ESB-korn í mæli Steingríms J.

„Ef það gerist [þ.e. að makríldeilan tefji framgang aðildarviðræðna Íslands við ESB]  þá verður það í viðbót mjög alvarlegur atburður og þá er komið enn eitt korn í mælinn,“ sagði Steingrímur og bætti við að andrúmsloftið í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið skipti miklu máli.

Hvaða korn fyllir mælinn, Steingrímur J.?


mbl.is Bætir ekki andrúmsloftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning,hefur eitthvað heyrst frá hetjunni eftir síðasta útspil ESB ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 19:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hetjunni þannig séð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 19:57

3 identicon

Sumum þykir Steingrímur vel mælinn eða máli farin.  Ekki vantar að hann mælir oft og mikið um hitt og þetta.

Líklega hefur mælirinn verið notaður of mikið.

Er mælirinn í Steingrími bilaður?

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 20:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sennilega því karluglan steinþegir nákvæmlega núna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 20:14

5 identicon

Steingrímur fer að bakka út. Kosningabaráttan mun svo snúast um það hjá VG að þeir muni aldrei láta það henda sig að sækja um aðild að ESB, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sé einskins nýtur og verði aldrei notaður, velferðarkerfi að Norrænni fyrirmynd muni verða hornsteinn í stefnunni og fjölgun starfa á landinu hljóti að teljast forgangsmál. Pottþétt aðferð til að sópa til sín fylginu.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 21:03

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það eru heilu sandhlössin komin í þennan mæli svo hann er einhverstaðar inni í haugnum og löngu fullur.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 21:18

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Steingrímur sagði ekkert um stærð mælisins. Heldur ekki hvort á mælinum væri botn.

Hvenær hefur sannur pólitíkus látið hanka sig á rúm-kílómetra máli?

Kolbrún Hilmars, 13.4.2012 kl. 21:54

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já hann var með hæsi um daginn.

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2012 kl. 01:05

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hef því miður enga trú á að þetta upphlaup þeirra Steingríms og Ömma vegna þessa nýjasta yfirgangs ESB í framkomu við okkur, verði neitt annað en orðin tóm, eins og venjulega.

Þessi korn sem SJS telur nú og talar nú um eru ekkert annað en grjóthnullungar sem ég held að hljóti að hafa hitt þá félaga í höfuðið. Því að dómgreindarbrestur þeirra og algjör vanhæfni og skortur á að skilja kjósendur sína er svo yfirþyrmandi !

Gunnlaugur I., 14.4.2012 kl. 08:52

10 Smámynd: Sólbjörg

Sammála þér Gunnlaugur - Listgrein þeirra tveggja Steingríms og Ömma er að tala í fléttur og hringi og staga fram og til baka- orðahannyrðar sem eru einskyns nýtar nema til að halda í þingsætin.

Steingrímur ætlar að halda sínu striki með aðildaraðlögun inn í ESB. En hann hefur áhyggjur af að andrúmsloftið verði honum ögn erfitt, ekki gagnvart þjóðinni það skiftir hann engu. Heldur nú mun hann þurfa að þola enn aukna fyrirlitningu og háð ESB manna á vesaldóm sínum og Össurrar.

Sólbjörg, 14.4.2012 kl. 10:42

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er komin þrýstingur á forystu VG, því þeir eru farnir að sjá fram á að tapa þingsætum, það verður kornið sem fyllir þann mæli.  fylgið komið miður í 8.3 %  það er röddinn sem þeir hlusta á ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2012 kl. 10:54

12 Smámynd: Sólbjörg

Jú rétt Ásthildur ef þeir óttast að stjórnin falli áður en ESB verkefnið er í höfn.

Brátt getur stjórnin: Jóhanna, Steingrímur og Össur, sungið söng ræningjanna í Kardimomubæ: "Hvar er stólinn minn, hvar er upphefðin, hvar er falska gamla eintóna ræðan mín, hvar eru atkvæðin...... ég viss um að það var hér allt í gær".

Sólbjörg, 14.4.2012 kl. 12:24

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2012 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband