Árni Þór játar ESB-aðlögun, en bara í útlöndum

ESB-moldvarpan í þingflokki VG, Árni Þór Sigurðsson, spurði Barroso forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um tengsl makríldeilu við ESB-umsókn. Árni Þór notaði orðið ,,accession process" þegar hann talaði um umsóknarferli Íslands.

,,Accession process" er ekki hægt að þýða öðruvísi á íslensku en sem ,,aðlögunarferli." Andstæðingar ESB-aðilar Íslands hafa löngum bent á að aðlögun sé eina leiðin inn í Evrópusambandið og vísað í útgáfur ESB

Ásamt utanríkisráherra er Árni Þór sá talsmaður ríkisstjórnarinnar sem hvað dyggast stendur vörð um ónýta ESB-umsókn.  Hér heima harðneitar Árni Þór að Ísland sé í aðlögunarferli gagnvart ESB. Erlendis nefnir hann hlutina réttum nöfnum. Árni Þór talar tungum tveim og sitt með hvorri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann heldur sennilega að við skurfarnir sem ekki viljum inn skiljum ekki erlend mál, svo allt í lagi að láta þetta gossa sona í útlandinu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 13:58

2 identicon

Er það skrítið þó álit almennings sé í lágmarki á þessu tja mig langar til að segja skítapakki til vinstri sérstaklega sem ekki er fólk til að kalla hlutina réttum nöfnum.

Það er lágmark.

Jafnvel þó fólkið sem um ræðir sé lágmark.

jonasgeir (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 14:07

3 identicon

Þú ættir kannski að fá þér orðabók. Accession er í öllu samhengi þýtt sem aðild, sbr. hér (http://www.hugtakasafn.utn.stjr.is/leit-nidurstodur.adp?leitarord=accession&tungumal=oll), en ekki aðlögun. Þar af leiðir að "Accession process" eru aðildarviðræður, ekki aðlögunarviðræður.

Hettuskalli (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband