Föstudagur, 6. apríl 2012
Evrópuvaktin og umræðan
Alþingi veitti á síðasta ári 27 m.kr. í styrki til umræðu um Evrópumál. Í auglýsingu eftir umsóknum sagði m.a.
Styrki skal veita til íslenskra félaga og félagasamtaka sem, samkvæmt tilgangi sínum, fjalla um málefni Evrópusambandsins og lýsa sjónarmiðum sínum til hugsanlegrar aðildar að sambandinu.
Já-Ísland fékk 13,5 m.kr., Heimssýn 9 m.kr. og Evrópuvaktin 4,5 m. kr. og var það í samræmi við forsendur að skipta styrktarfé jafnt milli fylgjenda aðildar og andstæðinga.
Evrópuvaktin, sem þeir Styrmir Gunnarsson og Björn Bjarnason halda úti, er að stærstum hluta helguð umræðunni um ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins. Enginn vafi leikur á að Evrópuvaktin uppfyllir kröfur sem gerðar voru til umsækjenda.
ESB-sinnar hafa efnt til umræðu sem miðar að því að tortryggja Evrópuvaktina á alla vegu og kanta. Björn Bjarnason skrifar þessa hugleiðingu í dagbók sína
Málflutningur ESB-aðildarsinna í þessu efni er í samræmi við ótta þeirra við að ræða efni aðildarumsóknarinnar, þróun aðildarviðræðnanna, stöðu aðildarmálsins nú og ástandið innan Evrópusambandsins. Það verður forvitnilegt að sjá hvort sparðatíningur ESB-aðildarsinna vegna ráðstöfunar á styrkfé til Evrópuvaktarinnar árið 2011 verði til þess að úthlutunarnefnd alþingis heykist á því að veita öflugasta miðli á fréttum um ESB styrk árið 2012.
Umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu er því marki brennd að ESB-sinnar verða æ fátækari að rökum og örvæntingarfullir í samræmi við það. Upphrópin í kringum Evrópuvaktina staðfesta það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.