VG í stríð til að fela ESB-deilur

Innanflokksdeilur í Vinstrihreyfingunni grænu framboði falla í skuggann af stríðinu í samfélaginu um kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fundur VG á Ísafirði var til að þétta raðirnar í VG, sem mælist með 8,5 prósent fylgi í skoðanakönnunum.

Þingmenn og flokksfélagar yfirgefa VG vegna svika forystunnar í ESB-málinu. Von  forystu VG er að fá tilbaka tapaða fylgismenn með því að efna til átaka í samfélaginu. Reynslan sýnir að fá mál eru betur til þess fallin en fiskveiðistjórnunin.

Til að undirstrika samstöðu VG var Ögmundur Jónasson mættur með fjandvini sínu Steingrími J. Sigfússyni á fundinn á Ísafirði. Síðan hvenær veit Ögmundur eitthvað um sjávarútvegsmál?


mbl.is Allt á suðupunkti á fundi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill binda það í ný lög um fiskveiðistjórnunarkerfi að svipta beri menn veiðiheimildum ef þeir gari á bak við gjaldeyris og skattalögin eða hlunnfari sjómenn. Hann villa að slík leyfissvipting sé sett í lög um fiskveiðistjórnunarkerfið og auðlindagjald.

Hann vakti máls á þessu í Silfri Egils í gær og segir á heimasíðu sinni að þegar einstaklingar eða fyrirtæki fái að sýsla með auðlindir þjóðarinnar – fjöreggin – þá hvíli á þeim lagalegar og siðferðilegar skyldur. Ef þær skyldur séu brotnar, sé væri ekki um annað að ræða en svipta viðkomandi öllum leyfum.

gangleri (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 07:32

2 identicon

Hin þjóðhagslega tenging

Þegar sjávarauðilndin og hvernig um hana hefur verið haldið er sett í þjóhagslegt samhengi á undanförnum tveimur áratugum er að ýmsu að hyggja. Búferlaflutningar koma þar við sögu, jafnvel gengi einstakra landshluta sem háðir voru því hvernig kvótinn fluttist til í landinu, stundum samkvæmt þröngum geðþóttaákvörunum kvótahafa en ekki því sem best hefði gagnast viðkomandi samfélögum. Þá má leiða sterk rök að því upphaf gróðærisfársins sem leiddi til hrunsins hafi verið innleiðing á núverandi kvótakerfi í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar, þegar sumir kvótahafanna tóku ómældar upphæðir út úr sjávarútveginum til að braska með um víðan völl. Fróðlegt væri að fá vandaða kortlagningu á þessum þætti af hálfu hagfræðinga og sagnfræðinga. Það bíður eflaust síns tíma en margoft hefur komið fram að um hinminháar upphæðir var að ræða. Að sjálfsögðu kom margt annað til sögunnar í kjölfarið se, skýrir efnahagsbálið en í kvótanum og möguleika á að framselja hann, var ákveðin kveikja.

Kýrskýr mynd

En aftur að samtímanum og viðfangsefni þessara skrifa. Á að svipta fyrirtæki veiðileyfi sem brýtur, ekki aðeins gegn fiskveiðilögum, heldur einnig þau sem brjóta gegn skatta- og gjaldeyrislögum? Svar mitt er játandi, með þeim sjálfsagða fyrirvara að um sé að ræða ásetningsbrot. Byggi ég afstöðu mína á því sem áður er vikið að og varðar þjóðarhagsmuni þegar auðlindirnar eru annars vegar.

Í þrengingum okkar ætti málið að fá á sig óvenju skýra mynd. Nú um stundir erum við sem samfélag að borga tugi milljarða til að halda úti gjaldeyrisforða - sem vissulega má deila um hve hár eigi að vera. En hár er hann og kostnaður mikill fyrir þjóðarbúið. Ríður því á sem aldrei fyrr, að allur ávinningur þjóðarinnar af gjaldeyrisskapandi útflutningi, og þá ekki síst úr sjávarútveginum, skili sér í sameiginlegar hirslur okkar. Skatta- og gjaldeyrissvindl kemur í veg fyrir þetta enda ásetningur þeirra sem svindla að hagnast sjálfir á kostnað þjóðarbúsins.

Heiðarleiki í þessum efnum er því óaðskiljanugur hluti af þeim leyfum sem þjóðin fær einstaklingum og fyrirtækjum í hendur til að nýta auðlindir sínar.....http://ogmundur.is/annad/nr/6248/

gangleri (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 07:37

3 identicon

Ætla mætti af Ganglera, að hann sé svona sammála Ögmundi, um að færa refsingar úr því að vera refsingu og yfir í hefnd.

Það er sem sagt ekki nóg, skv Ögmundi og Ganglera, að dæma menn í sektir fyrir gjaldeyris- og skattalagabrot, og dæmdir til að greiða sjómönnum bætur ef þeir brjóta á þeim.

Nei, það er ekki nóg. Eins og sannir sósíalistar, þá álíta þeir að það sé hlutverk ríkisins að hefna. Hefna með því að svipta menn atvinnunni og framfærslumöguleikanum. Og það er merkilegt að Gangleri og Ögmundur skulu vera sammála um að beita svona sértækri hefnd bara á útvegsmenn. Mjög merkilegt.

Minnir óneitanlega á það, þegar Hitler og félagar fundu sér óvini í gyðingum. Þeir gátu þjappað þýsku þjóðinni á bakvið hatursáróður í garð gyðinga, og gert þá að blórabögglum fyrir öllu því sem misfórst í þýsku samfélagi. Ætla má að Hitler hafi í raun vitað jafn mikið um gyðinga, og Ögmundur og Gangleri um útvegsmenn. En hatursáróðurinn selur.

Já, og hvurn djöfulinn er Ögmundur að gera á fundi um sjávarútveg. Maðurinn hefur nákvæmlega ekkert vit á efninu.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 08:18

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hér eru ólík viðhorf. Færsluhöfundur ritar flokkspólitískan pirring sinn í stuttan pistil. Um margt er ég honum sammála en annað ekki.

Hinn kallar sig ganglera og hefur nokkuð skarpa sýn á það pólitíska efni sem liggur undir hjá báðum.

Ég er afar mikið sammála gangleranum og bíð þess nú að sjá ályktanir hans brotnar niður með rökum. 

Árni Gunnarsson, 17.4.2012 kl. 08:23

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svo er það spurning hvort refsilöggjöfin eigi ekki að kallast hefndarlöggjöfin?

Ég er sammála þeirri ályktun að svipta dýraníðinginn sem batt hundinn sinn við bíldekk og drekkti honum rólega - svipta hann leyfi til hundahalds. Og mér er alveg skítsama þó það verði kallað hefnd.

Árni Gunnarsson, 17.4.2012 kl. 08:28

6 identicon

Gangleri hefur skarpa sýn á pólitískt efni, telur Árni Gunnarsson. Og þessa skörpu sýn hefur hann víst vegna hæfni sinnar til að afrita og líma texta frá öðrum.

Mikið vildi ég, að greindarvísitala þeirra sem gera athugasemdir, hækkaði nú svolítið.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 08:35

7 identicon

Þetta er svolítið erfið braut Árni K. Ég myndi t.d. styðja það, að þú yrðir sviptur leyfinu til að tjá þig opinberlega, vegna glæpsamlegrar heimsku, og fyrir að taka þátt í að dreyfa hatursáróðri.

Mér er líka skítsama, þó það yrði kölluð hefnd.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 08:43

8 identicon

Þú ert tekinn fyrir að ganga yfir götu þar sem ekki er gangbraun og missir ökuskýrteinið til æviloka?

Þú ferð yfir á kortinu og þú færð ekki útgefið kort framar?

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 08:58

9 identicon

Ég ætti hugsanlega sjálfur að missa réttinn til tjáningar, ævilangt, fyrir að brjóta stafsetningarrelgur ítrekað. M.a. með því að nota Y í dreifa. Það er ófyrirgefanlegur glæpur, ef maður er t.d. viðskiptafræðingur, og hefur ekki nokkra þekkingu á málfræði.

Hvernig eigum við að fara með stjórnmálamann sem lýgur og svíkur öll sín kosningaloforð? Fróðlegt að heyra frá Ögmundi, hvaða hefnd ætti að bíða viðkomandi.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 09:05

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ekki bólar á röksemdunum gegn ályktunum hans ganglera.

Kannski eru þær að fæðast.

Hann má nú eiga það hann Hilmar að skarpur er hann til vitsmuna.

Árni Gunnarsson, 17.4.2012 kl. 09:28

11 identicon

Ég er ekki endilega sammála Ögmundi en vegna þess að spurt var um skoðanir hans á sjávarútvegsmálum tíndi ég til örfá nýleg dæmi. SJS flokksbróðir Ögmundar vill fara sér hægt í þessum málum þar sem innan núvernadi stjórnkerfis fiskveiða eru margar leiðir til að bregðast við. Hlutverk ríkisvaldsins er að setja lög og reglur og sjá til þess að eftir þeim sé farið. Það gildir jafnt um sjávarútveg sem aðara atvinnugreinar. Röksemdir Hilmars og Óskars eru mjög léttvægar og mig grunar að það sé vegna ungs aldurs og reynsluleysis. Að lokum ; páll snýr hjlutunumvið(eins og of t gerist hjá honum).Það sem brennur heitast á stuðningsmönnum og félögum í VG eru atvinnumálin og í þessu tilviki staða þeirra og þróun á Vestfjörðum. það er ekki aðildarviðræður við ESB sem Páll hefur á heilanum jafnt nótt sem nýtan dag.

gangleri (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 10:17

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef VG hefur farið í þessi fundarhöld til að "þétta raðirnar" er ég andi hrædd um að Lilja Rafney hafi skorið á þá þéttingu með yfirlýsingu sinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2012 kl. 10:29

13 identicon

Til upplýsinga.  Páll og Hilmar, þessi fundur var alls ekki boðaður um sjávarútvegsmál.  Þetta var almennur opinn fundur, þar sem 3 þingmenn NV-kjördæmis og 2 ráðherrar héldu framsöguræður.  Annar ráðherrann fyrrverandi samgönguráðherra, núverandi sjávarútvegsráðherra, - hinn núverandi samgönguráðherra (innanríkisráðherra).  Þess vegna fór ég, með mikinn áhuga á bættum samgöngum á Vestfjörðum á þennan fund.  Nær eingöngu var rætt um sjávarútvegs og samgöngumál, meira þó um sjávarútvegsmál.  Aftur á móti boðar Sjálfstæðisflokkurinn til fundar í kvöld á sama stað, Hótel Ísafirði, UM sjávarútvegsmál.

Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 11:25

14 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Gangleri.

Gleðilegt sumar labbakútur.

Ungur hef ég ekki verið kallaður lengi, takk :)

Óskar Guðmundsson, 19.4.2012 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband