Þóruframboð fær 81% fylgi samfylkingarfólks

Skoðanakönnun staðfestir að framboð Þóru Arnórsdóttur er ættað úr Samfylkingunni. Þóra nýtur langmesta stuðnings úr kjósendahópi Samfylkingarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson sækir aftur fylgi sitt til kjósenda Sjálfstæðisflokksins að stærstum hluta en minnst til kjósenda Samfylkingar.

Aðstandendur framboðs Þóru mun á næstu vikum herja á sjálfstæðismenn að lýsa fyrir stuðningi við samfylkingarframboðið. Björn Bjarnason segir á Evrópuvaktinni

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, styður Þóru Arnórsdóttur. Jóhanna lítur á það sem höfuðhlutverk sitt í íslenskum stjórnmálum líðandi stundar að halda sjálfstæðismönnum utan ríkisstjórnar. Jóhanna víkur af leið til að hreyta ónotum í sjálfstæðismann. Þessar árásir Samfylkingarinnar í garð sjálfstæðismanna magnast næstu vikur með fallandi gengi ríkisstjórnarinnar. Hvað ætla spunaliðar Þóru að gera í því máli?

Jú, það sem samfylkingarliðið mun gera er að byggja brýr yfir í þá kima Sjálfstæðisflokksins sem helst vilja samstarf við ESB-sinna í Samfylkingunni.


mbl.is Mest fylgi meðal sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrýtnar reikningskúnstir þegar tekið er tillit til þess að ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt njóta aðeins 26% fylgis þjóðarinnar skv. nýlegri skoðanakönnun.

Matthías (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 13:29

2 identicon

Eru sjalfstædismenn eina folkid med viti?

Seint verdur sagt ad Olafur hafi verid tengdur sjalfstædisflokk, en tegar tad er ljost ad hann hefur stadid med sinu folki, ekki hlustad a gamla flokkshagsmuni og um leid bjargad landinu fra gjaldtroti, veit skynsamt folk hvad tad kys.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 13:37

3 identicon

Já sjálfstæðismenn eru djöfulsins snillingar sem græða á daginn og grilla á kvöldin.

Guðni Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 13:43

4 identicon

Þóra Arnórsdíttir hefur þetta þegar "all wrapped up".

En annars, hversvegna þessi stuðningur Sjallanna við ÓRG? Var það ekki sjálfur æðsti prestur Sjallann, afglapinn hann Dabbi, sem fullyrti að Ólafur Ragnar Grímsson væri skíta karakter?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 13:43

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru það bara ekki "sjálfsæðismenn" í öllum flokkum sem kjósa Ólaf?  Þ.e. þeir sem vilja vernda sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar nú á þessum kritísku tímum. 

Flugumanneskjan Þóra vinnur ekki þessar kosningar hvað sem sýndarsigrar uppdiktaðra skoðanakannana og túlkanir KOM spunavélarinnar segir.

Mér finnst stórmerkilegt að þessi sjónvarpsþula hafi efni á að hafa almannatengsla (spuna) apparat ásínum snærum.  Er einhver að styrkja hana meira en löglegt er? Ekki er þetta rekið af samskotum almennings, svo mikið er víst.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 14:02

6 identicon

Nakvæmlega malid Haukur Kristinsson.

Synir bara eitt.

Prestar og fylgjendur teirra i serkennilegustu sertruarsøfnudum fynnast helst saudtryggir i samfylkingum landsins.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 14:14

7 identicon

Nú þegar kannanir sýna að Þóra Arnórsdóttir muni sigra með miklum mun, ætti Ólafur að sýna þjóðinni að hann er ekki alveg skyni skroppinn, né skíta karakter eins og Dabbi fullyrti, og draga framboð sitt til baka. Einmitt það sem hann gaf í skyn í áramótaræðu sinni. Þannig væri hans "legacy" meira og minna Ok.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 14:44

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sýna kannanir að Þóra muni sigra með miklum mun Haukur? Hvaðan hefur þú það?  Í lesendakönnun samfylkingarmiðilsins Visir.is er hún sögð jafnfætis Ólafi. Könnun sem raunar er út úr öllu korti miðað við aðrar kannanir.  Þetta er ekki könnun byggðá úrtaki heldur frá lattelepjandi  lesendum miðilsins.

Hafðu engar áhyggjur kallinn minn. Ólafur vinnur þetta og fylgi hans er talsvert mikið meira en gefið er í skyn á spunamiðlum samfylkingarinnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 14:54

9 identicon

Nú er Jón Steinar úti að aka, því að umrædd könnun er könnun FRÉTTABLAÐSINS,  en ekki vísis, og hún var einmitt gerð með úrtaki og öllu tilheyrandi.

Já, það er leiðinlegt að vera í tapliðinu, Jón Steinar. En það venst örugglega.  

Anna (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 14:57

10 Smámynd: Elle_

Anna, eru Brussel-pappírarnir ekki allir af sama meiði?  Hvaða taplið meinar þú?

Elle_, 13.4.2012 kl. 17:32

11 identicon

Ég held að flest viti borið fólk geri sér grein fyrir því að Ólafur muni sigra þetta.

Framboð Þóru er nýtt og skriðþungi hennar er mestur í byrjun, mikill meðbyr líkt og framboð Lilju Mósesdóttur fékk í upphafi.

Ég held að Þóra verði of lík Vigdísi sem forsetaefni, flottur einstaklingur en þegar grannt er skoðað þá er hún einungis áskrifandi af bæði launum og kokteilboðum.

Ég vil forseta með bein í nefinu, gagnsemi slíks forseta hefur sannað sig harkalega undanfarin 3 ár, stundum þarf að hafa vit fyrir hunónýtum/vafasömum/spilltum/illa innrættum stjórnmálamönnum.

Barbíforseti er velkominn að mínu mati, en aðeins þegar logn er á miðunum og veðurspáin gefur fyrirheit um samskonar veður langt fram í tímann..ekki fyrr !

runar (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 17:57

12 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, Númi.  Nei, enga Vigdísi í forsetaembættið.  Hinsvegar hefur sorglega sá mæti maður, Jón Lárusson, ekki farið mikinn og gleymst meðan ein fréttakona fær allt frontið.  Hann kysi ég ef Ólafur væri ekki þarna.  Hann stæði í lappirnar gegn allri kúgun.  Hann ætti að fá meiri eftirtekt.  Hætti Ólafur við af e-m sökum sætum við kannski uppi með hana.

Elle_, 14.4.2012 kl. 00:59

13 Smámynd: Elle_

Fyrirgefðu, RUNAR.

Elle_, 14.4.2012 kl. 01:00

14 identicon

Sá ekki síðustu ummælin fyrr en núna. Þið (Jón Steinar, jonasgeir, Elle E, Rúnar) eru nú meiru vesalingarnir. Það er ekki útlandið, t.d. Brüssel eða Bretland, sem er að kúga okkur eða sýna okkur ofbeldi. Það vori Íslendingar, með forseta ræfilinn í fararbroddi, sem fóru ránshendi um lönd, stálu eins miklu og þeir gátu og kölluðu “tæra snilld”. Þeir, sem níðast á þjóðinni í dag eru innrásar-víkingarnir, peningaöflin í landinu, sem hafa tvo flokka á sínum snærum, Sjálfstæðisflokkinn og hækjuna; LÍÚ, heildsalar, Finnur Ingólfsson, Guðlaugur Kögun etc, etc. Þessir hrægammar hafa náð miklum fjármunum til sín vegna tengsla við handónýta og vanhæfa stjónrmálamenn / stjórnsýslumenn. Þetta eru þeir sem sjúga merginn úr þjóðinni. En þrælslundin er svo sterk í ykkur, að það tárist af þakklæti fyrir hvern þann mola sem hrýtur af borði þjófanna til ykkar.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 09:23

15 Smámynd: Elle_

Fari aðrir Íslendingar ránshendi um lönd er það ekki á ábyrgð forsetans eða okkar og seinna barnanna okkar.  Þó þú farir og fremjir glæpi í öðrum löndum verðum við hin ekki dregin til ábyrgðar eða fyrir dóm.  Þjófnaður í öðrum löndum gerir ekki ísl. ríkissjóðinn ábyrgan undir neinum kringumstæðum.

Þú skilur ekki málið og ætlar að kalla forsetan öllu illu eins og vanalega og okkur vesalinga.  Vertu það sjálfur. 

Þú skilur ekki að það var VEGNA EES-saminingsins og vegna evrópskra laga sem stjórnvöld á Íslandi gátu ekki heft banka eða ICESAVE í öðrum löndum.  Það ættir þú að kenna vitlausum lögum þeirra um.  Vigdís Finnbogadóttir stóð heldur ekki í lappirnar með þjóðinni.

Elle_, 14.4.2012 kl. 11:12

16 Smámynd: Elle_

Forsetann - - -

Elle_, 14.4.2012 kl. 11:13

17 Smámynd: Elle_

ÞJÓFANNA OKKAR??

Elle_, 14.4.2012 kl. 11:28

18 identicon

Það er langsótt að kenna EES samningnum um stöðu mála. Bankarnir voru færðir í hendurnar á vanhæfum flokksdindlum, Sjöllum og hækjuliðinu. Svo var ekkert fylgst með gerðum þessara glæpóna, heldur hrópað; sjáið ekki veisluna, drengir. Öll stjórnsýsla Sjallanna og hækjunnar var ónýt. En í einu erum við sammála, Elle. Forseta ræfillinn ber enga ábyrgði. Zero. Því getur hann skakklappast um heiminn og bullað það sem hönum dettur til hugar í hvert skiptið. Auðvitað berum við, íslenska þjóðin, ábyrgð á þjófnaði Landsbankans á spariinnistæðum erlendis. Þjófnaðurinn var framinn í skjóli ríkistjórnarinnar og innstæðutryggingin er í öllum siðuðum löndum alvöru mál.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 11:39

19 Smámynd: Elle_

Það er ekki langsótt að kenna EES samningnum um stöðu mála.  Það var VEGNA hans sem stjórnvöld gátu ekki heft ICESAVE. 

Það var engin ríkisábyrgð á ICESAVE.  Það getur heldur enginn ríkissjóður staðið undir ríkisábyrgð á einkafyrirtækjum út um allan heim.  Svo var bankinn líka með fullar tryggingar í bæði Bretlandi og Hollandi og líka með leyfi og undir eftirliti stjórnvalda ÞAR. 

Þú ætlar að halda uppi illu umtali um forsetann en hann framdi enga glæpi.  Þú mátt hinsvegar sjálfur standa í ábyrgð fyrir öllum glæpum um allan heim ef það var íslenskt blóð í glæpamönnunum.

Elle_, 14.4.2012 kl. 11:57

20 identicon

Sammála, forseta ræfillinn framdi enga glæpi. En hann olli þjóðinni ómældu tjóni með bulli sínu og þjóðrembu. 

Forseti, sem heldur ræður eins og þær í Los Angeles árið 2000 og í London 2005 er úr leik í eitt skipti fyrir öll (sjá fyrir neðan). Þýðir ekkert að koma svo grátklökkur eftir á og segja að það hafi verið spilað með sig. Höfum ekki efni á því að hafa forseta, sem lætur ónýta auðmenn spila með sig.

Við höfum víst nógu marga þingmenn, sem láta spila með sig.

http://www.forseti.is/media/files/05.05.03.Walbrook.Club.pdf

http://www.forseti.is/media/files/00.05.05.Los.Angeles(1).pdf

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband