Þóra og sært stolt Samfylkingar

Þóra Arnórsdóttir er ESB-sinni til margra ára, var kosin í fulltrúaráð Evrópusamtakanna árið 1995. Hún var í stjórn Grósku sem var undanfarafélag Samfylkingar. Samfylkingarfólk stofnaði fyrir nokkrum vikum fésbókarsíðu til að efna til óformlegs forvals frambjóðenda sem ættu sjens í Ólaf Ragnar. Þóra kom best út.

Samfylkingin var stofnuð til að stjórna Íslandi, verða ,,Sjálfstæðisflokkur vinstrimanna." Flokkurinn er  pólitísk ruslahrúga og kemst hvorki lönd né strönd. Samfylkingin mælist með 18 prósent fylgi í óvinsælustu ríkisstjórn síðari ára. Maðurinn sem kippti fótunum undan ríkisstjórn Samfylkingar heitir Ólafur Ragnar Grímsson,- þegar hann hlýddi kalli þjóðarinnar í Icesave og setti ónýta samninga ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæði.

Þóra Arnórsdóttir svarar þörf samfylkingarfólks fyrir sigurvegara. Sigri Þóra Ólaf Ragnar Grímsson er komið sóknarfæri fyrir Samfylkinguna.

Forysta og þingmenn Samfylkingar gæta þess að hafa sig ekki í frammi fyrir Þóru enda myndi það orka tvímælis. Góðkratar á blogginu s.s. Gísli Baldvinsson og Jón Daníelsson gáfu sig strax fram sem stuðningsmenn. 

Þóra mun ekki vinna forsetakosningarnar sem frambjóðandi Samfylkingarinnar. Þess vegna verður allt kapp lagt á að klæða samfylkingarbaklandið í feluliti. Og svo, auðvitað, fá þeir orð í eyra sem taka ekki þátt í auglýsingamennskunni um að Þóra sé bara alls ekkert tengd Samfylkingunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er nú til þess vinnandi fyrir Samfylkinguna að hafa Jóhönnu Sigurðardóttir sem forseta landsins og forsætisráðherra fyrsta árið á meðan Þóra tekur út barneignarleyfi og fæðingarorðlof.  Ekki að furða þótt þeir iði í skinninu að fá hana inn.

Það dugir ekkert minna en einræði til að troða okkur inn í ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2012 kl. 19:21

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki annað að sjá en að Páll gefi sér að forseti fari með öll völd landsins.

Ef hann er ESB sinni, þá muni Ísland ganga í ESB...

Þetta er svakalegt dæmi um hvernig menn geta staðnað í hugsun og skilningi þegar ekkert annað kemst að nema Baugur og ESB.

hilmar jónsson, 9.4.2012 kl. 19:53

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hilmar, þetta snýst ekki um forseti fari með öll völd.  Þetta snýst bara um málskotsréttinn. Hinn nýji skilningur Jóhönnu á beinu lýðræði, er að almenningur megi ekki kjósa um milliríkjasamninga, skattamálefni og fjárlög. Ef samningar nást við ESB áður en þessi stjórn leggur upp laupana þá er hægt að sjá fyrir sér að þeim verði ekki skotið í dóm þjóðarinnar samkvæmt framansögðu.  Þess vegna skiptir máli að Þóra verði ekki kosin. Hún hefur bara gefið loðin svör við spurningunni um hvernig hún muni beita 26. gr. stjórnarskrárinnar. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.4.2012 kl. 20:16

4 identicon

Margir samfylkingarmeistarar eiga erfitt með að draga skynsamlegar ályktanir.  Hvað þá að leggja saman tvo og tvo.

Rusl!

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 20:26

5 identicon

Auðvitað skrifar Páll Vilhjálmsson enn illa um fólk !

Verra er hvað margir eru tilbúnir að leggja vondum skrifum hans vægi, en hvers vegna gerist þetta ?

Ekki eru þessir aðilar á launum hjá klíkuklúbbum, eins og Páll Vilhjálmsson að skrifa illa um fólk ?

JR (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 21:36

6 identicon

JR. kl.21;36

Hvað er það sem að kemur þér úr jafnvægi?

Um hverja er hann páll að tala svo illa um.

Páll er að sundurgreina Samfylkinguna. Ég er sammála

honum. Eins og talað úr mínu hjarta.

Enginn þarf að fara í grafgötur með það að Ólafur Ragnar forseti vor sigrar. Vonandi situr hann öll næstu fjögur ár.

Ef einhver getur hamið þessi hænsni í þinginu þá er það

ÓlafurRagnar forseti. Þóra Arnórsdóttir er mjög dugleg á sínu sviði... En sameiningartákn fyrir Ísland verður hún aldrei...

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 21:58

7 identicon

Þóra bauð sig 1994 fram fyrir Alþýðuflokkinn til bæjarstjórnar í Kópavogi (Mbl 6.4. 1994). Hún tók 1995 þátt í að stofna Evrópusamtökin, sem höfðu það markmið að sækja um inngöngu landsins í ESB (Mbl 27.5. 1995). Hún bauð sig sama ár fram til alþingis fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjaneskjördæmi (Mbl 21.2. 1995). Sama ár bauð hún sig ennfremur fram til Háskólaráðs fyrir Röskvu, félags félagshyggjufólks (Mbl 28.2. 1995) og náði kjöri. Hún tók 1997 þátt í að stofna Grósku, samtök jafnaðar- og félagshyggjufólks (Mbl 17.1. 1997) og sat í stjórn samtakanna (Mbl 15.3. 1997), en meginmarkmið þeirra var að stofna til samfylkingar vinstri aflanna. Ég sé ekki betur en Þóra hafi tekið skýra afstöðu í stjórnmálum og þurfi í það minnsta að éta ofan í sig allt framansagt, ef hún ætlar að róa á ný mið í atkvæðaleit. 

Sigurður (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 22:19

8 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ólafur Ragnar Grímsson verður vonandi kosinn frá embætti... Það vona ég svo innilega...!

Útaf hverju...?

Jú, hann braut á mér lög í starfi sínu sem Forseti Íslands...

Ég sendi honum erindi, vegna embættismanns sem hann skipaði í embætti, því hefur aldrei verið svarað og ég hef heldur ekki fengið neitt um það frá forsetaembættinu formlega hvað varð af þessu erindi mínu... En samkvæmt viðtali sem ég átti við forsetaritara þá afgreiddi Ólafur Ragnar erindið personulega sjálfur, án afskipta forsetaskrifstofu, frá embætti sínu í hendurnar á Birni Bjarnarsyni, þ.v dómsmálaráðherra þar sem erindið dagaði uppi, týndist og hvarf...!!!

Þannig eru embættisverk Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti Forseta... S.s valdníðingur, embættismannamafíósi, lögbrjótur og drulluhali per exelance...!!!

Mér er skítsama um hvernig hann hefur staðið sig í öðrum málum... Hann braut á mér lög og hefur þ.a.l pottþétt brotið lög á öðrum...

Sævar Óli Helgason, 9.4.2012 kl. 22:20

9 identicon

Þóru Arnórsdóttur er einkum fundið til foráttu að hafa haft pólitíska skoðun, að hún skuli hafa leyft sér slíka ósvinnu. Maður skyldi halda að sitjandi forseti hafi aldrei komið nálægt stjórnmálum.  

Hvað er eiginlega að Íslendingum, eru menn upp til hópa fífl?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 22:33

10 Smámynd: Elle_

Jóhanna, Þóra var ekki nógu gagnrýnin ´á sínu sviði´.  Þessu tók ég eftir fyrir löngu þegar erfið og mikilvæg mál eins og ICESAVE voru rædd. 

Elle_, 9.4.2012 kl. 22:42

11 identicon

Páll Vilhjálmsson og Jón Valur stórbloggari, eru gjörsamlega að fara á límingunum út af framboði Þóru Arnórsdóttur.

Ætli þeir átti sig á því hvað þeir eru kjánalegir ?

Láki (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 23:00

12 identicon

Ætli Þóra hefði fengið svona mikla umfjöllun ef hún hefði einhvern tímann og kannski mögulega í dag verið í Sjálfstæðisflokknum?

Jah, maður spyr sig, líklega ekki hjá Páli...

Skúli (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 01:04

13 identicon

Páll Vilhjálmsson var einu sinni í Samfylkingunni. Þóra Arnórsdóttir hefur aldrei verið í Samfylkingunni.

Einu sinni Samfylkingarmaður, ávallt Samfylkingarmaður, eða hvað, Páll?

Anna (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 01:19

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skíúli vertu raunsær,þá hefði húnekki boðið sig fram á þessum forsendum.

Samfylkingin hét einu sinni Alþýðuflokkur Anna,allir skipta um nafn nema Framsókn og Sjálfstæðisflokkur,sumir treysta ekki einu sinni á nöfn flokka sinna,meðan aðrir bjóða stoltir kjósendum sitt rétta andlit,Heilindin sigra.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2012 kl. 05:10

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skúli,afsakaðu í þældist með í nafni þínu.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2012 kl. 05:11

16 identicon

Ég persónulega styð Þóru og er þó flokksbundin í Framsóknarflokknum og sit meira að segja þar í miðstjórn.

Persónulega þekki ég fjölmarga úr öllu litrófi stjórnmálanna sem styðja Þóru þannig að ég get engan veginn tengt framboð Þóru við einn stjórnmálaflokk.

Margir þeirra vilja hins vegar ekki ÓRG áfram sem forseta þar sem hann er svo pólitískur.

Bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 07:17

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er magnað að til séu Íslendingar sem hatast út í Ólaf Ragnar fyrir að hafa skotið Iceave samningum í dóm þjóðarinnar vegna tugþúsunda áskoranna Bjarnveig. Er það það sem þér finnst svo pólitískt í Ólafi? Það að sinna sínu stjórnarskrárbundna hlutverki og fara að vilja þjóðarinnar?

Viljir þú að Jóhanna hafi forsetavaldið fyrsta árið í embætti Þóru, þá verði þér að góðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2012 kl. 08:55

18 identicon

Stundum er vitleysan svo mögnuð að það er bara fyndið. Það er ekki hlutverk forseta að koma okkur í eða úr ESB. Í fyrsta lagi erum við nú þegar í ESB, bara undir öðru nafni (EES). Var það ekki ríkisstjórn undir forustu sjálfstæðismanna sem sá til þess — án þess að senda málið í þjóðaratkvæðagreiðslu? Í öðru lagi er það hlutverk forseta að sjá til þess að kosið verði um aðild en það hefur aldrei komið til tals í núverandi ríkisstjórn að hafa ekki kosninga.

Það er ekkert skyldt með Icesave og ESB. Enginn hefur séð til þess að við borgum ekki Icesave. Hæstiréttur hefur dæmt að skuldin standi sem forgangskrafa. Icesave-samkomulagið gekk út á bærileg kjör fyrir endurgreiðslu. Það vildi þjóðin ekki. Nú þá tökum við slæmu kjörin.

Fólk sem borgar bara hjá fógeta getur ekki búist við því að fá viðskipti aftur. Sá hluti þjóðarinnar sem gæti virkilega grætt á ESB-aðild, eru bissnessmenn og bændur en þeir vilja hana ekki. Skrítið.

Flokkspólitik á ekkert erindi í forsetakosningum. Er Ólafur framsóknarmaður? Hann byrjaði þar. Er Þóra alþýðuflokksmaður?

Hins vegar þoli ég ekki Pútína sem skoða í spákúlu og þykjast sjá þar skoðun þjóðarsálarinnar. Ég vil fá lýðræðissinna fyrir forseta. Þess vegna styð ég Þóru.

Pétur Rasmussen (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 09:27

19 identicon

Elle 9/4 kl.22;42

Allir gera mannleg mistök. Þóra Arnórs. sjálfsagt líka.

Ég og þú þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Þóra fer aldrei inn á Bessastaði sem sameiningartákn íslendinga. Enginn, ég skrifa enginn vill Samfylkingaliðið inn á Bessastaði. Fólk þekkir þessa Krataætt. Og því miður koma syndirnar oft niðr´á börnum eða barnabörnum: Þóra á ekki sjens....

Jóhanna (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 10:47

20 Smámynd: Elle_

Jóhanna, já, já, allir gera mannlega mistök.  Fréttamaður RUV ætti hinsvegar að vera gagnrýninn í alvarlegu máli eins og ICESAVE.  Slakleiki þar gæti flokkast undir hlutdrægni.

Elle_, 10.4.2012 kl. 11:04

21 Smámynd: Elle_

Við erum ekki í Evrópusambandinu, Pétur.  Við erum með samning við EES sem við getum hætt við að vild.  Við gætum hinsvegar ekki dregið okkur einhliða út úr Evrópusambandinu heldur yrðum að fá samþykki sambandsríkjanna.

Elle_, 10.4.2012 kl. 11:11

22 Smámynd: Elle_

Pétur, var að lesa nánar það sem þú skrifaðir og þú ferð með rangt mál í næstum öllu.  Fyrir það fyrsta var enginn að segja að það væri VERK forseta að koma okkur eitt eða neitt.  Jón Steinar útskýrði það annars vel að ofan að forsetinn fór bara eftir stjórnarskránni að beiðni þjóðarinnar.  Og ég þakka honum fyrir það.  Og mun alltaf kjósa hann á meðan hann býður sig fram.

Og svo dæmdi Hæstiréttur OKKUR/RÍKISSJÓÐ aldrei til að borga neitt ICESAVE.  Og ICESAVE var aldrei OKKAR SKULD þó Jóhanna hafi básúnað það um allan heim.  Þrotabú einkabankans Landsbankans skuldaði ICESAVE á meðan nóg væri inni í þrotabúinu.  Þú ættir ekki að dæma aðra svona hart fyrir vitlausa umræðu og koma svo og fara með vitleysu sjálfur.

Elle_, 10.4.2012 kl. 11:22

23 identicon

 Þóra Arnórsd væri ekki til mikillar umræðu sem forseta frambjóðandi , ekki frekar en Herdis .ef hún hefði ekki verið vinsæl i sjónvarpinu og fólki finndist það "Þekkja hana svo vel " !!.....það er nú sitt hvað að "dansa saman eða búa saman "sagði maðurinn forðum og það er það sama með sjónvarpskonuna góðu Þóru, eða forsetann Þóru !! .....En er það ekki segin saga ef ein kýrin pissar þá þurfa allar hinar lika og þannig eru þessi Islensku fárviðri sem ganga yfir allt og alla um fáranlegustu hluti !  þvi persónulega finnst mer þetta  bara skripaleikur allra sem að framboði Þóru standa ! og skil hana ekki heldur að láta hafa sig úti svona skripaleik  !!      En ef landsenn settu slikan kraft i málefni sem snerta Land og lyð .eins og ESB málin .atvinnumálin og öll þau mál sem alla skipta til að lifa og vera til .sem Island til framtiðar !!...þá yrði ekki lengi vesöldin á Landi her  !!!

Ragnhild H. (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 12:43

24 identicon

Ég mundi vilja sjá það land sem getur hætt í EES eftir að hafa samþykkt nokkur þúsund laga sem við höfum tekið við án þess að geta nokkuð ráðið um innihald þeirra.

Lesi hver sem vill yfir dóma hæstaréttar undanfarinna mánaða. Sá mun sjá tilvísun eftir tilvísun í ESB-lög.

Ég mundi vilja sjá það bankakerfi sem kemst af án þess að hafa viðskipti við Bank of England. Auðvitað borgum við!

Pétur Rasmussen (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 16:09

25 Smámynd: Elle_

Kannski ÞIÐ gerið það.  VIÐ borgum ekki eyri. 

Elle_, 10.4.2012 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband