ESB-umsóknin og hættan við rislága ríkisstjórn

Hótanir Íra um að hindra samningaviðræður Íslands og ESB vegna markrílveiða Íslendinga er sjálfstæð ástæða til viðræðuslita af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Viðurkennt er að aðildarviðræður og fiskveiðideilur eru sitthvað og engin skörun þar á milli. Þegar ráðherrar í aðildarríkjum setja fram hótanir um að Ísland fái ekki framgang nema gefa eftir lífshagsmuni í sjávarútvegi eru alvarlegt brot á diplómatískum reglum.

Evrópusambandið leikur tveim skjöldum í málinu, þykist öðrum þræði halda viðræðum áfram en ber við tæknilegum ástæðum að opna ekki fleiri kafla.

Láti ríkisstjórnin það gott heita að sjávarútvegshagsmunir okkar séu teknir í gíslingu af Írum er gefið fordæmi um að ekki verið staðið á hagsmunum Íslands í samskiptum við Evrópusambandið.

 


mbl.is Segir hótunina ekki til heimabrúks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Fordæmið var löngu gefið af núverandi stjórnarflokkum.  Þeir voru samsekir þvingunarsambandinu í lögleysunni ICESAVE.

Elle_, 9.4.2012 kl. 00:07

2 identicon

Sæll; Páll - Elle, og aðrir gestir Páls, hér; á síðu !

Vart; að ég nenni að elta ólar, við þessa umræðu, gott fólk.

Það er víst; óprenthæft með öllu, það; sem ég vildi sagt hafa, um þá Össur og Stefán Hauk Jóhannesson, gott fólk.

Elle ! Hvar; þú náðir að koma skilaboðum til mín, fyrr í kvöld - en ég náði ekki svara þér vegna einhverra villuboða, verð ég að biðja þig, að sækja um blog vináttu við mig á ný, þar sem ég felli þig niður, á núverandi grunni.

Vona; að þú skiljir mig - þú getur sent mér, en ég ekki þér, eins og sakir standa.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 02:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samherji á 80% af botnfiskafla breta. Það var mögulegt fyrir ESB. Er það að furða þótt þeir gnísti tönnum á bretlandseyjum og vilji ekki gefa meir eftir. Og í framhaldi af því...er einhver furða þótt ríkistjórnin vilji gera útaf við Samherja?

Í öllum aðgerðum  Samfylkingarinnar er samhengi. Ekki gleyma því.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2012 kl. 05:43

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað stendur í vegi fyrir innlimun Íslands í ESB?

Krónan, Verðtryggingin, Stjórnarskráin og Íslenskur sjávarútvegur. Einnig eignarhald þjóðarinnar á auðlindum, þar sem embættismenn hafa ekki ráðstöfunarvald. Því þarf að koma þessu ráðstöfunarvalidi í hendur framkvæmdavaldsins með því að setja um það sér ákvæði í lögum og stjórnarskrá. Með öðru ákvæði um framsal fullveldis veitist þessu valdi því ráðstöfunnarréttur að vild. Um þetta snýst sirkusinn allur.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2012 kl. 05:53

5 Smámynd: Elle_

Og svo má maður ekki kalla þennan flokk landsölu ´landsöluflokk´ í friði?  Hvað kallast flokkur ljótrar og skipulagðrar starfsemi??

Elle_, 9.4.2012 kl. 12:49

6 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Elle !

Einhver Andskotans meinloka; er hlaupin í skilaboðkerfi mitt. Tekst ekki; að ná tengingu við þig, um sinn. Hefi grun um; að fleirri spjall (blog)vinir mínir séu óvirkir, í kerfinu.

Ég er algjör grautarhaus, í öllum tæknimálum, og þar af leiðir, að ýmislegt óvirkt sé, í gangi - það er jú, Mbl. manna, að hafa þessa hluti í lagi, svo sem. Nefni þetta; við Árna og Soffíu næst, þegar ég hitti þau. 

En; Gestabókin er tiltæk - og ekki hika við, að skrifa til mín, í hana.

Með beztu kveðjum; á ný / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband