Áhrif smáríkja í ESB

Ísland fengi sex þingmenn af 750 á Evrópuþinginu ef landið yrði aðili að ESB, sem gerir 0,8 prósent áhrfi. Í ráðherraráðinu, þar sem allar helstu ákvarðanir eru teknar, er atkvæðum skipt eftir fólksfjölda aðildarþjóða. Ísland mun fá 0,06 prósent áhrif í ráðinu (við erum 320 þúsund/íbúar ESB eru 500 milljónir).

Áhrif Íslands yrðu sem sagt á bilinu 0,06 prósent til 0,8 prósent og teljast það harla lítil áhrif. Laumuaðildarsinnar á Evrópuvefnum eru þó ekki á því að birta hlutlægar upplýsingar um stöðu smáríkja í Evrópusambandinu.

Evrópuvefurinn étur upp bullið í varaþingmanni Samfylkingar, Baldri Þórhalssyni, um að með ,,óformlegum hætti" geta smáríki orðið örlagavaldar í Evrópusambandinu.

Evrópuvefurinn þykist standa fyrir hlutlægri upplýsingamiðlun um ESB en kappkostar að draga fjöður staðreyndir sem koma sér illa fyrir ESB-sinna. 

 


mbl.is Rætt um sjávarútvegsmál og efnahagskreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óformlegur háttur er fína heitið á Lobbýisma.

Fyrirsjáanlegt hverjir girnast þann starfsvettvang.

Kolbrún Hilmars, 4.4.2012 kl. 16:12

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dagdraumar Samfylkingar um sæti á Evrópuþingi,er aflið sem stýrir Íslandi í dag. Sjáist þau bera fyrir augu,í fréttatímum,er eins og þau séu í transi,hlustandi á raddir að handan (lesist.Esb.). Þannig er áróðrinum haldið uppi af Esb. peningalega,vinnuþýið snirtir og pakkar. Flestir stjórnarliðar eru búmir að gleyma að í landinu býr vel upplýst þjóð,sem lætur ekki gabbast í Esb.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2012 kl. 16:24

3 identicon

Páll fer nú heldur fljótt og illa yfir sögu í þessu mikilvæga máli. Hér eru nokkrar tilvísanir í Evrópuvefinn;Geta smáríkja til að hafa áhrif innan Evrópusambandsins er umdeild en uppbygging sambandsins veitir aðildarríkjunum ólíka möguleika. Stærri aðildarríkin hafa fleiri atkvæði í ráðinu og fleiri fulltrúa á Evrópuþinginu en þar að auki búa þau yfir meira fjármagni, mannauði og viðameiri stjórnsýslu. Smáríki hafa minni vigt í ákvörðunartökuferlinu vegna færri fulltrúa og atkvæða. Þau geta ekki beitt sér á jafn mögum sviðum sökum smærri stjórnsýslu og þurfa því að forgangsraða málefnum sínum. Til að bregðast við þessum takmörkunum hafa smáríki lagt áherslu á að byggja upp óformleg tengsl við stofnanir Evrópusambandsins og nýtt tíma sinn í forsæti ráðsins vel.-------. Ráðið er sá vettvangur þar sem aðildarríkin sinna mestum hluta hagsmunagæslu sinnar. Í flestum tilfellum eru ákvarðanir innan ráðsins teknar með auknum meirihluta (e. qualified majority) en hvert ríki fær úthlutað ákveðnum fjölda atkvæða sem ræðst að stórum hluta af íbúafjölda ríkisins. Það gerir það að verkum að stór aðildarríki ráða yfir fleiri atkvæðum en minni ríkin þótt hlutfallslega séu atkvæði smærri ríkjanna þó fleiri. Vert er að taka fram að ríkin vilja helst taka samhljóða ákvarðanir innan ráðsins og því fara atkvæðagreiðslur sjaldan fram. Á Evrópuþinginu er sama fyrirkomulag en aðildarríkjum er úthlutað þingmönnum í samræmi við íbúafjölda ríkjanna. Þetta kerfi gerir það að verkum að smáríki hafa minni vigt í ákvörðunartökuferlinu og þurfa því að treysta á stuðning annarra ríkja í hagsmunagæslu sinni. Yfirleitt stofna þau til skammtíma bandalags við önnur ríki í kringum einstök málefni.-----Til að bregðast við þeim takmörkunum sem fylgja smæðinni hafa smáríkin lagt áherslu á að byggja upp óformleg tengsl við stofnanir Evrópusambandsins og þá einkum við framkvæmdastjórnina sem á frumkvæði að allri nýrri löggjöf. Með því að koma snemma að ákvarðanatökuferlinu reyna smáríkin að hafa áhrif á mál á meðan þau eru enn í mótun í stað þess að standa andspænis orðnum hlut þegar málin koma til afgreiðslu í ráðinu og þinginu. Möguleiki smáríkja til þess að taka við forsæti ráðsins er mikilvægur þáttur í að koma málefnum þeirra á framfæri en smáríki hafa jafnan reynt að nýta þann tíma sinn vel---- Aðildarríkin skiptast á að fara með formennsku í ráðinu en hvert ríki gegnir formennsku í 6 mánuði í senn. Finnland náði til að mynda að knýja fram meginþætti Norðurslóðaáætlunarinnar (e. The Northern Dimension) auk þess að auka gegnsæi stofnana innan sambandsins.

gangleri (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 16:39

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hversvegna að ganga í ESB. eingöngu til að eiga möguleika á að byggja upp óformleg tengsl í stofnunum Esb,einkum framkvæmdastjórnina,sem á frumkvæði að allri nýrri löggjöf. Löggjöfin kemur okkur bara ekkert við, þegar við teljum okkur eiga glæsta framtíð sjálfstæð og í góðri samvinnu við okkar vina þjóðir.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2012 kl. 16:53

5 identicon

Tröllfyndinn fræðimaður.

Rósa (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 19:48

6 identicon

Og hvers vegna er það ekki réttlátt? Eru Íslendingar eitthvað betri eða gáfaðri en þessar 500 milljónir? Ég held að allur þessi fjöldi sé ekkert óhæfari en sjálfumglaðir og sérvitrir Íslendingar til að taka ákvarðanir. Bendir sagan til einhvers annars? Í ljósi atburða síðustu ára ættu Íslendingar að halda sér til hlés. Og skammast sín. Sviðin jörð, víðar en í Evrópu. Ég skil ekki menn eins og Pál Vilhjálmsson. Íslendingar enn bestir í öllu. Firring og sjálfsafneitun. Hvernig hann nennir að skrifa þessar greinar, dag eftir dag.

Sveinn (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 22:35

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Veit ekki betur en Já-sinnar miklist af yfirburðum ,á ég að segja Íslendinga,eða bara þeim hluta sem styður inngöngu í apparatið. Oh! við munum komast í ráð og framkvæmdastjórnir Esb.Það verður hlustað á okkur,,, bestir í öllu klár kratar!!

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2012 kl. 02:05

8 identicon

Berið saman kosti og galla . lesið hér ;http://www.kannski.is/

gangleri (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband