Hótanir ESB og íslenskir liðleskjuflokkar

Framsóknarflokkurinn stendur í ístaðinu þegar atlaga er gerð að íslenskum hagsmunum. Þorri Sjálfstæðisflokksins stendur vaktina fyrir almannahag andspænis útlendum græðgiskrumlum.

Tveir stjórnmálaflokkar leggjast aftur hundflatir fyrir þvingunum Evrópusambandsins: Vinstrihreyfingin grænt framboð og Samfylkingin.

Eina rétta svarið við yfirgangi Evrópusambandsins er að afturkalla umsókn Íslands um aðild að téðu sambandi.


mbl.is „ESB að sýna Íslendingum hver ræður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndu að ræða þetta við Láru Hönnu. Henni er mikið í mun að halda á lofti þessari tveggja liða hugmynd.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 13:30

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það ætti að vera meirihluti fyrir afturköllun á alþingi núna þegar bæði Ögmundur og Jón Bjarnason standa á móti þessu.  Það hlýtur að láta á það reyna ef menn vilja virkilega standa í lappirnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 16:16

3 identicon

Þetta er bara alveg óskiljanlegt.

Að nokkur geti sýnt álíka dómgreindarleysi eins og Mörður og co. er bara ekki í lagi.

Trúarbrögðin eru á svo alvarlegu stigi að þetta er ólæknandi með öllu svei mér þá.  Verst hvað sjúkdómurinn kemur öllum hinum illa án þess þó að vera bráðsmitandi sem betur fer.

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 16:48

4 identicon

Ánægjulegt að heyra í Sigmundi Davíð. En hvar eru þessir þrír formenn Sjálfstæðisfloikksins? Æ já, þau studdu öll Icesave-ánauðina.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband