðist í þessum ömurlega prósess var dæmdur sekur um eitt atriði - en sleppur auðvitað.

Geir fer í sögubækurt og ekki af góðu enda verðskuldar hann það ekki.

Hitt PAKKIÐ fer þaðngað líka - sérstaklega hannanða atkvæðagreiðslan og alveig einstök svik Samfyælkingar þegar þeir forðuðu sínu fólki en létu hengja lúðann.

Geir getur vart kæsta - en Jóhanna Sigurðardóttir er illfyllglið sem endanlega gerði út um skuldara og stóran hluta millistéttarinnar.

D+omur sögunnar yfir henni og Steingrími J. - heimsku þeirra, hæfileikaleysi og illgirni -  verður rosalegur.

Valdaskeið þeirra verður talið eitthvað svipað og Geirs, algjörlega vonlaust fólk að klúða stærstu hagsmunamálum þjóðarrinnar, sökum heimsku, öfga og menntunarleysis.

Allt þetta fólk JK. HH. STS verður í framtíðinni talið eymingjar - lúserar,fólk sem tróð sér alla eið, hafði ekert til brunns að bera og endaði á að valda ómælanlegum skaða.

Ég spái engri miskunn.

Rósa (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 01:21

10 identicon

Sammála þér Elle E ... öll hrunstjórnin og þmt. Jóhanna og Össur áttu að fara fyrir dóm, fyrst þessi leið var valin.

Hitt er svo alvarlegra

... að vitandi vits og með einbeittum brotavilja gegn landi og þjóð ...

beittu þau að frumkvæði Steingríms Jóhanns Sigfússonar (og eftir kokkabókum Svavars Gestssonar) þingræðislegri vald-nauðgun til að koma fram vilja sínum um að Icesave skyldi þar samþykkt og það í tvígang

og sem síðan er orðið öllum ljóst að var eingöngu undirlægjuháttur til að þóknast blautum draumum þeirra um aðild Íslands að ESB.  Aðlögunarviðræður sem einnig voru knúðar fram með þingræðislegri vald-nauðgun þeirra.  Megi þeirra óvönduðu meðul verða þeim til ævarandi skammar ... og falls! 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband