Laugardagur, 14. apríl 2012
Þóra til forystu í Samfylkingu
Kosningavélin á bakvið Þóru Arnarnórsdóttur er með annað augað á Bessastöðum en hitt á stjórnarráðinu við Lækjargötu, samkvæmt ritstjórnardálki Viðskiptablaðsins.
Flestir í Samfylkingunni eru sammála um að það þurfi að skipta út forystu flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Myndi Þóra ekki smellpassa í þann slag?
Það verkefni bíður Samfylkingarinnar að þvo af sér vinstri slagsíðuna sem hefur leitt til þess að allir sem koma nálægt atvinnurekstri hafa snúist gegn ríkisstjórninni. Árni Páll Árnason hefur áttað sig á því og reynir nú að höfða til hægri kratanna, sem vilja styðja markaðshagkerfið en um leið öflugt velferðarkerfi. Um þá átakalínu mun baráttan umhverfast.
Fortíð Þóru gefur til kynna að hún fylgi hægri krötum að málum. Samfylkingin þarf svoleiðis fólk í fremstu röð.
Kosningabarátta Þóru gæti heitið Tveir fyrir einn.
Athugasemdir
Mistökin sem Samfylkingin gerði, voru þau að taka ekki vísitöluna úr sambandi strax eftir Hrun, allavega tímabundið,
ef það hefði verið gert væri atvinnulífið komið á fulla ferð, og þúsundir ekki flúnir land,þennan Forsendubrest þarf að leiðrétta strax,á verðtryggðum lánum bæði heimila og fyrirtækja.
Síðan á maður erfitt mrð að skilja gríðarlegt fylgi Sjálfstæðismanna.
Landsfundur sjálfstæðismanna samþykkti að greiða ekki Icesave,en hvað gerist þingflokkurinn samþ. að greiða.
Landsfundur samþykkir að afnema verðtryggingu og lækkun höfuðstól,en hvað geriðst þingflokkurinn ætlar að koma í veg fyrir að verðtryggingin verði afnumin.
Þannig að þetta mikla fylgi x-D á ég erfitt með að skilja.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 14:11
Dr. Sigurður Gylfi Magnússon
„Ólafur Ragnar Grímsson hefur valdið mér gríðarlegum vonbrigðum í starfi. Einkum vegna þess hvernig hann fjallaði um fortíðina og tengdi útrásina við alls konar fortíðarpælingar sem áttu sér litla eða enga stoð í veruleikanum. Í raun gaf hann útrásarvíkingunum svokölluðu nokkurs konar lögmæti með því að tengja þá við sögu lands og þjóðar. Um leið leit hann fram hjá því að hér voru alþjóðlegir neo-kapítalistar á ferð sem fóru ránshendi um eigur fólks úti um allan heim. Það er erfitt að horfa fram hjá þessu. Það þarf ekki annað en að vísa í rannsóknarskýrslu Alþingis, sem kemst að sömu niðurstöðu og ég, að Ólafur Ragnar hafi raunverulega misboðið fólki með málflutningi sínum og hafi í raun stuðlað að því að þessir menn næðu meiri árangri en þeir hefðu átt að ná. “
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 14:40
Varðandi Ólaf ragnar þá er gaman að segja frá því að ég bókina Frjáls Verslun 300 stærstu fyrirtækin 2007. Þar er mikið viðtal við Björgvin G Sigurðsson þar sem hann er meðal annars spurður eftirfarandi spurningar:
Hvað eiga íslenskir stjórnmálamenn að ganga langt í því að þjóna íslenskum fyrirtækjum. Það hefur t.d.verið rætt um að forsetinn sé orðinn eins konar viðskiptasendiherra stóru fyrirtækjanna. Hver er þín skoðun á þessari umræðu.
"Forsetinn hefur staðið sig frábærlega svo aðdáun vekur víða um lönd. Það er ekki hægt að meta framgöngu hans til fjár. Hún er afar verðmæt. Við eigum að vinna saman; fyrirtæki, forseti og stjórnmálamenn, við að opna dyr fyrir íslensku atvinnulífi á erlendri grund"
Hreinn Sigurðsson, 14.4.2012 kl. 15:05
Það myndi aldeilis vera búst fyrir trúverðugleika Samfylkingar, að kjósa Þóru sem formann, nýbúin að tapa fyrir Ólafi, og eytt síðustu mánuðunum í að afneita flokknum.
Það væri eitthvað svo týpísk Samfylking.
Hilmar (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.