Evran drepur sjálfsbjörg þjóða

Sjálfsbjörg og sjálfsvirðing haldast í hendur, hvort heldur um er að ræða einstakling, fjölskyldu eða þjóð. Sá sem ekki getur bjargað sér sjálfur er upp á aðra kominn og verður að hlíta skilmálum yfirvaldsins. 

Grikkir eru ósjálfbjarga þjóð sem brauðfæðir sig með ölmusufé frá Evrópusambandinu. Grikkir þora ekki að segja sig frá evrunni vegna þess að þeir hafa glatað sjálfsvirðingunni.

Innganga Íslands í Evrópusambandið og upptaka evru fæli í sér afsal á sjálfsbjörg okkar sem þjóðar. Við yrðum hornkerlingar í eigin landi þar sem úrslitavald í íslenskum málefnum væri komið til Brussel.

Lærum af reynslu Grikkja.


mbl.is Vilja evruna en ekki frekara aðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósjálfbjarga og spillt þjóð fær hjálp frá ESB, er réttari fyrirsögn.

Það er gott að Grikkir átti sig á því að ástandið heimafyrir er ekki ESB né Evrunni að kenna, nema hvað þeir geta ekki fellt gengið til að moka yfir eigin skít líkt og við Íslendingar, enda vegnar flestum þjóðum ESB ágætlega í gegnum þessar hremmingar sem allur heimurinn gengur í gegnum þessa dagana.

Grikkir skitu á sig og vita af því en hafa sem betur fer ESB til að bjarga þjóðinni frá algjöru gjaldþroti. Við hér á klakanum þurfum svo að glíma við ICESAVE og gjaldeyrishöftin án nokkurrar utanaðkomandi hjálpar, sem á eftir að reynast okkur mjög erfiður ljár í þúfu.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 11:00

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jón, á eftir Grikkjum koma Portúgalir, Spánverjar og Írar. Allar þjóðirnar eru í vanda vegna þess að gengi evrunnar endurspeglar ekki efnahagsbúskap þeirra, heldur Þjóðverja.

Aðeins tvær leiðir eru úr evru-kreppunni. Að brjóta samstarfið upp annars vegar eða búa til miðstýrða Stór-Evrópu.

Ísland á ekki heima í Stór-Evrópu og okkur er lítill akkur í að ganga inn í myntsamstarf sem er komið að fótum fram.

Páll Vilhjálmsson, 16.4.2012 kl. 11:35

3 identicon

Leiðréttingar á rangfærslum Jóns Sigurðssonar.

Grikkir fengu enga að stoð frá ESB, nema við það að EVRAN sprengdi í loft upp þeirra eigin efnahag.

ESB hefur kreyst hvern blóðdropa út úr Grikkjum og munu gera það næstu kynslóðir. ESB hefur nú sérstaka tilsjónarmenn senda frá Brussel og Berlín til þess að senda skatttekjur og hagnað af sölu ríkiseigna til Brussel sem sér síðan um að útdeila því til þess stórkapítals Evrópu sem þeir hafa velþóknun á.

Grískum almenningi blæðir og landið er flokkað sem gjaldþrota af öllum alþjóðlegum fjármálastofnunum og fjármagnsflóttinn frá landinu er gríðarlegur.

Atvinnuleysi er nú komið vel yfir 20% og er enn vaxandi. Þessi bjarnargreiði ESB er auðvitað enginn hjálp, þeir hafa sparkað í liggjandi þjóð og skilið hana eftir í blóði sínu.

Svo segir þú að flestum ESB þjóðum vegni ágætlega. Þú lifir greinilega í mikilli sjálfsblekkingu.

EVRU svæðið er nú versta og lélegasta hagvaxtarsvæði heims með öfugan hagvöxt, sem sagt neikvæðan hagvöxt. Svæðið er versta samfellda atvinnuleysisbæli veraldar. Skuldakreppan innan EVRU svæðisins er sú versta í hinum iðnvædda heimi. Fátækt og örvænting fólks er að stóraukast. Enda hafa róstur, fjölmenn verkföll og mótmæli sett mikinn svip á stóran hluta EVRU svæðisins undanfarin 2 ár.

Samkvæmt öllum alþjóðlegum hagvísum þá eru allar lífskjara spár fyrir Ísland nú annað hvort bjartar eða skínandi bjartar. Meðan á sama tíma eru flestar samskonar spár fyrir ESB/EVRU svæðið annaðhvort dökkar eða kolsvartar !

Í hvaða sýndar og gerfi veröld lifir þú eiginlega í ?

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 11:50

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Af hverju væri miðstýrð evrópsk peningapólitík verri fyrir Jón Jónsson en þjóðleg íslensk landsbundin peningapólitík?

Hefur Jón Jónsson, pabbi hans, afi og langafi, og þeirra fjölskyldur, grætt á að hafa íslensku krónuna hér sl 140 ár??

Skeggi Skaftason, 16.4.2012 kl. 12:03

5 identicon

Euro Area GDP Annual Growth Rate

The Gross Domestic Product (GDP) in the Euro Area expanded 0.7 percent in the fourth quarter of 2011 over the same quarter, previous year. Unlike the commonly used quarterly GDP growth rate the annual GDP growth rate takes into account a full year of economic activity, thus avoiding the need to make any type of seasonal adjustment. Historically, from 1995 until 2011 the Euro Area's average annual GDP Growth was 1.86 percent reaching an historical high of 5.00 percent in March of 1995 and a record low of -5.20 percent in March of 2009. This page includes: Euro Area GDP Annual Growth Rate chart, historical data, forecasts and news. Data is also available for Euro area GDP Quarterly Growth Rate, which measures growth over the previous quarter.....

http://www.tradingeconomics.com/euro-area/gdp-growth-annual

gangleri (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 14:17

6 identicon

Hagvöxtur á evrusvæðinu ; Eistland 4.5%, slóvakía 3.3%, Þýskaland 1.5%, Frakkland 1.4%,Finnland 1.4%, Austurríki 1.2%,Lúxemborg 1.1% , Belgia 1%, Írland 0.7% Spánn 3.3% ,Ítalía-0.4% ,Holland -0.6%, Slóvenia_2.8% ,Portugal-2.8% ,og grikkland -7.5%.

http://www.tradingeconomics.com/gdp-growth-rates-list-by-country?c=euro+area

gangleri (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 14:28

7 identicon

Spánn er 0.3%; ásláttarmistök.

gangleri (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 14:31

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gangleri: Þessar tölur eru frá síðasta ársfjórðungi 2011.  Skoðir þú töfluna er jafnt og þétt fall þjóðarframleiðslu. Flestar þeirra þjóða sem þarna sýna neikvæðan hagvöxt eru í ESB og er Holland meira að segja þar á meðal.  Eistland er nú komið í neikvæðan hagvöxt og ört vaxandi atvinnuleysi eftir aðeins ár í EVRU.

Þú getur leikið þér að tölum að vild, en gættu þá að því að hafa þær nýjustu. Þið ESB sinnar eruð allir sama marki brenndir og birtið eldgamlar tölur til að fegra málstaðinn. Steini Briem er m.a. þekktur af því. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2012 kl. 16:18

9 identicon

Stór meirihluti Grikkja saka ESB ekki um ófarir sínar né Evruna. ESB ríkin hafa tekið á sér meiriháttar kostnað til að hjálpa Grikklandi og restinni af PIIGS löndunum upp úr hyldýpinu sem þau hafa sjálf komið sér í. En PIIGS löndin eiga það öll sameiginlegt að vita upp á sig skömmina, enda ástæða til, og beina reiði sinni gagnvart spilltum stjórnmálamönnum og almennrar fjármálaóreiðu..

Þið einangrunarsinnar getið svo velt ykkur upp úr ykkar ímyndaða heimi.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 17:41

10 Smámynd: Elle_

Í hverju felst ´einangrunin´, Jón Sigurðsson?  Yrðum við ekki ´einangruð´ lokuð innan þvingunarmúra Brusselveldisins sem nær yfir 8% heimsins og ætlar að ráða öllu, líka okkar fiskveiðilögu, lögum og utanríkismálum?

Elle_, 16.4.2012 kl. 19:40

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Stór meirihluti Grikkja saka ESB ekki um ófarir sínar né Evruna."

Jón Siguðsson. Hvað hefurðu þessa speki?

Horfður hérna á 60 minutes og sjáðu með eigin augum hvernig umhorfs er þar.

Ef þú heldur að þetta sé hlutdræg umfjöllun og að jafnvel myndirnar séu tölvugerðar, þá er rétt að benda á eins og fram kemur að bandaríkjamenn hafa miklar áhyggjur af ástandinu, sem mun hafa þungar afleiðingar fyrir þá.

Ekki ein evra af björgunarpökkunum svokölluðu hefur staldrað við á grikklandi heldur farið beint til skilyrtra vopnakaupa frá herraþjóðunum og inn í þá banka þeirra sem skaðanum ullu í upphafi.  Nú vilja þeir meira.

Þú ættir að skammast þín fyrir þennan ógeðfellda málflutning. Þú hefur ekki glóru um hvað þú ert að segja og villt það ekki af því að þú ert haldinn trúarlegri blindu og óskhyggju um að þú getir orðið styrkþegi og öryrki þessa bandalags rétt eins og þeir akademísku öryrkjar sem helst halda ESB á lofti. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2012 kl. 19:57

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ESB vissi um alvarlega stöðu Grikkja frá 2004 að minnsta kosti en héldu henni leyndri til 2009.  Þeim var fulljóst að í óefni stefndi, en það var ætlun þjóðverja að steypa þjóðinni í glötun svo þeir gætu sópað til sín gæðum þeirra.

Imperialismi jóðverja lætur ekki að sér hæða frekar en fyrr á tíð. Þeir stofna ESB með þeim formerkjum að koma á jafnvægi og friði þótt að í gegnum söguna hafi það einmitt verið þeir frama öllum sem hafa ógnað jafnvægi og friði í álfunni. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2012 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband