Föstudagur, 13. apríl 2012
Samfylking trójuhestur ESB á Íslandi
Evrópusambandið er í stríði við Ísland. Óvinveittar aðgerðir hingað til eru hótanir um löndunarbann á íslensk skip vegna deilna um makrílveiðar annars vegar og hins vegar málsaðild gegn Íslandi vegna deilna við Breta og Hollendinga um ábyrgð á Icesave-reikningum.
Í báðum tilvikum talar Samfylkingin máli Evrópusambandsins á Íslandi. Talsmenn Samfylkingar gera lítið úr yfirgangi Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og íslenskum hagsmunum. Fremstur þar í flokki er utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, sem talar eins og smurður Brusselagent.
Eins og áður sker Samfylking sig úr pólitískri samstöðu á Íslandi. Flokkur forsætisráðherra og utanríkisráðherra er uppspretta óeiningar og viðheldur pólitískri kreppu á Íslandi. Samfylking starfar ekki í þágu íslenskra hagsmuna.
Segir skilaboð ESB vera kýrskýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.dv.is/fb/konnun/island-ad-slita-adildarvidraedum-vid-esb/nidurstodur/#_=_
Meirihlutinn (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 07:58
Úrslit ráðast ekki með könnunum,hönnuðum af Jóhönnu klíku. ESB. í stríði við Ísland, bara svona í góðu segir ráðsmaður þeirra,og svo "upp með hendur".
Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2012 kl. 11:00
Og forsætisráðherrann "vissi ekkert fyrr en hann heyrði það í fréttum" Hve oft erum við búin að heyra hana tala þannig. Skilur hún ekki málið, eða er henni vísvitandi haldið utan við svona mál? Og hvar í ósköpunum er landsjópeningamálaráðherrann. Það heyrist ekki púst í þessu kokhreystimenni, ekki getur verið að hann sé kjaftstopp? Eða eru málið pínlegt fyrir hann?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 11:03
Nei, satt Helga, en viti menn, það eru samt milli 60 og 70% í Brussel-pappírnum sem VILJA SLÍTA hinum svokölluðu ´viðræðum´.
Elle_, 13.4.2012 kl. 11:16
Já Elle þetta eru góðar fréttir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 11:19
Hvort er þá Össur "Brussa" eða "Brussi"?
:D
+
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 11:35
Ef til vill Brussi Brussason
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2012 kl. 12:31
Góðar fréttir Elle, hægt að slá á létta svona smá Jón og Ásthildur,ég ætla að bæta s-um í Brusss.is Barrossis.
Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2012 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.