Jói Hauks: Írland og evra víti til varnaðar

Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Jóhann Hauksson, skrifar í DV að efnahagsástandið á Íslandi sé talsvert betra en á Írlandi. Bætiflákar Jóhanns eru kostulegir þar sem ríkissstjórn Jóhönnu Sig. stefnir Íslandi í írska varanlega kreppu með evru og Brusselmiðstýringu.

Ríkisstjórnin glímir við trúverðugleikavanda og kjarni hans er þessi: fullveldið og krónan eru að koma okkur hratt og vel úr kreppunni en evra og ESB-aðild halda Írlandi í kviksyndi 15 prósenta atvinnuleysis og núllvexti.

Jón Helgi Egilsson skrifar skýra greiningu á stöðu Írlands. Peningalegur stöðugleiki, evran, veldur óstöðugleika annars staðar í kerfinu. Og það sem meira er

Þrátt fyrir viðskiptahalla og fjármagnsflótta þá búa Írar við „stöðugleika“ evrunnar.  En þetta er stöðugleiki að láni.  Þetta er kaupmáttur að láni.  Lánið er tekið af Seðlabanka Írlands, þ.e. opinberum aðila, vegna aðgerða einkaaðila.Lausn við vandamáli dagsins er fengin að láni úr framtíðinni. 

Á meðan ESB-umsókninn er haldið til streitu eru stílæfingar blaðfulltrúa ríkisstjórnarinnar til þess eins fallnar að auglýsa geðklofa vinstristjórnarinnar. Í einu orðinu gortar ríkisstjórnin sér af árangri í efnahagsmálum en í hinu orðinu er krónan töluð niður og unnið er að stórfelldu fullveldisframsali til Brussel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullyrðing Jóns Helga á einnig við Ísland.

Annars værum við ekki í þessum erfiðleikum með eigin gjaldeyri í höftum sem fer sígandi.

Báðar þjóðir eiga í vanda og venjulegt fólk þarf að "díla" við það á meðan að aðrir þurfa þess ekki.

Munurinn á Íslandi og Írlandi er sá að það eru engin gjaldeyrishöft á Írlandi, þannig getur venjulegt fólk flutt fjármuni sína til útlanda.  Það geta einungis þeir efnameiri á Íslandi.

Stefán (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 23:06

2 identicon

Þú segist ekki skrifa fyrir Baugsmiðil. En hvað þá? Fyrir hvern ertu að skrifa?
Varla bara fyrir sjálfan þig. Einhver hagsmunaaðili hlýtur að borga þér fyrir þessi skrif.


Ef ekki, ertu verulega sjúkur maður. Með ESB á heilanum. Mætti segja OCD. Ég gæti vel sleppt því að lesa þessi "bogg". En svona skrif, mörg á dag, ESB þetta og ESB hitt fara verulega í taugarnar á mér. Fólk getur sjálft myndað sér sínar skoðanir, án þinnar "hjálpar".

Sveinn (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 00:15

3 identicon

Svona heimskuleg skrif, dag eftir dag, hljóta að
láta fólk fara að hugsa. Hvað gengur þessum manni til?

Þú gerir ESB andstæðingum engan greiða með þessu rugli. Þvert á móti. En gefur ESB sinnum færi á að sjá hversu innihaldslausir pistlar þínir eru.

Gerðu öllum greiða. Hættu að skrifa. Ekki síst fyrir ESB andstæðinga.

Þekki börn, sem hafa verið nemendur þínir. "Leiðinlegasti maður í heimi".

Sveinn (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 00:29

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

JR búinn að skipta um nafn? Málefnalegheitin hafa þó staðist nafnabreytinguna.

Þetta brestur allt í Júní Júlí. Evran er fallin. Djöfull verður gott að þurfa ekki að ræða hana meir.

Stefán: Það er ógæfa jaðarþjóða ESB að búa við fjórfrelsið. Hið frjálsa flæði fjármagns er nú út úr löndunum og inn á reikninga Bundesbank. Eftir situr permafrost í efnahagsmálum þessara landa. Engin leið út. Þeir eru eins og farþegar í flugvél sem misst hefur hreyflana. Bíða bara eftir að skella á jörðinni og geta ekkert gert. 

Við höfum gjaldeyrishöftin til að koma í veg fyrir þetta. Annars væri hér umhorfs eins og á Hiroshima eftir sprenginguna.  Telur þú þessi höft kannski komin til af einskærri illmennsku og óþarfa?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2012 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband