Pólitískt forsetaembætti

Stórnmálakreppa ríkir á Íslandi. Andstyggð almennings á stjórnmálamönnum er almenn og djúptæk. Ríkisstjórnin er ekki með meirihluta á alþingi nema að nafninu til. Stjórnarandstaðan er veik og sjálfri sér sundurþykk.

Sjórnmálaflokkar eiga ekki innistæðu fyrir trausti almennings. Vald sem einu sinni var hjá forystumönnum stjórnmálaflokka er komið á flakk; maður sem svarar nafninu Jón Gnarr fangaði hluta af þessu valdi í síðustu kosningum til borgarstjórnar,  - með eftirminnilegum árangri.

Við þessar aðstæður þarf kunnáttmann á Bessastaði, mann sem veit hvað stjórnmál snúast um og býr að reynslu af vettvangi landsmálanna. Ekki síst þarf myndugleika í æðsta embætti lýðveldisins.

Ólafur Ragnar Grímsson er rétti maðurinn í embætti forseta Íslands.

 


mbl.is Kristín ætlar ekki í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pólitískt forsetaembætti hefur þegar valdið þjóðinni ómældu tjóni. "Kunnáttumaðurinn" hann Óli, sem vill að embættið snúist um hans kjánalega egoisma og sinnar spúsu, er ekki sá myndugleiki sem við höfum þörf fyrir.

Þessvegna, og einmitt þessvegna vil ég Þóru Arnórsdóttur sem forseta, en ekki Ólaf R. Grímsson:

1. Ég vil að forsetinn sé intellectual

2. Ég vil að forsetinn sé vel menntaður og með sterka dómgreind

3. Ég vil að forsetinn sé kúltiveraður og heiðarlegur

4. Ég vil að forsetinn sé intergrator, ekki polarisator

5. Ég vil að forsetinn sé hógvær og lítillátur

6. Ég vil ekki að forsetinn sé gamall pólitíkus

7. Ég vil ekki að forsetinn sé hégómalegur

8. Ég vil ekki að forsetinn sé tækifærissinni

9. Ég vil ekki að forsetinn sé auðmanna sleikja

10. Ég vil ekki að forseti sitji lengur en 12 ár í embætti

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 20:29

2 identicon

Ég er hlyntur því að sameina embætti Forseta Íslands og Forseta Alþingis, og fækka þingmönnum um ca. tíu, því það er ömurlegt að horfa upp á þær uppákomur sem þar eiga sér stað, og ekki mönnum bjóðandi, á krepputímum þegar þúsundir landsmanna neyðast til að flýja land.

Það er greinilegt að verkstjórn þarf á Alþingi Íslands strax.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 20:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég vil þann sem langflestir Íslendingar vilja

ég vil þann sem langflestir Íslendingar skilja

Meira fer ég ekki fram á

Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2012 kl. 22:26

4 identicon

Ólafur Ragnar Grímsson á ekki innistæðu fyrir trausti almennings.

Láki (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 23:07

5 Smámynd: Elle_

Rangt.  Hann er lýðræðissinni.  Hann stendur með fólkinu og ríkinu.  Hann hefur mikinn stuðning og traust fólksins í landinu.  Það er engin innistæða hinsvegar fyrir þinni röngu fullyrðingu.

Elle_, 12.4.2012 kl. 23:22

6 Smámynd: Elle_

Ætlunin var ekki að skjóta þig niður, Láki, en þú sagðir ekkert af hverju forsetinn væri ekki með innistæðu fyrir trausti.

Elle_, 13.4.2012 kl. 00:12

7 Smámynd: Jón Óskarsson

Gaman væri að fá íslenska þýðingu á þessu sem Haukur Kristinsson skrifar hér að framan.  

Jón Óskarsson, 13.4.2012 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband