Fimmtudagur, 12. apríl 2012
Hótanir ESB og íslenskir liðleskjuflokkar
Framsóknarflokkurinn stendur í ístaðinu þegar atlaga er gerð að íslenskum hagsmunum. Þorri Sjálfstæðisflokksins stendur vaktina fyrir almannahag andspænis útlendum græðgiskrumlum.
Tveir stjórnmálaflokkar leggjast aftur hundflatir fyrir þvingunum Evrópusambandsins: Vinstrihreyfingin grænt framboð og Samfylkingin.
Eina rétta svarið við yfirgangi Evrópusambandsins er að afturkalla umsókn Íslands um aðild að téðu sambandi.
ESB að sýna Íslendingum hver ræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Reyndu að ræða þetta við Láru Hönnu. Henni er mikið í mun að halda á lofti þessari tveggja liða hugmynd.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 13:30
Það ætti að vera meirihluti fyrir afturköllun á alþingi núna þegar bæði Ögmundur og Jón Bjarnason standa á móti þessu. Það hlýtur að láta á það reyna ef menn vilja virkilega standa í lappirnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2012 kl. 16:16
Þetta er bara alveg óskiljanlegt.
Að nokkur geti sýnt álíka dómgreindarleysi eins og Mörður og co. er bara ekki í lagi.
Trúarbrögðin eru á svo alvarlegu stigi að þetta er ólæknandi með öllu svei mér þá. Verst hvað sjúkdómurinn kemur öllum hinum illa án þess þó að vera bráðsmitandi sem betur fer.
jonasgeir (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 16:48
Ánægjulegt að heyra í Sigmundi Davíð. En hvar eru þessir þrír formenn Sjálfstæðisfloikksins? Æ já, þau studdu öll Icesave-ánauðina.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.