Lausafylgið, þjóðarflokkurinn og tveggja flokka kerfi

Ísland þarf þjóðarflokk með um 35 til 45 prósent fylgi og 3 til 5 smærri flokka sem þjóna því hlutverki að nema blæbrigði almennings. Þjóðarflokkurinn er nær alltaf í stjórn en smáflokkarnir keppast um að fá sæti í stjórninni útá getu sína til að virkja þjóðfélagsstrauma sem liggja utan þjóðarflokksins.

Lengi vel var Sjálfstæðisflokkurinn þjóðarflokkur Íslands. Fylgistölur í skoðanakönnunum upp á 38 prósent gefa til kynn að flokkurinn gæti náð fyrri stöðu. Þó er ólíklegt að svo verði í bráð.  Í kosningabaráttu mun Sjálfstæðisflokkur líða fyrir skort á uppgjöri við hrunfortíð sína. Engu að síður stefnir að óbreyttu í að Sjálfstæðisflokkurinn verði stærstur á alþingi.

Lausafylgið, sem telur um þriðjung kjósenda, er ekki komið með heimilisfestu enn. Tilboð á markaði stjórnmálanna skortir þó ekki; Liljuflokkur, Dögun og Gnarristar með Gumma Steingríms gera hosur sínar grænar en það kemur fyrir lítið.

Vinstriflokkarnir hafa mestu að tapa í næstu kosningum. Innan þeirra verður brátt rætt um sameiningu til að sprengja upp sjálfhelduna. Síðasta skoðanakönnun gaf Samfylkingunni og Vinstri grænum samanlagt 28 prósent fylgi, sem þokkalegt fyrir einn flokk en ömurlegt fyrir tvo.

Nái sameiningarumræður á vinstri kantinum flugi gæti verið kominn vísir að tveggja flokka kerfi, þar sem Framsóknarflokkurinn yrði landsbyggðardeild Sjálfstæðisflokksins.

Líklegast er þó að pólitíska kreppan haldi áfram: ríkisstjórn of vanmáttug til að stjórna og stjórnarandstaðan of veik til að verða ríkisstjórn.

 


mbl.is Höfða ekki til lausafylgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er alveg ljóst að margir flokkar framleiða bara meiri lygi og eða svik..

Tveir flokkar eru í raun alveg nóg.  Samsteypustjórnir eru hrossakaupstjórnir og þess vegna á að banna þær. 

Til þess að svo geti verið þá á einfaldlega að gefa þeim stærsta valdið eða að kjósa aftur á milli þeirra flokka sem fengi hafa þrjátíu prósent eða meira.

Hrólfur Þ Hraundal, 6.4.2012 kl. 15:14

2 identicon

Samfylking var þetta afl á vinstri kantinum sem átti að sameina alla vinstrimenn á íslandi. Það var reyndar ekki búið að samþykkja reglur og lög flokksins þegar þeir yst á vinstri kantinum voru búnir að stofna nýtt framboð VG, og þar með voru Samfó og VG bara nýtt vín á gömlum belgjum, annað nafn yfir Alþýðubandalag og Alþýðuflokk. Það eru engar líkur á að vinstri menn sameinist um eitt eða neitt. Þeir sitja saman í ríkisstjórn og höfðu eftir síðustu kosningar þann þingstyrk til að gera nokkurn veginn það sem þeim sýndist inn á alþingi. Reyndar tók þá ekki nema tæp tvö ár að rústa þessum kosningasigri og nú er svo komið að þeir eru upp á Þráin Bertelsson komin með hvort þeir loki kvikmyndaskóla ríkisins eða ekki. Hvort þetta eða hitt verði gert er undir einhverjum einum tilteknum þingmanni á vinstrikantinum komið. Gömlu hrossakaupin eru bara aftur á sínum stað.

Nýja framboðið sem kom fram fyrir síðustu kosningar með Þór, Birgittu, Þráinn og co í fararbroddi er búið að splundrast, sameinast og splundrast aftur. það vita allir sem hafa fylgst með þessu að atkvæði greidd þessum flokkum eru ávísun á að kasta atkvæði sínu á glæ.

Fyrir næstu kosningar gerir fólk upp við sig að kjósa Framsókn, Sjálfstæðisflokk, VG eða samfylkingu. Það er einfaldlega ekkert annað í boði.  Hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Kannski breytist lausafylgið í það sem það heitir erlendis "mæta ekki á kjörstað". þá verða niðurstöður kosninganna svipaðar og síðustu skoðanakannanir hafa sýnt. Sjálfstæðisflokkur með ca 35-40%. VG/Samfó með 35% og Framsókn með 15%. Hliðarframboð með rest. Svona er þetta búið að vera í áratugi. Af hverju ætti þetta eitthvað að breytast? Núverandi valdhafar fengu tækifæri lífs síns að breyta þessu eftir eigin höfði, en klúðruðu sökum innbyrðis átaka, þekkingarskorts á viðfangsefninu og röð mistaka. Klúður vinstri flokkanna mun líklega fara nálægt að þurrka þá út í næstu kosningum.

joi (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 16:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já en Hrólfur! Ef 2 flokkar bjóða sig fram,verður sama upp á teningnum,þá heitir það ,,Armur,, og auðkennt sem;náttúruverndar-armur,verkamanna-armur Sj.fl. eða fræðimanna-armur,sem skiptist í ,,konga halarófu*,, . Síðan verður að halda þeim góðum,með smá eftirgjöf.

Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2012 kl. 22:06

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Flokkar sundra.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.4.2012 kl. 22:26

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já en Helga mín, það skiptir engu hvað armarnir heita, austur eða vestur, upp eða niður, hægri eða vinstri, bara að þeir verði ekki eins og áttarma kolkrabbi því þá deilist samstaðan í átta.

Á steinöld þá var það hópurinn sem kom sér saman um stefnu sem lifði af, hinir drápust bara.  Þetta er svona en í dag en hópurinn er skikkaður til að halda lífinu í flækingum sem aldrei verða til gagns.

Hrólfur Þ Hraundal, 7.4.2012 kl. 08:34

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Er það ekki misskilningur að Framsóknarflokkurinn sé landsbyggðarflokkur? Manni sýnist hann vera hagsmunagæslusamtök nýríkra kjötkatlapólitíkusa :-)

Flosi Kristjánsson, 7.4.2012 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband