Heimilin og loforðasmiðjan

Skuldugustu heimilin í landinu gera út á loforð stjórnvalda um að þeim verði bjargað. Loforðasmiðjan í stjórnarráðinu framleiðir loftkastala handa trúgjörnu fólk sem tekur út á krít opinbera niðurgreiðslu lífskjara.

Almenningur heyrir fréttir um stóraukna skattheimtu á útgerðin og býst við að fá í sinn hlut ótalda milljarða sem ríkið ætlar að sækja til sjávarútvegsins.

Til að bæta gráu ofan á svart er ríkisstjórnin búin að hamra á því að krónan sé ónýtur gjaldmiðill og lofa því að skipta henni út fyrir evrur á næstunni. Og er þá ekki allt í lagi að skuldsetja sig upp í rjáfur þar sem þetta eru jú bara platpeningar?


mbl.is Skuldavandinn eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt frá hruni hefur annar hver maður talað fyrir því að lækka skuldir heimilanna. Árangur er harla lítill, þegar sleppir þeim dómum, sem hafnað hafa löglausri skuldainnheimtu. Og ríkið á ekki fjármuni til að borga skuldir fólks, auk þess sem mjög snúið væri að gera öllum jafn hátt undir höfði með þeirri aðferð.  Auin skattheimta virðist, miðað við meira en hundrað skattahækkanir á kjörtímabilinu, vera að mestu út í bláinn. Hún ætti að minnsta kosti eingöngu að fara í að borga niður ríkisskuldir. Það er kominn tími til að hætta draumórum um jólasveininn í stjórnarráðinu en gera nú þegar það litla, sem ef til vill er hægt að gera án þess að stofna fjárhag ríkisins í voða. Aðeins í þeim tilgangi, að þeir verst settu gefist ekki upp á að eiga heima á þessu landi og sjá sjálfir fyrir sér og sínum. Engum á eftir að farnast betur, ef ríkið stendur óvarlega að slíku og lendir í greiðsluþroti.

Sigurður (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband